Fálkinn - 31.05.1946, Blaðsíða 14
14
FÁLKINN
ALDARAFMÆLI
MENNTASKÓLANS.
Framhald af Lils. 3.
Hátíðin hefst með athöfn, sem fram
fer í hátíðasal skólans, er skólanum
verður sagt upp og hinir nýju stúd-
entar útskrifast. Munu þá væntan-
lega hinir eldri stúdentar, 50 ára,
40 ára og' 25 ára, flytja ávörp, eins
og venja er til. Hátölurum verður
komið fyrir víðsvegar í skólanum,
svo að stúdentar geti ldýtt á það,
sem fram fer. Auk þess verður at-
höfninni væntanlega útvarpað. Að
þessari athöfn lokinni, hefst skrúð-
ganga stúdenta með lúðrasveit í
fararbroddi, og er ætlast til þess
að hver árgangur verði sér og beri
merki með stúdentsártali sínu. -
Verður gengið um bæinn og upp í
kirkjugarð að leiði Sveinbjarnar
Egilssonar, fyrsta rektors skólans
hér. Þar verður lagður blómsveigur
og Siguður Nordal, prófessor, num
lialda ræðu. Enfremur mun stúdenta
kór syngja. Þessi kór er skipaður
stúdentum frá allmörgum árgöngum,
og er nú verið að æfa hann. Skrúð-
gangan leggur svo leið sína til baka
að Menntaskólanum og verður lienni
slitið þar með ræðuhöldum og söng.
Um kvöldið kl. 7 liefst svo borð-
hald í stærstu veislusölum bæjarins
og verða þar fluttar ræður og
kórinn mun syngja. Hátalarar verða
hafðir milli staðanna. Mun þar
verða sama fyrirkonmlag og fyrr um
daginn, að stúdentar frá sama ár-
gangi haldi hópinn og skemmti sér
samön. Verða árgangarnir látnir
draga um staði þá, sem þeir fá við
borðhaldið.
Eftir borðhaldið er sv öllum þátt-
takendum frjálst að ferðast á milli
staðanna gegn því að sýna aðgangs-
kort. Ennfremur mun Mennlaskól-
inn verða opinn þeim, og veitingar
hafðar þar. Skólinn og lóð hans
munu verða skreytt eftir föngum
þennan dag og vandað í hvívetna
til undirbúnings hátíðarinnar.
Vegna óvissu um þátttöku verður
byrjað að selja aðgöngumiða að liá-
tíðahöldunum 5. júní. Stendur sala
þeirra yfir til 10. júní. Þeir stúd-
entar, sem ekki hafa annaðhvort
keypt miða eða tilkynnl þátttöku
sína fyrir þann tíma eiga á liættu
ina hinn 16. Miðar verða seldir í
að komast ekki á kvöldskemmtun-
skrifstofu nefndarinnar í íþöku dag-
ana 1. —10. júní, og verður þar
ennfremur tekið á móti tilkynning-
um um þátttöku.
Stúdentar, sem eigi búa í bænum
og ætla að sækja hátíðina, eru hvatt-
ir lil að senda tilkynningu um þátt-
töku fyrir 10. júní.
Sími skrifstofunnar er 6999, og
verður hún opin áðurnefnda daga
kl. 5-7 (nema sunnudaga).
Er það eindregin ósk nefndar-
innar, að sem flestir stúdentar út-
skrifaðir frá skólanum heiðri liann
með nærveru sinni á þessari merkis-
liátíð hans.
ÓDÁÐAHRAUN OG
Framhald af bls. 5.
lega ferðasögur og er ferðavanur;
má margt læra af því, sem liann
segir um klæðnað og nesti á ferða-
lögum. Og hann er athugull og kann
að segja frá þvi, sem fyrir augun
ber. Hann hefir farið yfir Ódáða-
hraun á sjö leiðum og þekkir það
eins og smali Iieimalandið sitt.
Það er þvi eigi fátt, sem af Ólafi
má læra, við ífarlegan lestur jjessa
mikla rits. Þar kemur eigi aðeins
til dyranna ailt það, sem liöf. hefir
kannað með eigin sjón, heldur er
þarna dregið saman allt það, sem
um efnið hefir verið skráð, svo að
höf. sé kunnugt um. Ritið hefir
kostað afarmikinn lestur bóka, blaða
og handrita, enda er það svo ítar-
leg lýsing á fyrrum ókunnasta liluta
landsins, að nú mun ekki finnast
jafn ítarlegar lýsingar á neinu hér-
aði á íslandi.
í bókinni eru nær 300 myndir,
flestar mjög góðar; sumar eru af
mönnum, sem koma við sögu en
flestar eru landlagsmyndir af merk-
ustu stöðum og jarðmyndunum.
Einnig er talsvert af teikningum
eftir höf. — einkum af gígum i
dyngjunum. Þá eru og tveir upp-
drættir með fyrsta bindinu.
Hefir þetta mikla rit fengið þann
búning, sem því er samboðinn. Frá-
gangurinn er sérlega vandaður og
bókin falleg.
