Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1946, Blaðsíða 7

Fálkinn - 01.03.1946, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Hermaður kemur heim. — Sir Iíar- old Alexander hershöfðingi er far- in heim til Englands til að hvíla sig, áður en hann hcldur af stað til Kanada, Jjar sem liann á að verða landstjóri. — Sir Harold hefir yndi af að mála og strax og hann kemur heim setst hann við málaratrön- una úti i garði sinum og kona hans og sonur horfa á hann við verk sitt. Konungurinn í Siam kominn heim. — Hinn tvitugi konungur Siam, Ananda Mahidol, sem hefir verið í Sviss siðan 1938, er nú aftur kominn heim til ættlands síns. Að aflokinni hátíðlegri móttökuathöfn á flugvellinnm, ók konungurinn í gegnum Bangkok til Búdda-musterisins. Þessi mynd var tekin þar og sýnir Ananda Mahidol og fylgdartið hans. Stífir öklar. — Ameriskir hermenn, sem í stríðinn meiddust á fótum, svo að öklarnir styrðnuðu geta liðk- að þá á ný, til dæmis með því að stíga útsögunarvélar eins og sýnt er hér á myndinni. Yfirdómarinn í Nurnberg. — Hér gefur að lita yfirdómaranti i rétl- arhöldunum yfir stríðsglæpamönn- ununv í Niirnberg, enska yfirdóm- arann Sir Geoffrey Lawrence. Hann gengur þó ekki með hárkollu við dómstörfin i Núrnberg. rikir nú mikilt um kröfugöngur Hljómleikar til styrktar nauðstöddu fólki. — Á ítalíu skortur á öllum sviðum. Fregnir þaðan fjalla oft kvenna, sem krefjast fullnægjandi fæðis handa sér og börnum sínum. Innbrot í matvælaverslanir eru daglegir viðburðir í öllum bæjum. En mikið er gert til að bæta úr skort inum, þó að það hafi venjulega lítið að segja. Hér sjást prestar af Salesiani-reglunni vera að halda hljómleika á götu í Róm til styrktar nauðstöddum börnum. Krakkarnir leggja sinn skerf til starfseminnar ~~ = >— Hér er nóg af þeim. — Þaö er lunyt siðan við höfum fengið banana hér. en í Austurlöndum virðist enginn hörgull á þessum hollu og Ijiiffengu ávöxtum. Kínverski drengurinn á myndinni, sem er að selja breskum sjóliðum banana, virðist vel birg- ur af þeim. Danski forsætisráðherrann, Knud Kristensen, notar allar frístundir til að hvíla sig í hópi fjölskyldu sinn- ar. Hér sést hann ásamt konu sinni og eru þau að gœla við eitt af barnabörnum sínum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.