Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1946, Page 14

Fálkinn - 01.03.1946, Page 14
14 F Á L K I N N ÉG ER HRÆDDUR. Framh. af bls. 5. Ef stórveldin afneita kjarn- orkustyrjöld og komast að sam- komulagi um alþjóða eftirlit, munu vísindamenn allra landa sameinast um störf sín og skuld biridingar og þeir munu þegar tilkynna það, ef einhver á- kveðinn fjöldi kjarnorkufræð- inga skyldi hverfa af sjónar- sviðinu. Eg er ekki frá því, að við getum gert okkur vonir um, að ættjarðarást sú, sem flestir menn hera í brjósti, geti breysl þannig að hún verði — ekki ást á einu landi og umhyggja fyrir velferð einnar þjóðar — heldur ást á öllum heiminum og umhyggja fyrir velferð alls mannkynsins. Og þessi sanna ættjarðarást mundi strax láta til sín taka, ef valdagráðugur ofbeldisseggur mundi vilja tæla hóp kjarnorkufræðinga til að rjúfa alþjóðasamkomulag gegn framleiðslu kj arnorkusprengj- unnar. Þetta segi ég', vegna þess að ég þekki vísindamenn frá öllum löndum heims, og ég veit að við tölum allir sömu tungu. Annað atriði, sem vert er að gleðjast yfir í þessu sambandi, er sú staðreynd, að eins og stendur þarf gríðarstórar verk- smiðjur til að framleiða kjarn- orkusprengjur. En auk þess þarf ýmisleg efni, sem eru mjög fágæt, svo að tiltölulega fá- mennur floklcur eftirlitsmanna gæti hæglega haft nákvæmar gætur á framleiðslu þeirra. Eg imynda mér ekki, að það sé ofvaxið manniegri hugvitssemi að setja á stofn alþjóða eftir- litsnefnd til að gæta þessara hlula og tryggja mannkyninu frið í hjarta og hugarró. Rússar. Nú skulum við tala um Rússa Ef þú gerir þér grein fyrir því, að á vísindasviðinu í Rússlandi starfa margir mestu hæfileika- menn heimsins, þá muntu skilja, í fyrsta lagi, að leiðtogar Rússa hljóta að sjálfsögðu að óttast möguleikana í sambandi við kjarnorkusprengjuna, og í öðru lagi, að það mun ekki líða á löngu, þangað til þeir komast höndum undir hana. Og hvað viðvíkur afstöðu þeirra, þá slculum við gera okkur í hugarlund, hver afstaða okk- ar væri, ef þeir réðu yfir þessu hræðilega vopni, en við ekki; ef það væru þeir, sem hefðu náð því marki, sem við víss- um að við gætum náð innan skamms. Eg sé i huga mér fund, þar sem leiðtogar stórveldanna sitja á rökstólum með vísindamönn- um sínum. Eg veit að ráðlegg- ingar vísindamannanna munu mótast af trúnaðartrausti leið- toganna. Vísindamönnum mun veitast auðvelt að skilja hverjir aðra. Þegar þeir koma saman, held ég, að álitsgjörðir þeirra allra verði því nær samhljóða. Engin þjóð þekkir skelfingar stríðsins, betur en Rússar. — Engin þjóð hefir misst meira í mannslífum og verðmætum en Rússar. Rússar komust í kvnni við síðasta stríð, og þeir vita gjörla hvernig kjarnorku- stríð verður. Engin þjóð, sem skilur kjarnorkustríð, æskir sér annars en friðar. Kjarnorkustyrjöld mundi ná hámarki i fullum sigri hins illa yfir því góða. Hafðu þetla hugfast. Menning margra þjóða hefir liðið undir lok, vegna þess að þær skildu ekki hvað um var að vera, fyrr en allt var um seinan. I dag eigum við ekki í samkeþpni við aðrar þjóðir. Mannkynið á í sam- keppni við sjálft sig. Vegna þess að við vildum elcki skilja það, sem lá í augum uppi, leyfði mannkynið nazismanum að leggja Evrópu í rústir. Ef við nú, eins og áður, þrjósk- umst við að skilja það, sem liggur í augum uppi, verður það ekki Evrópu, heldur allur heimurinn, sem mun liggja í rústum. Það, sem við vildum ekki læra af Iiitler, verðum við að læra af Hiroshima! SAGA ÚR SAMTÍÐINNI. Framh. af bls. 9. tvær nunnur og prestur. Eulalie féll í öngvit á gólfið. Nunnurnar lyftu henni upp og báru liana varlega á burt. Drottinn minn, hvílík endalok! hrópaði ég. — Þetta eru ekki