Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1946, Blaðsíða 12

Fálkinn - 31.05.1946, Blaðsíða 12
•12 FÁLKINN Övre Richter Frich: 3 Þöglu börnin frá Úral Fyrri hluti: Útlagarnir verunni. Og nú blasti nokkuö við, sem hon- um liafði verið lilíft við í mörg ár. Það var þá komið í tísku aftur að skjóta menn — aldrei var friður fyrir þessum skothvellum, ekki einu sinni hérna á þessum afskekkta stað. Mætti hinn heilagi Andreas,nafndýr- lingur hans, ráða þessu máli til betri vegar! En þessí heiðarlegi, gamli munkur má sin ekki mikils á vorri umróts og eitruðu öld. Áður en ferjumaðurinn hafði lokið við bæn sína liafði gesturinn teygt úr liandleggjun- um og tvær Mauser-skammbyssur voru farnar að smella. Og rifflar varðmannanna svöruðu. Þetta var liið venjulega samlal mann- kynsins um líf og dauða.. Gesturinn ldaut að vera frábær skytta. Á fáeinum sekúndum varð varpinn við ferjumannakofann að vígvelli. Og þegar skammljyssurnar og rifflarnir þögnuðu lágu fjórir menn þar í andaslitrunum. Hermennirnir höfðu fengið það sem þeim nægði. Skammbyssukúlur ókunna mannsins voru af stórri gerð og þær höfðu hitt hin viðkvæmustu líffæri varðmannanna með furðulegri nákvæmni. Skotin höfðu svo að segja öll hitt í mark. En ferðamaðurinn með ljósa hárið og skarpa, engilsaxneska andlitsfallið liafði líka barist sinni síðustu baráttu. Riffilkúla hafði íarið inn í heilann á lionum, rétt ofan við nasrótina. Nú lá liann á grúfu með útbreiddan faðminn, eins og stór, banaskotinn fugl. Það varð allt í einu svo ldjótt ó víg- vellinum. Aðeins hæg kvöldgolan heyrðist niða i kjarrinu, eins og angurblíður út- fararsöngur mannlífsins, sem hafði l’arið til spillis. Andreas gamli varð hrærður þarna sem hann stóð og var að nostra við gamla prammann sinn. Það var ekki beinlínis skot hríðin, sem hafði verkað á hann, hann hafði svo oft heyrt skothríð um æfina. En hinn aldurhnigni hermaður liafði upplifað svo mikið þarna á örfáum sekúndum. At- burðir úr þeirri veröld, sem lá hundruð mílna í burtu frá bæjardyrum hans, þyrmdu yfir hann með skyndilegum lcrafti. Hann var, þegar öllu var á botninn hvolft ekki annað en yfirgefinn varðmaður, ein- mana ferjumaður við yfirgefna valnaleið. Hann hafði fengið lieimsókn gesta, en þeir voru vopnaðir. Hann liafði þráð að heyra menn tala, en Iiann hafði ekki fengið að heyra annað en ólma skothríð. Andreas gamli lagði smíðatólin af sér og andvarpaði. Svo fór hann inn í skemmu sína og náði sér í skóflu. Hann vissi skyldu sína gagnvarl þeim sem lágu þarna í varp- anum, — lxvort sem þeir voru vinir lians eða fjandmenn. Og þegar öllu var á botn- inn hvolft var þetla einskonar félagsskapur fjögurra líka, sem ferjumaðurinn álti nú að flytja yfir hið svartasta allra fljóta. Nú álti að jarðselja og lesa bænir. Gamli maðurinn var sannkristinn að góðum og gömlum sið. Og svo varð það alls ekki fyrirlitleg tilbreyting að fást við prestleg' störf á fallegu vorkvöldi. En ferjumaðurinn gat nú samt ekki að því gert, að honum fannst það tilgangslaust að ungir og frískir menn skyldu vera að drepa hver annan einmitt um sama leyti, sem náttúran er að vakna til lifsins og kallar fólk til starfa. Hann gerði krossmark fyrir sér og tók skófluna, en hrökk allt í einu við og sleppli henni aftur, lafhræddur. Þarna var einhver að kveina, þetla líkt- ist mest gráti, — barnsgráti. Og þetta hljóð kom þaðan, sem líkin lágu. Það var farið að skyggja og vorfuglarnir voru hættir flugnaveiðum sínum. Sólin sökk liægt og liægt ofan í óendanlega slétt- una fyrir handan fljótið. Síðasti geislinn ruddi sér hraut milli furustofnanna, sem lyftu hreiðum krónunum yfir lágvaxið kjarrið á fljótsbakkanum. Og hinir gullnu kvöldgeislar vörpuðu bjarma á ofurlítið barn, sem var að reyna að komast upp úr bakpoka dauða ferðamannsins. Svo að þarna var þá kominn lifandi gest- ur í ferjuinannskofann, þrátt fyrir allt. Þetta var ofurlítil stúlka, þögull og alvar- legt barn. Andreas fékk aldrei að vita liver hún var, hún talaði mál, sem hann skildi ekki. Hún er útlendingur. En samt varð