Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1946, Blaðsíða 16

Fálkinn - 03.05.1946, Blaðsíða 16
16 F Á L K 1 N N 5 NÝJAR BÆKUR FRÁ ÍSAFOLDARPRENTSMIÐIU Á BERNSKUSTÖDVUM eftir Guðjón Jónsson Þessi fallega og skemmtilega bók ei bernskuminningar manns, sero nú er kominn á fullorðinsár. Þær eru ritað- ar af hlýju og ást til átthaganna og minninganna, sem við þá eru bundn- ar. Ólafur Lárusson, prófessor, ritar ágætan formála framan við bókina, og telur henni til gildis meðal annars að bókin sé „merkileg þjóðlífslýsing. — Höfundurinn lýsir þar ýmsum þáttum í daglegu iífi manna, eins og það var vestur í Gufudalssveit á uppvaxt- arárum hans á síðustu áratugum síð- ustu aldar. Þá var iífið þar enn með sínu forna sniði, eins og víðar um sveitir landsins. Síðan hefir mikil breyting orðið, gamlir hættir víkja fyrir nýjum, og hið gamla er nú sem óðast að gleymast. . . . Hver sem bók þessa les mun finna, hversu mikilli hlýju og yl andar frá frásögn höfundarins. Minn- ingarnar frá æskuárunum ylja honum á efri árum og hafa ef- Iaust gert það alla ævi hans. Þessi innnileiki er eitt af því sem gerir bók hans svo aðlaðandi, að hún á skilið að hljóta góðar viðtökur“. RADDIR UR HOPNUM eftir Stefán Jónsson Hér er á ferðinni bók, sem vekja mun sérstaka athygli. Þetta eru 10 sögur úr daglegu lífi þjóðarinnar, og lýsa þjóð- lífinu eins og höfundinum virðist það vera um þessar mundir. Höfundurinn hefir gefið út tvö smásagnasöfn: „Kon- an á klettinum“ og „Á förnum vegi“, og sex unglingabækur: Söguna af Gutta, Hjónin á Hofi, Vini vorsins, Það er gam an að syngja, Skóladagar og Þrjú æfin- týri. Bækur Stefáns hafa náð mikilli og verðskuldaðri hylli. Hann er rithöfund- ur, er hefir vaxið með hverri nýrri bók Á VALDI HAFSINSj eftir Jóhann Kúld Þetta er 5. bók Jóhanns Kúld. Fyrri bækur hans eru allar löngu uppseldar, en það eru: íshafsævintýri, sem kom út 1939, Svífðu seglum þöndum, kom út 1940. Á hættúsvæðum, kom 1942, og Um heljarslóð, sem kom út 1943. Bækur Kúlds eiga allar sammerkt um það, að þær eru skemmtilegar og halda athygli lesandans óskiftri frá upphafi til enda. Þessi nýja bók, „Á VALDI HAFSINS“, lýsir ungum sjómanni, fyrstu árin hans á sjónum, ástum hans og tilhugalífi, og hættunum og volkinu sem hann og félag ar hans eiga við að búa í lífsbaráttunni. Næstu daga koma út frá íslafoldarprentsmiðju nokkrar nýj- ar bækur í viðbót, svo sem stórt hefti af hinu merka ritsafni SAMTÍÐ OG SAGA, ný skáldsaga eftir Þórunni Magnúsdótt- ur, sem heitir LILLI í SUMARFRÍI, bók eftir Matthías Jónas- son, er hann kallar LOKUÐ SUND, og lýsir að nokkru þeim óhemjuerfiðleikum, er landar okkar, sem dvöldu í Mið-Ev- rópu, áttu við að stríða, er þeir vildu leita heim til átthag- GESTIR A HAMRI eftir Sigurð Helgason Þessi nýja bók Sigurðar Helgasonar, sem er unglingasaga með nokkrum myndum eftir ungan og efnilegan nemanda hans, er 8. bók Sigurðar. Fyrri bækur hans eru: Svipir (1932) Ber er hver að baki (1936), Og ár- in líða (1938), Við hin gullnu þil (1941), Sögur perluveiðarans (1941) Hafið bláa (1944) og í óbyggðum Austur-Grænlands (1945). GESTIR Á HAMRI er unglingasaga, fallega sögð og látlaus og lýsir því, þegar ÓIi litli sá hafísinn reka að landi og með hafísnum kom bjarndýrið, sem greypti sig djúpt í hug hans. „Óli litli á Hamri stóð úti á ystu snös klettagnýpunnar utan við túnið og þóttist vera landkönnunarmaður. Hann hafði laumað sjónauka föður síns inn undir treyjuna sína, áður en hann fór af stað að heiman, og þarna stóð hann á klökugum kletti og litaðist um.“ - Þessi snotra unglingabók mun vekja gleði hvar sem hún kemur, og er því ágæt sumargjöf. FINGRARÍM eftir Jón Árnason biskup Hér kemur á markaðinn 3. útgáfa, ljóspentuð, af Fingrarími Jóns Árnasonar biskups í Skálholti. Bókin var fyrst prentuð árið 1739, en síðan endurprentuð óbeytt 1838, og heitir fullu nafni „Dactylismus, Ecclesiasticus eður Fingra-Rím, viðvíkjandi Kirkju Ársins Tímum. Hvört, að afdregnum þeim rómversku tötrum gamla stíls, hefir sæmi- legan islenskan búning fengið, lagaðan eftir tímatali hinu nýja. Fylgir og með ný aðferð að finna íslensk misseraskifti". Af þessari litlu bók má örugglega læra hina fornu íþrótt fingrarímið. 1 bókinni er fjöldi mynda af mannshöndinni, þar sem hver liður á fingrunum er merktur með bókstöfum og tölusöfum, svo auð- veldara sé að átta sig á þeim reglum, sem liggja til gundvallr fingrarími. Til sýnis er hér sett 3. REGLA um það, hvernig finna skal sumarkomu: „En kunn- ir þú, minn vin, ekki neitt í reikningslist, þá vil ég sýna þér aðra aðferð, sem á rétti- lega við Fingra-Rímið, og er hin auðveld- asta til að finna SUMARKOMU árlega, sem er þessi: Svo marga liði, sem þú fær frá topp baugfingurs, alt á næsta lið eftir Sunnudagsbókstafinn, svo mörgum dögum skaltu bæta við 10. Aprilis. Summan er sumardagsbókstafurinn fyrsti, og fylgir sá athugi þar með; ef að Sunnudags-bókstafurinn er á topp baugfingurs, þá merk- ir sá næsti hnúi við toppinn, að ekki eigi að leggja nema 1 viðl8. Aprilis; því að svo er niður sett, að 18. Aprilis skuli sitja á greind- um topp baugfingurs, hvað ogsvo kann vel að standast; því fari ég að telja Aprilis daga á efsta lið vísifingurs, þá lendir sá 18. á topp baugfingurs. TIL DÆMIS: Ao. 1737 er Sunnudags-bókstafur F. Hann stendur á fremsta lið litlafingurs; þar fyrir kemur SUMARIÐ á topp- inum, þeim næsta lið, sem er 25. Aprilis, því ef þú fer að telja 18. á topp baugfingurs, 19. á næsta lið, og svo framvegis, þá lendir sá 25. á topp litlafingurs“. anna, og ennfremur lítil fögur bók, sem heitir FÓSTUR- LANDSINS FREYJA. Eru það kvæði eftir konur, sem Guð- mundur heitinn Finnbogason bjó undir prentun. Bókaverzlun ísafoldar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.