Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1946, Blaðsíða 4

Fálkinn - 31.05.1946, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Ódáðahraun og Ólafur Jónsson Einhver gamansamur maÖur á Akureyri var spurður af aðkomu- manni, hvort liœgt mundi að liitta <)laf Jónsson framkvæmdarstjóra heima í Ræktunarstöðinni „Jc, farðu þangað, en ef þú sérð ekki hey úti þá er hann í Ódáðahrauni. Hann hefir í seli þar.“ Nú hefir Ólafur játað jjetta. 1 sögulok liins mikla rits, sem hann gaf út um Ódáðaliraun i liaust er ieið, játar hann að hafa i'arið tutt- ugu ferðik í Ódáðahraun á síðast- liðnum tólf árum, og slumium þriár á sumri. Hann hefir labbað þar yfir 2000 kílómetra á 84 dögtnn og gist þar jafnmargar nætur, oftast nær í tjaldi. Enginn nntn hafa l'arið jafnvíða um þetta hraunlijarn og hann, nema fuglar loitsins, og enginn átt þar fleiri nælur nema útileguþjófar. En Ólafur lielir ekki eingöngu notað hesta postulanna í þessum ferðum, hann hefir iika farið ríðandi og cinu sinni barst sú furðulega frétt uð hann iiel'ði fundið bilfæra leið suður i Herðu- breiðarlindir. Hefir hún verið farin nokkrum sinnum síðtir. Það hefir meira að segja verið klöngrast á bifreið alla leið suður undir Dyngiu- jökul! Nú er árangurinn af þessum ferð- um Ólafs sýnilegur þar sem er hið myndarlega þriggja binda rit hans, „ödáðahraun“, sem Bókaútgáfan ólafur og Gunnbjörn i fullum skrúða. Norðri gaf út í haust. Er þetta stærsta landfræðiritið, sem gefið hefir verið út á íslensku síðan Bók- menntafélagið gaf út íslandslýsingu Þorvaldar Thoroddsen, um 1280 blaðsíður og fjallar ekki aðeins um Ódáðaliraun sjálft, heldur öll Mý- vatnsöræfin, eða um G000 ferkíló- metra svæði. Þarna er eigi aðeins landslýsing og landfræðisaga Ó- dáðahrauns og Mývatnsöræfa held- ur gersamlega nýjar rannsóknir og kenningar um uppruna þess og eldfjallasögu, ítarlegra yfirlit um ferðir i Ódáðabrauni en áður hefir verið samið, frásagnir af hrakninga- ferðum og útivistum fjárleitarmanna í Ódáðahraúni og loks ferðasögur höfundarins sjálfs frá árunum 1933 og 1937-’45. í fyrsta bindinu eru aðalkaflarn- ir tveir: Landslag í Ódáðahrauni og Saga Ódáðalirauns. Ölafur telur stærð Ódáðahrauns og Mývátnsöræfanna sunnan nýja vegarins frá Reykjaldíð austur að Jökulsá hjá Grímsstöðum 5600 fer- kin., en 6125 ferkm. ef Norðurfjöll og Reykjaheiði eru talin með. Aust- ur- og vesturmörkunum ráða Jökulsá Kreppa og Skjálfandafljót, svo að þau eru glögg, og að sunnan norð- urbrún Vatnajökuls og vatnaskil á Vonarskarði. Þetta landsvæði liefir í meðvitund almennings verið öm- urlegasti hlutinn og tröllslegasti af öllum óbyggðum íslands, bæði vegna eldsumbrotanna og vegna þess að menn vissu minna um það en t. d. Sprengisand, sem oftar var farinn. Þarna var ríki sauðaþjófa, trölla og galdramanna og þjóðtrúin fékk að njóta sín lengst hvað Ódáðahraun snerti, því að þar voru fæstir til frásagnar. Nú hefir lífið verið murk- að úr allri útilegumannatrú og þeir eru flúnir úr þjóðlífinu, en rústir eftir útlegumannakofa eru bæði í Herðubreiðar- og Hvanna- lindum til vitnisburðar um, að þar hafi menn hafst við, svo að trúin á útileguþjófa átti við rök að styðj- ast. Landfræðiyfirlitið er mjög ítar- legt, en til þess að hafa fullt gagn af fyrir norðan Herðubreið og til byggða á Suðurlandi. Þá eru rakt- ar óbyggðaferðir Skálholtsbiskupa er þeir fóru í vísitasiur til Aust- urlands á 16. og 17. öld, og getið hinnar sögufrægu Alþingisferðar Árna Oddssonar, úr Vopnafirði. Hefir hann farið frá Brú á Jökul- dal og vestur Vatnajökulsveg, að þvi er Ólafur hyggur. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að leita að leiðum yfir Ódáðahraun i lok 18. aldar, og er frægust ferð Péturs Brynjólfssonar 1794. Hann fór frá Brú á Jökuldal vestur með jökli alla leið vestur að Skjálfanda- fljóti og þaðan norður í Iíiðagil. Sveinn Pálsson kannaði umhverfi Snæfells og suður að jökli sama Gossprunga á Dyngjuhálsi, Trölladyngja í baksýn. Suðnrendi sprengigjárinnar í Kverkfjöllum. því verður að liafa uppdrátt til liliðsjónar. Fylgja tvö uppdráttar- blöð aftast í þessu bindi. Það sem maður einkum rekur augun í við lestur þessa kafla er hve gróður- inn er ömurlega lítill. Um Ódáða- hraun getur enginn ferðast með hesta nema hann flytji með sér hey, og víða er þar óþægilega langt á milli vatnsbóla. Flestir gróðrar- blettirnir eru svo fátæklegir að þeir bítast upp af nokkrum hestum ú einni nóttu. Herðubreiðarlindir og Hvannalindir eru vinjarnar í þess- ari miklu eyðimörk hraunstorku og sanda. í „Sögu Ódáðahrauns“ rekur höf- undur allar þær ferðii’, sem hann veit til að farnar hafi verið í Ó- dáðahraun frá öndverðu, og nokkru máli skifta. Gnúpa-Bárður ríður þar á vaðið er liann flytur bú- ferlum suður yfir Ódáðahraun og Vonarskarð, frá Lundarbrekku og að Núpum i Fljótshverfi, sem er ein- stæður fardagaflutningur í sögu landsins. Sámur á Eiríksskálum fer úr Hrafnkelsdal vestur yfir Jökulsá, sumar og hefir ritað um Vatna- jöklusvég, og Marteinn Þorgríms- son frá Garði komst alla leið suð- ur á Marteinsflæðu, norður af Von- arskarði um aldamótin 1800. Árið 1830 fara fimm Mývetningar i rannsóknarleiðangur suður i Ó- dáðahraun til þess að leita að úti- legumannabyggðum, og voru því vopnaðir. Þeir komust suður í Dyngjufjöll og sumir á Vaðöldu, en enga fundu þeir útilegumennina. Pétur frá Hákonarstöðum á Jökul- dal kannaði Vatnajökulsleið að til- lilutun Fjallavegafélags Bjarna Thor- arenssen og varð sá árangur merki- legastur af ferð hans, að hann fann Hvannalindir. Nú kemur Björn Gunnlaugsson lil sögunnar. Hann fer Vatnajökuls- veg austur í Múlasýslu 1838, lagði upp l'rá Stóra-Núpi og fór í Arn- arfell undir Hofsjökli, þaðan austur yfir Sprengisand og Trölladyngju og í Öskju, en þangað hafði eng- inn komið áður svo vitað sé. Loks að Jökulsá og suður með henni i Hvannalindir og að Brú og voru

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.