Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1946, Qupperneq 9

Fálkinn - 22.02.1946, Qupperneq 9
FÁLKINN 9 Mickey Rooney oy fyrrv. kona hans. Þau urðu leið hvort á öðru og skildu skömmu eftir giftinguna. Allt samkvæmt Hollywood-tísku. þegar hún gerði stóraslemm í þriðja skiftið. Allt í einu stöðvaðist vagn- inn — að því er virtist alveg upp úr þurru, og Lutzi skreidd- ist út. — Hvað er að? spurði greifa- frúin. Það var auðheyrt að hún var skelkuð. — Augnaþlik, nú skal ég at- huga það, svaraði pilturinn og var hinn státnasti. Og svo gekk hann rangsælis kringum vagn- inn. Nú, þegar bifreiðin hafði stöðvast og hreyfillinn þagði varð næturkyrrðin fullkomin, en þá heyrðist tíst í tittlingum og froskum. Torfur af mýi sá- ust í ljósinu frá hifreiðinni. Þefur af bensíni og brunnum málmi sveið í nösum. — Sprungið? spurði Kitty for- vitin. — Nei, það er bara eitthvað að hreyflinum — eða hemlun- um, kanske. Hann lyfti upp hlíf- inni og fór að glugga í hreyfil- inn. Hann slökkti á ljósunum til að spara strauminn, og kveikti á ofurlitlum kertisstúf, sem hann liélt yfir bílnum. — Hann var á einlægu iði, rahn- sakaði allt. Tók verkfærin und- an sætinu og lét eins og ekkert væri. Skorðaði tjakkinn undir bakásnum og fór að lyfta bíln- um. — Eigum við að fara út? spurði Kitty, og fór út á samri stund. Hún stóð þarna og horfði á frænda sinn þar sem hann var að bardúsa við bílinn. Og greifafrúin fór að bæra á sér lika. En pilturinn vafði hana vandlega inn í teppin og sjöl- in aftur. — Það er best að þú sitjir þarna kyrr, Ottí frænka. Það er svo mikið af froskum á veg- inum. Þetta var satt. Greifafrúin leit á hann með þykkjusvip. — Hve langan tima lieldurðu að þetta taki? — Það getur dregist upp í hálftíma, sagði pilturinn. Og svo breiddi hann frakkann sinn á veginn milli upphækkaðra afturhjólanna, lagðist og hvarf undir bílinn, svo að ekki sáust nema skankarnir upp undir mjaðmir útundan. Svo kallaði hann: — Kitty, viltu gera svo vel og halda fyrir mig ljósinu? Kitty tók kertið, lagðist á hnén á frakkann og skreið svo innundir bílinn til Lutzi. — Hvað er að? Hann hvíslaði blítt inn i eyr- að á henni: — Ekki nokkur hlutur. Og svo kyssti liann hana á hálsinn, kyssti hana á, mjúkan hnakkann og hörundið, sem ilmaði af dýrindis vellyktandi. —- Þú ert ljómandi sniðug- ur, Lutzi! hvislaði hún. Og svo lét hún liann kyssa sig á nef- broddinn. Eftir tveggja vikna óslitið liungur lágu þau loksins þarna hlið við hlið á ólireinum frakk- anum milli afturhjólanna, beint undir löppunum á gömlu norn- inni, sem sat i, öllum umhúðun- um i aftursætinu. Þau gátu heyrt að hún andvarpaði. En varlega urðu þau að fara að öllu. Eftir þrjá snögga hung- urmettaða kossa stóð Kitty upiJ og fór að álialdageymslunni í framsætinu. Lutzi orgaði neð- an úr undirdjúpunum: Náðu í skrúflykil! — Skrúf lykilinn ? Hann herti ofurlitið á skrúfu með annari hendinni og tók ut- an um Kitty með hinni. Svo komu fimm litlir kossar. Og svo hringferð kringum bílinn aftur. Greifafrúin var orðin reið: — Fari allt, sem bíll heitir, til fjandans! Lutzi lést vera gramur. — Þetta liefir