Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1946, Blaðsíða 3

Fálkinn - 31.05.1946, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kcmur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprenf SKRADDARAÞANKAR Það er sjaldan minnst á búnað- arframfarir á íslandi. Þvert á móti er talað um búskapinn sem lands- ómaga, sem rikið þyrfti að gefa með og sem eigi einna mestan þáttinn i því að auka dýrtiðina. Sumir taka svo djúpt í árinni, að þeir segja best að leggja landbúnaðinn niður — afurðir lians fáist keyptar að fyrir miklu lægra verð og þjóðin geti liæglega lifað sem tómthúsmað- ur og flutt inn þurrmjólk. Hinu veita menn síður atliygli, að landbúnaðurinn er i millibils- ástandi. Á þessari öld hefir loks verið byrjað að framkvæma nokkuö af því, sem forsómað liefði verið í allar aldir, meðan búskapurinn var látinn lijara á rányrkju. íslend- ingar hafa frá öndverðu talið sig landbúnaðarþjóð, en enga bændur liggur jafn lítið eftir frá tímabil- inu 900 til 1900 eins og þá íslensku. Plógurinn, undirstaða allrar jarð- yrkju gleymdist. Og þarf ekki frekar vitna við. Nú er verið að bæta fyrir þessar stórsyndir. En einmitt samtímis þvi verður verkafólkseklan meiri en hún liefir nokkmnitima verið i sveitu ndandsins. Fólkinu fækkar. En samt aukast framkvæmdirnar. Á fyrsta þriðjungi aklarinnar tvö- faldast töðufengurinn á landinu, án þess að útheyskapurinn rýrist, ketframleiðslan vex um 170%, mjólk urframleiðslan um 85%, ullarfram- leiðslan um 69% og kartöflur og grænmeti um 180%. Þetta eru tölur sem tala. En samt framleiðir landið ekki nóg til eigin þarfa af kartöfl- um og smjöri. Nú er verið að flytja inn meira af stórmerkum landbúnaðarvélum en nokkurntíma hefir verið gert i sögu landsins, og það er fullvíst, að á öðrum þriðjungi aldarinnar tvöfaldaðist ræktun landsins frá því, sein nú er. Ræklunarskilyrði eru óþrjótandi og það verður hagbeit- in, sem á sínum tíma kemur til að takmarka fjölgun búpenings nema hagrækt verði tekin upp og útbeit- argróður aulcinn með sandgræðslu og öðru þvílíku. Þegar meðalbú hef- ir fengið tíu hektara ræktaðs lands í stað fimm, verður öðruvísi um- horfs í sveitunum en nú. Þá verð- ur enginn grænmetisirinflutningur heldur útflutningur frá gróðurhús- unum. Og búin verða sá landstólpi, sem þau eiga að vera. DE F0NTENAY SENDIHERRA DANA Á ÍS- LANDI FER TIL TYRKLANDS Hann kvaðst alltaf liafa vitað að við- skifti þjóðar hans og íslendinga myndu enda á þann liátt sem raun varð á og óskaði hann íslendingum allrar blessunar í framtíðinni. Sendiherrafrúin kvaðsl ekki geta sætt sig við jjað að hún væri að flytja héðan fyrir fullt og allt.enda væri hún liér borin og barnfædd. Bað liún alla þá íslendinga sem kæmu til Ankara að ganga ekki framhjá dyrum þeirra hjóna. Islendingar munu sem einn maður óska sendiherrahjónunum til ham- ingju i hinu nýja starfi þeirra og að þau megi i því jóta alls hins besta. De Fontenay, sem verið liefir sendiherra Dana hér á landi i 22 ár, hefir verið gerður sendiherra Dana í Ankara, Tyrklandi. Fór sendiherrann og Guðrún kona hans alfarin héðan af landi síðastliðinn föstudag. Munu þau hjónin hafa skamma viðdvöl í Danmörku og fara fljótlega til Ankara. De Fontenay hefir á þessum 22 árum, sem liann liefir starfað hér aflað sér ákaflega mikilla vinsælda meðal allra stétta. Hann er hámennt- aður maður og sameinar á glæsi- legan hátt framkomu hins menntaða manns og alþýðlegt viðmót við hvern sem er að slíks eru fá dæmi. Síðastliðinn fimmtudag liéldu 140 vinir og kunningjar sendiherrahjón- anna þeim skilnaðarsamsæti í Sjáll'- stæðishúsinu. Stjórnaði Vilhjálmur Þ. Gíslason, form. Dansk-íslenska félagsins hófinu og mælti hann fyr- ir minni þeirra. Sagði hann meðal annars að sendiherrann hefði kynnst íslandi og ísleridinguin, menningu okkar, tungu og mókmenntum, betur en nokkur erlendur maður, sem hér hefði dvalið. Ritgerðir lians um Jónas Hallgrímsson, um Araba og íslendinga, hafa varpað nýju ljósi yfir viðfangsefnin. Hann hefði ekki aðeins starfað hér sem diplomat, lieldur og sem fjölfróður og fjöl- menntaður lærdómsmaður. Þá mælti Vilhjálmur og nokkur orð til sendi- lierrafrúarinnar, sem hefir stjórnað sendiherraheimilinu með miklum virðuleik. 0. Kornerup-Hansen formaður Danska félagsins liér mælti þá nokk- ur orð til sendilierrahjónanna og bar þeim kveðjur og árnaðaróskir lelags síns. Sendiherrann tók því næst til máls. Ivvaðst hann hafr lifað liér blómaskeið æfi sinnar < g ætti því héðan aðeins bjartar og góðar minningar. Hann kvaðst ætíð hafa reynt að rækja sendiherra- starf sil með þeim hætti að bera velvildar og sáttaorð milli þjóðanna. Aldaratmæli Menntaskólans í Reykjavik Á þessu ári er Menntaskólinn i Reykjavík 100 ára gamall, Verður afmælisins minnst með hátíðahöld- inn 16. júni þegar 100. skólaárinu lýkur og eins í haust, þegar 100 ár eru liðin síðan hann tók til starfa. Eins og kunnugt er voru boðaðir fulltrúar frá öllum stúdentaárgöng- um á fund í vetur til þess að ræða undirbúning hátiðahalda í tilefni af 100 ára afmæli Menntaskólans. Árangur þessa fundar var sá, að kosnar voru tvær nefndir. Skyldi önnur annast fjársöfnun liana Bræðrasjóði, einkum meðal stúdenta og annarra nemenda skólans, og ennfremur undirbúa stofnun nem- edasambands á þessu merkisafmæli hans. Hin nefndin átti liinsvegar að undirbúa sjálf hátiðaliöldin af hálfu stúdenta, og verða þau hinn 16. júní, er 100. starfári skólans lýkur og 100. stúdentaárgangurinn útskrif- ast. — í haust, hinn 1. október, mun skólinn sjálfur liins vegar efna til hátiðalialda, því að þá veröa liðin 100 ár frá því, er hann tók til starfa hér í bænum. Eru þau hátiðahöld fyrirhuguð með nokkru öðru sniði en þessi og verða vænl- anlega að mestu innan húss. Nefndirnar báðar hófust þegar handa, livor á sínu sviði, og hefir þeim orðið vel ágengt. Hátíðanefndin hefir nú i stórum dráttum ákveðið tilhögun hálíða- haldanna í vor. Upphaflega var gert ráð fyrir því, að þau yrðu 17. júní, en af ýmsum ástæðum þótti þó hentugra að hafa þau 16. júní. Dag- skráin er fyrirhuguð á þessa leið: Framli. á bls. Í4. Pálrni Hannesson, rektor.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.