Það hefði einhverntíma þótt lygi-
legt að liægt væri að koma út á
íslensku svona fræðiriti, án þess
að opinber aðili stæði að baki.
Bókmenntafélagið og Fræðafélagið
voru mörg ár að koma út ritum
Þorvalds Thoroddsen, Ferðabók
Eggerts og Bjarna beið liátt á aðra
öld eftir því að koma út á íslensku
og dagbækur Sveins Pálssonar nærri
þvi eins lengi eftir því að komast
fyrir almeningssjónir. En nú ráð-
ast einstök útgáfufyrirtæki í að
korna þessu út styrklaust, og Norðri
sendir öll bindin af Ódáðahrauni út
í einu lagi. Það er vel af sér vikið
og vottur þess að íslendingurinn
muni enn kunna að meta bókina,
lika þá, sem flytur fræðslu um
landið sjáíft, undur þess og sér-
kenni. Höfndur og útgefandi hafa
leyst stórmerkilegt verk af hendi
með „Ódáðahrauni“, og ritið mun
um langan aldur skipa heiðurssess
á þingi íslenskra fræðirita.
SÉRA NIEMÖLLER prédíkar aftur.
Ilinn kunni þýski klerkur, Martin
Niemöller, var kafbátsforingi í fyrri
heimsstyrjöldinni, en i þeirri seinni
settu nasistar hann í fungabúöir
vegna baráttn lians fyrir trúarbrögð-
unum. Nú er hann enn á ný tekinn
að prédika í gömJu kirkjunni sinni
í Dalhem í Beriín. Hér sést Nie-
möller ávarpa söfnuðinn.
Ásmundur Ásgeirsson og B. H. Wood reyna sig.
Brezkur skákmeistari
í heimsökn hér á landi
í byrjun þessa mánaðar kom'
til landsins á vegum Skáksambands
íslands, breski skákmeistarinn B.
H. Wood. Dvaldi hann hér um hálfs-
mánaðar skeið og efldi fjöltefli
bæði hér í Reykjavík og á Akur-
eyri. Einnig háði liann tveggja skáka
einvígi við Skákmeistara íslands,
Ásmund Ásgeirsson, sem lauk þann-
ig að þeir skildu jafnir og unnu
sína skákina hvor. Fjöltefli þau er
liann tefldi hér voru honum mjög
óhagstæð, miðað við hans venju-
lega árangur í Bretlandi, en þar
hefir hann haft allt að 85- 90%«
vinninga í slíkum keppnum.
Fyrsta keppnin var háð á tíu
borðum (samtímis klukkuskákir) og
tefldu þá landsliðs- og meistara-
flokksmenn. Úrslit urðu þau að
Wood tapaði 7 skákum og gerði
þrjú jafntefli — IV2 — 8V2 = 15%.
Næsta keppni, sem liáð var á 20
borðum, tefldu þá meistarar og 1.
flokksmenn. Lauk þeirri viðureign
þannig að Wood vann 8 tapaði 7
og gerði 5 jafntefli — 10% — 9%
= 52,5%. Þriðju keppnina háði
hann á Akureyri við 6 meistara-
flokksmenn. Teflt var með klukkum.
Tapaði Wood 4 skákum en gerði
2 jafntefli — 1 — 5 = 16,67 %>.
Fjórðu og siðustu keppnina liáði
liann á Akureyri við 20 meistara og
I. flokks menn. Vann Wood þá 11%
— 8% = 57,5%. Meðaltal frá þess-
um keppnum er því 35,42% sem er
vissulega íslenskum skákmönnum
mjög góður vitnishurður og sýnir
það tvímælalaust að skákstyrkleik-
inn meðal íslenskra skákmanna er
í örum vexti, einnig sannar hin
mikla keppendatala og fjöldi áhorf-
enda að skáklistin hefir mjög á-
þreifanltga fest rætur hér á landi
og miðar áfram á þeirri þróunar-
braut.
Mr. Baruch Harold Wood, er tal-
in vera einn af sex snjöllustu skák-
meisturum Breta. Hann byrjaði að
tefla skák er hann var 17 ára, var
lítt áberandi framan af en hefir
sérstaklega nú á tveimur síðustu
árum vaxið mjög ásmegin og braut-
argengi. Enda er honum fátt óvið-
komandi er að skákmálum lítur.
Hann er ritstjóri og eigandi hreslca
skáktímaritsins ,,CHESS“ og hefir
þar að auki samið skákfræðibók
„Easy Guide to Chess“.
Mr. Wood er 36 ára að aldri,
efnafræðingur að atvinnu, talar
frönsku , þýsku, spönsku, hollensku
og rússesku. Þegar þess er jafnframt
gætt að hann er giftur og á 4 börn,
virðist svo sem hann hafi verið
verkadrjúgur það sem af er æf-
inni.
Óti Valdimarsson.
Rafvélaverkstæði
Halfdórs Ólafssonar
Njálsgötu 112 — Sfmi ^4775
Framkvæmir:
Allar viögerðir á rafmagns-
vélum og tækjum.
Rafmagnslagnir í verksm.
og hús.