Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1946, Side 4

Fálkinn - 14.06.1946, Side 4
4 FÁLKINN Vars j á lif ir Höfuðborg Póllands var fyrsta borgin, sem Þjóð- verjar eyðilögðu í heimsstyrjöldinni, og sú höfuð- borg, ssm verst er leikin — að undanskilinni Berlín. I eftirfarandi grein segir danskur hagfræðingur, Erik Mortensen frá borginni í dag. Pólskar hevsveitir koma til Varsjá Við látum í loft frá flugvell- inum í Bromma við Stokkhólm og ákvörðunarstaðurinn er höf- uðborg Póllands. Tveimur tím- um eftir burtförina fer að móta fyrir hinúm mjóu nesjum bins fyrrverandi Austur-Prússlands, og hinar einkennilegu gjár Kur- ischer og Frisclies Haffs koma í ljós, eins og við munum þær af landabréfunum. Við komum yfir land vestanvert við Königs- berg. Nú sjáum við gereyddan bæ, sem skugginn af flugvélinni sveimar yfir. Það er Pillau. Sænskur verkfræðingur hefir reynt að fá flugmanninn til að fara miklu vestar, svo að við færum yfir Gdynia-zoopot-Dan- zig. Það fæst ekki. Rússnesku hernaðaryfirvöldin liafa sagt fyrir um flugleiðina. En okkur er lofað því að við skulum fá að sjá rústirnar af Danzig og Gdynia á lieimleiðinni, þar sem herskipið „Gneisenau“ liggur þversum á hafsbotni í miðri inn- siglingunni til hafnarborgar Póllands. Það verður bara að tiltaka leiðina fyrirfram. Hæðarmælirinn segir að við séum 2000 metrum ofar jörðu, og landið undir okkur fer að verða greinilegra. Sundurskotin bús, skotgrafir í krákustíg, - sprengjugígar og sprengikúlu- liolur blasa hvarvetna við. Og við förum að greina för eftir skriðdreka á plægðum ökrún- um. Stór skógarflæmi brunnin, pg 1 stáð grænna barrtrjáa standa sviðnir viðarbolir upp úr jörðinni. Við gleypum þetta með augunum og ræðum okkar á milli um það, sem við sjáum. Þarna má þó líka sjá merki mannlegs starfs innan um alla eyðilegginguna. Víða hafa akr- arnir verið slegnir, milli skot- grafanna og kringum sprengju- grófirnar, og sumstaðar er fén- aður á beit á stangli. Eftir þriggja tíma flug sjá- um við Vislu-bugðuna framund- an okkar. Landspjöllin verða greinilegri og bera því vitni hve hatramlega hefir verið barist við brúarsporðana við fljótið. Allt í einu þagna allir. Við sjáum rúst við rúst á margra ferkílómetra svæði, og allar sprengdu brýrnar taka af öll tvímæli um hvarvið séum. Þetta eru leifarnar af Varsjá. Augnabliki siðar sigum við í stórum boga niður að flug- vellinum. Alll í kringum liann eru hrannir af undnu, brunnu járnarusli úr eyðilögðum flug- vélaskálum, og á lendingarbraut unum eru dökkir, kringlóttir blettir í ljósu sementinu, spr- engjugrófir, sem fylltar bafa verið. Þet^a eru myndir íVá komu Þjóðverjanna í september 1939 og burtför þeirra vorið 1945. í lendingunni rennum við framhjá langri röð rússneskra orustuflugvéla, finnum er hjól- in snerla brautina og nemum staðar við vallarbrúnina, þar sem bifreiðarnar bíða. Nokkr- um mínútum siðar ökum við inn í rústaborgina. Það er krökt af fólki á aðalgötunni inn lil miðborgarinnar. Það sem okkur sýndist úr loftinn vera brunn- in borg og dauð, er þegar til á að taka bústaður mörg liundruð þúsund manna. Hvaðan þeir lcoma og livert þeir fara, núna })egar tekur að skyggja, getur engin gert sér í liugarlund. En það hefir verið hátið í dag. Ilverfið fyrirofan Hótel Polo- nia hefir bjargast furðanlega. Þar höfðu Þjóðverjar bækistöð, og þegar þeir urðu að hörfa þaðan í snatri i vor, brásl þeim í óðagotinu sú bogalist, sem þeir hafa að jafnaði leikið á undan- haldi sínu, að brenna allt og sprengja. Ur gistihúsglugganum út að Aleja Jerozolimska sést liins- vegar ekkerl nema eyðilegging. Það er eins og markalína fyrir eyðileggingunni hafi verið dreg- in með réttskeið meðfram gisti- IÍÚSSNESK BÓMULL. — Sovét fíúss- land er sjálfu sér nócj á flestum sviðum. Þar er mikið ræktaö af bónuill. A myndinni sést ung stúlka á bómullarakri í ráðstjórnarlýðveld- inu Uzbehistan. KOL. — l'áar vörur eru nú eftir- sóttari en kol. Allt er því gert til að auka framleiðsluna og lagfæra þœr námur sem eyðilögðust í strið- inu. Þessi mynd er af kolanámu- nmnni frá Norður-Fralcklandi, erfið vinna hefir sett á hann sín merki. húsinu, aðeins skrefbreidd frá bækistöð þýsku foringjanna. —' Járnbrautarstöðina miklu fyrir handan götuna, sem lifað hafði af striðið og ójgnarkúgunina, tóku Þjóðverjarnir með sér í fallinu. Hið háa turnldið, í funk isstíl, stendur enn, en er snúið eins og roð í hund. Allt liitl er ein flækja af bitum og stoðum úr járni og sláli, svo undið og skæll að ómögulegt er að sjá hvernig lögun á því hefir verið i öndverðu. Það virðast veí'a öfugmæli, að Pólverjar vilji flytja inn brotajárn handa smiðj um sínum til að bræða. Þarna eru þúsundir smálesta al' því, i haugum meðfram götunum. En það eru bara engin tök á að flytja það í stálverksmiðj- urnar. Húsveggir sem í fjarska virt- ust vera nokkurnveginn óskadd- aðir, reynast þegar nær er kom- ið ekki annað en rifin fortjöld með grjóthrúgum á bak við eða beinagrindur brunninna bygg- inga. Gangi maður norður á bóginn inn í binn sögulega kjarna borgarinnar kringum böllina, að St. Jóbannesar-dóm- kirkjunni, ráðhúsinu og hinum fögru gömlu kaupmannahöll- um, sem einu sinni voru sést ekkert nema eyðilegging. Höllin og mikill hluti gömlu horgar- innar eyðilagðist að mestu í innrásinni ’39 og i uppreisninni í ágúst og september 1911 vai' livert búsið og gatan sprengt í loft upp eftir annað, en fólkið var drepið, hvort sem það gafsl upp eða ekki. Það bcfir aldrei verið reynl að leyna þessum hryðjuverkum. Þvert á móti var fólkinu í öðr- um hernámslöndum skýrt ræki- lega frá þeim og hinni skefja- lausu úlrýmingaraðferð, svo að það gæti látið meðferðina á Pól- verjum sér að kenningu verða. Þó hafa hinir kaldrifjuðu SS-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.