liún eins og sólargeisli i lífi hins fátæka, gamla manns. Farfuglinn. ELPAN var hætt að gráta. Hún drakk íeita geitamjólk og' borðaði hveitikök- ur, hún svaf á harða bekknum í eld- liúsinu. Þegar Andreas byrjaði sinn við- burðarlausa dag með því að signa sig fyrir framan dýrlingsmyndinni, fálmaði skjól- stæðingur hans eftir mynd, sem hún bar um hálsinn í mjórri festi úr hvitagulli. Andreas og telpan gátu ekki talað sam- an, en þess varð skannnt að biða að þau skildu hvort annað án þess að nota orð. Andreas kenndi henni að mjólka geiturnar, og liún fékk að læra óralagið á pramman- um. Hún tíndi ber i skóginum, en aldrei gat liún lært að slægja fiskinn. Litlu fing- urnir voru svo fíngerðir, neglurnar svo rósrauðar, hárið liðaðist svo létt og gullið niður á ennið. Hún hljóp svo kát um varp- ann þegar hún var að elta fiðrildin, og einn ilaginn heyrði Andreas hana ldæja. Hún grét aðeins á kvöldin, þegar hún var að strjúka gamla bakpokann bans föður sins. En ekki vildi hún segja frá neinu, eða kanske gat hún það ekki. Andreas liafði tekið alll til liandargagns, sem faðir hennar hafði látið eftir sig. Það var vasabók með rúbluseðlum, gullúr, átta- viti og svo skammbyssurnar ásamt miklu af slcotum. En í dótinu, sem hann fann í bakpokan- um var skjal, er olli Andreasi mikilla lieila- brota. Það var uppdráttur, sem saumaður var fastur við bakpokann, sem lá í botn- inum á pokanum. Andreas var gamall her- maður og vissi því livað herforingjaupp- dráttur var. Hann hafði líka verið í máhn- leit í Úralfjöllum einu sinni, og þá hafði hann orðið að nota uppdrátt og óttavita. En þessi uppdráttur var alls ekki aðgengi legur. Það gat hugsast að öll þessi rauðu og svörtu strik væru gerð til þess að hindra, að óviðkomandi menn gætu liaft gagn al' uppdrættinum. Á miðju blaðinu var teiknuð gul rós. Og Andreas var ekki vitlausari en svo að liann skildi, að þetta merki þarná í eyðilendum fjalla og frumskóga hlyti að tákna ein- hvern verðmætan stað. Gull, kopar eða ef til vill platinu. Öll saga Úralfjalla var full af uridur- samlegum frásögnum um leitina að dýrum máhnum. Og faðir telpunnar hafði máske verið einn þeirra, sem var langt að kominn til þess að leita að gullnum sjóðum i ó- kunnu landi. En Andreas gamli var alls ekki að hugsa um það. Leyndir fjórsjóðir og gleymdar námur liöfðu aldrei haldið vöku fyrir hon- um. Peningar voru orðnir ókunnugt liugtak. í meðvitund lians, og það var langt síðan að áhyggjurnar fyrir morgundeginum liöfðu óróað nætursvefn hans. En nú liafði hann eignast bæði innilega og varanlega gleði og alvarlega hluti til að hugsa um. Mikil ábyrgð hafði verið lögð honum á herðar, sem hann vissi ekki hvernig hann átti að fullnægja á sem rétl- astan liátt. Hvað vissi hann um barna- uppeldi eða hvað kenna skyldi lítilli telpu? En til allrar liamingju reyndist þetta ekki svo erfitt. Teljjan var einstaklega skvn- ug og efnileg og virtist vera af kjarngóðu fólki komin. Hún lá ekki á liði sínu og vann að öllu, sem fyrir kom í ferjumanns- húsinu. Hún hirti geiturnar, hjáípaði til með að taka upp kartöflurnar, sauð matinn og bjó um rúmin. Litlu, brúnu handlegg- irnir voru seigir og sinaberir, og hún vann af kappi og hafði gaman af, — þess á milli lék hún sér og reri á prammanum. Stundum hafði ferjumaðurinn það til að hrökkva upp um miðja nótt, með kaldan svitann á enninu. Honum fannst hann heyra fótatak fyrir utan, þungt fótatak og gaurslegar raddir. Þá þreif hann byssuna sina og starði úl í myrkrið. Hann vissi að einhvern daginn mundu þeir koma, félag- ar þeirra, sem lágu grafnir i eyrinni við fljótið, og spyrja livað hefði orðið af her- mönnunum þremur. Kanske yrði hann sak- aður um að liafa drepið þá, og þá vei honum og lelpulmokkanum! En vikurnar liðu, vorið var að verða að sumri, þegar ferjumaðurinn heyrði skröll- ið í vélbát einn morguninn. ískaldur ótti greip hann. 1 mesta ofboði tróð hann öllu dóti telpunnar í bakpokann, fyllti hann með brauði og sméri og öðrum mat sem

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.