maður upp úr því að vera að nota svona gömul rægsni! sagði hann. En það var ekki alveg laust við að hann hefði dálítið sam- viskubit, — því að bíllinn lians var sama sem nýr, — hann var saklaus, velviljaður, fórnfús, skjólveggur sem tækni nútím- ans hafði veitt ungum elskend- um. Nú varð mikill gauragangur: hamarshögg og barsmið, skrúf- anir og tilfæringar. Nóttin var hlý og lieið og augnalokin á greifafrúnni urðu þung þegar á leið. Ilún hnipraði sig í horn- inu á sætinu, rétti úr fótunum og reyndi að láta fara vel um sig. Hún neyddist beinlínis til að sofna þarna í fuglakvakinu. Og greifafrúin féll í væran svefn, eins og gamlar og ein- faldar konur eiga svo auðvelt með að gera, ef þær eru ekki vanar sviksamlegu athæfi að næturþeli. Kitty labbaði hægt kringum bílinn og kom aftur til piltsins. Hún lagðist niður á frakkann aftur. — Mamma sefur! sagði hún ofur hljótt. — Þá er ekki vert að vera að eyða kertinu, svaraði pilt- urinn, og slökkti á þvi í snatri. En einmitt í sama hili kom lögregluþjónninn, hann János Kovács-Kis hjólandi framhjá; hann var á sinni næturlegu eftir litsferð. Með riffilinn i ól yfir öxlina og heiðurspeningana í mjóu handi á bringunni. Þetta var alvarlegur, skeggjaður mað- ur á fimmtugs aldri. Hanafjaðr- irnar blöktu á hjálminum hans þegar hann jók hraðann á reið- hjólinu. Augu lians, sem voru vön myrkrinu, uppgötvuðu bíl- inn, sem stóð þarna á vegar- brúninni. Þau tvö, er voru und- ir bílnum roðnuðu og depluðu augunum þegar ljósið frá reið- hjólinu glamraði í augunum á þeim. En þeim gafst ekki tími til að verða hrædd, því að þau heyrðu hina rólegu bassarödd hins kurteisa manns, sem notuð er þegar sýna þarf nærgætni. — Afsakið, ég hélt að eitt- hvað væri að? Og János Kovács-Kis rann á- fram á lijólinu, tiginn og göfug- mannlegur. Ljósið frá litla ljós- kerinu hans hvarf út í busk- ann eins og eldfluga. Iðnaður nútímans framleiðir ýmsar vörur, sem eru svo fíngerðar, að þær sjást ekki með berum augum. Þannig er búinn til platínuþráður, sem er svo fingerður, að hann er ekki nema sem svarar einn tuttugasti af manns- liári á þykkt, og ekki liægt að sjá hann nema í stækkunargleri. Hann er notaður í lömpum í ýmsum næm- um raftækjum. Af svona þræði mundu 7125 kílómetrar ekki vega nema eitt kíló. Og það mundi kosta 50 miljón krónur. Plugmaður einn, sem var á flugi frá Texas til Ar- kansas varð fyrir einkennilegu at- viki. I þúsund metra hæð sá liann loftstein — glóandi smáhnött, sem bláhvitt Ijós stafaði frá. Bjóst hann við að rekast á þennan eldibrand, en svo fór þó ekki. Frumleg framreiðsla. Á borðum maliarajahsins af G'wa- lior er matarframreiðslan með frum- legu móti. Lítil rafmagnsjárnbraut liggur eftir endilöngu borðinu; er hreyfivagninn úr skíru silfri og dregur hann sjö körfur á lijólum. Teinarnir eru úr silfri og liggja á borðinu, en það er kringlótt. Þeg- ar einhver snertir eina körfuna staðnæmist lestin, meðan gesturinn- er að ná sér i það sem liann óskar, en heldur svo áfram liringferðinni. Joan Leslie skemmtir sér vel í þessum skrítna félagsskap.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.