Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1946, Page 10

Fálkinn - 22.02.1946, Page 10
10 PÁLKINN YNS/tU LE/&N&URNIR Gullroðið Einu sinni var prins ríðandi úti i skógi. Hann kóm að vatni og nam staðar þar til þess að láta hestinn drekka. En í vatninu var hafmey, og þegar hún sá prinsinn langaði hana að ná i hann til sín og láta hann vera hjá sér í höll- inni liennar. Og svo synti hún upp að' landi. — Yiltu koma og búa í höllinni minni? sagði hafmeyjan. — Nei, það vil ég ekki, sagði prinsinn, — ég vil fara heim til pabba og mömmu. En þá varð hafmeyjan reið, og þegar prinsinn iagðist á bakkann til þess að fá sér að drekka, tók hún í hann og dró liann ofan í vainið. Og svo breytti hún honum i gullfisk. — Ha, hæ, nú skaltu verða fiskur þangað til þú vilt koma og leika þér við mig í höllinni minni, sagði hafmeyjan. — Það vil ég aldrei, sagði prins- inn, — því að þú ert vond! En hún hló bara. Og aumingja prinsinn synti og lét sér leiðast. En einn daginn kom lítil telpa niður að vatninu til að veiða. Þeg- ar prinsinn sá liana synti liann til hennar, stakk upp hausnum og sagði: — Góða, komdu ofan í vatn- ið og hjálpaðu mér! — Þú ert skrítinn fiskur, að geta talað, sagði telpan. — Eg er ekki fiskur. Ef þú liopp- ar ofan í vatnið þá getur þú bjarg- að mér. En nú varð telpan hrædd. — Eg þori ekki að hoppa í vatnið, sagði hún. Og svo tók liún stein og kastaði á gullfiskinn og liann sökk. En í þvi að telpan var að hlaupa burt sá hún að fiskurinn kom upp úr vatninu aftur og þá vorkenndi telpan honum og beygði sig til að taka liann upp. En það var þá bara roðið af fiskinum, sem flaut á vatn- inu. Það var svo fallegt að telpan tók það heim með sér og sýndi pabba sínum það. — Eg held að ég fari í kaupstaðinn með þetta fallega gullroð og gefi konginum það, sagði telpan. — Hver veit nema hann gefi mér þá föt í staðinn. Og svo setti telpan roðið í körfu og fór inn í bæinn. Á leiðinni mætti hún mörgu fólki, sem var svo vel klætt og glaðlegt. — Hvert ætlið þið og hvers- vegna eruð þið svona glöð? spurði telpan. — Veistu ekki að prinsinn, sem hefir verið týndur svo lengi, er kominn heim til pabba sins og mömmu. Og nú eru allir boðnir í veislu i höllina, sem vilja! sagði fólkið. — Ætlarðu ekki að koma lika? —■ Eg á engin spariföt, sagði telpan. — En ég ætla í liöllina og gefa konginum þetta gullroð, og þá fæ ég lcanske föt. Og svo opnaði hún körfuna og sýndi gullroðið. í sama bili kom vagn og út úr honum ljóta hafmeyjan, sem hafði breytt prinsinum í fisk. Þegar liún sá gullroðið þreif hún það af telp- unni og ók burt. Þetta þótti telpunni sárt, því að nú gat hún ekki farið í höllina. Og svo settist hún á stein og fór að gráta. Þá kom lítill dvergur til liennar og sagði: — Vertu ekki leið yfir þessu, ég skal hjálpa þér að komast í liöllina. Og svo tók liann i höndina á lienni og þau gengu gegnum skóg- inn. Þau komu að læk og þá sagði dvergurinn: — Dýfðu fótunum i lækinn og sjáðu svo hvað verður! Það gerði telpan. Og nú sá hún, að hún var með gullskó á fótunum. Svo gengu þau áfram, en þá fór að rigna. Stórir dropar komu á kjólinn hennar og liún reyndi að hrista þá af sér. — Gerðu það ekki, sagði (Lverg- urinn, — og þá skaltu sjá! Eftir dálitla stund var fallegur kjóll orðin úr dropunum. Þá tók dvergurinn fram spegil, svo að telpan fékk að sjá, hve falleg hún var. — Nú geturðu farið í höllina eins og hinir, sagði dvergurinn. Og telpan fór. Þegar hún kom þangað var fullt þar af fallegum telpum í fallegum fötum. Og Ijóta nornin, sem gat breytt sér í haf- mey, var j)ar líka. Því að hún ætlaði að ná í prinsinn i vatnið aftur, og gera hann að gullfiski eins og áður. — — — En þegar prinsinn sá Iitlu telpuna fór liann til hennar og spurði liana livar liún geymdi fallega gullroðið. — Ef ég fæ það ekki verð ég að fara aftur til Ijótu kerlingarinnar í vatninu! sagði hann. Telpan sagði honum eins og salt var, að nornin hefði hrifsað það af henni. Hann tók sér þetta nærri og það gerði konungurinn og drottn- ingin líka, því að þau vildu ekki missa hann. — Hvað eigum við að gera? sagði konungurinn. — Já, hvað eigum við að gera? sagði drottningin. Þegar fólkið settist við að borða settist nornin rétt hjá prinsinum. — Eg hefi gullroðið sagði hún, svo að nú verður þú að koma með mér Kartöfluuppskera Adamsons. S k r ítl u r — Iíún er uíst vaxin upp úr kjóln- um sinum.......... — Sko, hljómsveitarstjóri, hörpu- lcikarinn virðist hafa brotist út! — Jú, mér ])ykir það leilt, for- stjóri, en hún mamma litur alltcf eftir mér, fyrstu dagana, sem ég er í nýju starfi. — Eg ætla að kasla honum í sjóinn, Gissur, mig tekur svo sárt að sjá hryggðina í augunum á hon- uns. aftur. Og svo sýndi hún lionum gullroðið i töskunni sinni. En undir borðinu skannnt frá var dvergurinn, sem hafði hjálpað telp- unni. Og þegar hann sá roðið í töskunni, steig liann á tána á norn- inni. — Æ, sagði nornin og svo missti hún töskuna. Dvergurinn var ekki seinn á sér og greip töskuna á lofti og hljóp fram i eldhús og fleygði henni í eldin, svo að hún brann til ösku. Þá umhverfðist nornin. En prins- inn og konungurinn og drotning- in urðu glöð. Og litla telpan líka. Því að nú gat nornin ekki náð prinsinum aftur. Hún varð að fara ein. En telpan varð eftir í höllinni hjá prinsinum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.