endalokin. Dag- inn eftir skaut hertoginn af San Durato sig. Veslings maðurinn hafði orðið ástfanginn af henni sjálfur! Mordaunt fleygði vindiingsstúfn- um í eldinn. Hann stóð upp og greip hattinn sinn. — Það hefði vet getað orðið eitt sjálfsmorð enn, sagði hann stutt. — Góða nótt! Hárskeri einn í Portland i Bandaríkjunum hefir tekið upp nýja aðferð við klippingar. Hann lætur rafmagns- straum fara um hár þess sem klippa á, og rísa þá hárin á höfði hans. Það kvað vera auðveldara að klippa liárið þegar það stendur út eins og hurst, og miklu fljótlegra líka. Huer fann: REIÐHJÓLIÐ ? f fornöld voru til tæki, sem svip- aði talsvert til reiðhjólanna nú á dögum, en þó er heiðurinn af upp- götvun reiðhjólanna venjulega gef- in Þjóðverjanum Karl von Drais, fríherra. Á Wienarfundinum 1815 sýndi hann nýtsárlegt farartæki á tveimur hjólum, sem liann hafði búið til. Það var einskonar „hlaupa- hjól“. Hjólunum var komið fyrir líkt og á reiðhjólum nútimans, not- andinn sat á sæti milli hjólana, sem ekki var hærra en svo, að hann náði til jarðar með fótunum. Til þess að komast á ferð varð „hjól- reiðamaðurinn" að hlaupa nokkurn spöl með reiðhjólið; svo gat hann lyft fótunum og látið renna um stund, en lengi ef vegurinn var niður í móti. Þetta farartæki var í rauninni ekki annað en leikfang, en vakti l)ó mikla alhygli, og um nokkurt skeið var það tíska að nota hlaupahjól. Annars fann Drais annað farartæki, sem eftirlitsmenn járnbrautarteina nota mikið, svo- nefnda „draisin", fjórhjólaðan vagn eða reiðhjól, sem ekið var á tein- um með afli handa eða fóta. — Árið 1850 var hlaupahjólið endur- bætt mikið, er Moritz Fischer, setti á það útbúnað til þess að stíga, það áfram. í Ameríku kom upp svo- nefnd „velocipede", reiðhjól með afar stóru framhjóli, sem stigið var áfram, og ofurlitlu afturhjóli, og var setið yfir stóra hjólinu. En illt þótti að silja þessa hesta og á Norðurlöndum var nafni þeirra breytt í „veltipétur". Mest varð fram- för reiðhjólanna þegar írski dýra- læknirinn Dunlop tók upp á þvi að nota loftfyllta hringi úr gúnnníi. Þá hófst sigurför reiðhjólsins um alla þjóðvegi veraldar. Um síðustu aldamótin fóru fyrstu mótorhjólin að sjást á vegunum. Hvernig hægt er að láta LUX end- ast sem best. Þegar litlar birgð- ir eru fyirliggj- andi af Luxsápu, vil jið þér vafa- laust reyna að fiafa sem mest not af hverjum pakka. Þessar bendingar munu því koma yður að gagni: IMælið sóipumagnið með gaumgæfni - ein barmafull matskeið í einum lítra af vatni mun gefa ágætt sápulöður. 2Mælið vatnið með ná- kvæmni. Ef þér notið meira vatn en þörf krefur þá verðið þér auðvitað að nota þeim mun meira Lux - það leiðir af sjátfu sér. 3Skipuleggið þvoitadagana. Frestið öllum aukaþvotti og daglegu dundi þangað til 'aftur er hægt að fá nóg a.f Lux. Geymið áhreina klæðnaðinn til vikuloka og þvoið hann þá all- an upp úr sama sápuvatninu — fyrst undirfötin og tjósar blúss- ur, þá ullarfötin og loks sokk- ana. LUX Alveg óskaðlegt jafnvel fyrir viðkvæmasta þvott. X-LX 624-785 Indverji, sem hafði reiðst og barið systur sína, dæmdi sér sjálfur þá refsingu að standa á höfði í tólf tíma. Hann „afplánaði“ refsinguna án þess að hljóta mein af. Eftir heimsókn hjá konungi Breta — Danski majórinn, Anders Lassen, sem féll í sókn fíreta á Norður-Ítalíu, var fijrir skömmu sæmdur Viktoriukrossinum af Georg fíretakonungi. Á mgndinni hér að ofan sjást foreldrar hinnar föllnu hetju Lassen, höfuðsmaður og kona hans. Eru þau að koma úr heimsókn sinni i fíuckingham Palace, þar sem konungurinn afhenti þeim heiðursmerki sonarins. Dóttir þeirra er með þeim á mgndinni.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.