Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1946, Blaðsíða 1

Fálkinn - 03.05.1946, Blaðsíða 1
16 síður. UTANFARARKOR SAMBANDS ISLENZKRA KARLAKÓRA IJrvalskór, skipaður mönnum úr karlakórnum Geysi á Akureyri og karlakórnum Fóstbræðrum, mun leggja af stað i söng- för til Norðurlanda þann 6. þ. m. Fyrst er ferðinni heitið til Kaupmannahafnar, en þar verður konsert haldinn í samkomu- sal Oddfellowhallarinnar þann íh. maí. Frá Höfn verður svo haldið til Svíþjóðar og sungið i Stokkhólmi þann 17., þaðan svo áfram til Finnlands og sungið í Ábo þann 22., en seinasti áfanginn verður Osló, þar sem konsert verður að líkindum haldinn þann 27. maí. — Rögnvaldur Sigurjónsson, píanóleikari, verður með í förinni og mun hann leika einleik á konsertun- um auk þess sem hann annast undirleik. — Söngstjórar verða þeir Jón Halldórsson og Ingimundur Árnason. Fararstjórn skipa: Jóhann Sæmundsson, yfirlæknir; Ágúst Bjarnason, séra Garðar Þorsteinsson og Sigurður Waage. Karlakórasambönd- in í þeim löndum, sem heimsótt verða, munu taka á móti kórnum óg annast undirbúning konsertanna. Þarf ekki að efasl um að þessi söngför verður kórnum og öllum íslendingum til hins mesta sóma; jafnframt því sem hún mun treysta þau bönd vináttu og einlægs bræðraþels, er ávalt hljóta að einkenna sambúð frændþjóðanna á Norðurlöndum. — Reykvikingum gefst tækifæri til að kynnast þessum kór á konsertum, sem hann heldur í Gamla Bíó þessa dagana. — Myndin er af öll- um þátttakendum fararirnar og er hún tekin af Vigfúsi Sigurgeirssyni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.