Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1946, Page 5

Fálkinn - 14.06.1946, Page 5
FÁLKINN 5 blaðamenn naumast getað vak- ið þá hryllingu með skrifum sínum, sem maður verður fyrir við að liorfa á þessa brunnu borg. Hér hafa logar vítis brunnið. Annars varð maður þess á- skynja af lýsingum þýsku lier- fréttaritaranna að þegar upp- reisnin var brotin á bak aftur í september 1944, befði öll Yar- sjá verið lögð í rúst. Þetta var ekki rétt. Hinsvegar gerði hinn illræmdi SS- og lögregluliers- höfðingi Geibel það sem í hans valdi stóð til þess að láta stað- reyndirnar verða í sem bestu samræmi við lýsingarnar. í des. 1944 sprengdi hann það sem eftir var af höllinni í lofl upp, og um sama leyti voru sprengjur settar í dómkirkjukjallarann og hún látin fljúga í loft upp. Nú standa eftir l)rot úr veggjunum með gotneslcum bogagluggum, og gnæfa yfir liauga af múrstein og brotnum súlum. Utanríkis- ráðuneytið, hin svonefnda Bru- hlshöll, og Saxahöllin, sem áð- ur var aðsetur herforingjaráðs- ins, voru líka sprengd upp um jólin i fyrra. Þegar utanríkis- ráðuneytið var sprengt, var svo vel vandað til verksins, að hall- arhliðin, með frægum listaverk- um í rokokostíl, voru sprengd sérstaklega. Það ern fleiri villi- æðisdæmi en þetta i kverinu, sem listasafnið í Varsjá hefir gefið út í tilefni af sýningunni „Varsjá ákærir“, sem haldin var á síðasta ári. Það voru ekki aðeins sögu- legar byggingar, söfn, bókasöfn og listasöfn, sem fengu að kenna á viðleitni Þjóðverja á því að eyðileggja öll menningarverð- mæti Póllands. Minnismerki og listaverk í opinberum skemmti- görðum og á torgum fengu sömu útreiðina. Hið lieimsfræga líkn- eski Bertels Thorvaldsens af Josepli fursta Poniatowski, sem stóð á Saxalorgi, var sprengt í loft upp 16. des. 1944. Þó liafði svolátandi áskrift verið sett á stallinn mánuði áður: „Spreng- ist ekki!“ Standmynd Thorvald- sens af Kopernikusi eyðilagð- ist í uppreisninni um sumarið og er horfin. Líklega hefir hún verið brædd upp. Mann furðar á að sjá allmarg- ar byggingar í hverfinu með- fram Vislufljóti. Stórskotahríð- in gegn Þjóðverjum, frá Rúss- um, er voru á austurbakkanum, hefir auðsjáanlega eldci verið nærri eins eyðileggjandi og sprenginga-r Þjóðverja. Göturn- ar í hinum eyddu bæjarhlutum eru líka svo óskemmdar að þær sýna, að það hafa hvorki verið fallbyssukúlur eða loftvarna- sprengjur, sem þjóðverjar not- uðu að jafnaði. Samkvæmt yfirliti því, sem gert hefir verið um skennnd- irnar í Varsjá, þeim hlutanum ?em stendur vestan við Vislu, hafa 56% af öllum húsum eyði- lagst, 18% er hægt að gera við, en 26% eru talin nokkurnvegin íbúðarhæf, en þó alls ekki ó- skennnd. Jafnvel í þeim hverf- um sem illa eru leikin, má sjá þvott hanga til þerris á 4. hæð i húsum, sem virðast alls ekki vera íbúðarhæf. Hvernig fólk hefir komist þarna upp skil ég ekki, og það er vafamál livort „ibúðin“ stenst vetrarstormana eða frostið, þar sem valn hefir sest í rifurnar. Það eru margir á hverri viku, sem bíða bana af því, að híbýlin hrynja yfir þá. Á hverjum degi taka nýjar verslanir til starfa i rústunum meðfram aðalgötunum. Þar er nokkrum fjölum raðað ofan í „búðina“. Þetta er látið nægja til bráðabirgða. En verra er að útvega fólkinu samastað. Það er liægara að setja á laggirnar verslun en mannabústað. Útborgin Praga á vinstri bakka Vislu er aðal íbúðar- hverfið. Þar er ej'ðileggingin rniklu minni en í borginni sjálfri. Aðeins 17% af húsun- um er gjöreytt. 10% er hægt að byggja upp aftur, en 73% getur fólk notast við sem bú- staði. Þetta er ný sönnun þess að það eru hryðjuverkasprengj- ingarnar en ekki stórskotahríð og loftsprengjur, sem mestu hafa valdið um eyðilegginguna i sjálfri Varsjá, vestan árinn- ar. En í Praga bjó einkum liið fátækara fólk, og bústaðirnir eru yfirleitt lélegir. Þrennt verð- ur að búa í sama berbergi, að meðaltali. Eftir venjulegum mælikvarða er langtum of margt fólk í Praga, og á göt- unum er krökt af fólki. Þarna voru sporvagnar farnir að ganga á ný seinniblutann í sumar. Þó er enn meiri umferð við hráðabirgða-trébrúna, sem setl hefir verið á Vislu, milli Var- sjár og Praga. Þar lendir öllu í bendu síðari liluta dags. Vagn- ar með grindhoruðum bikkjum þegabílar ota sér áfram, en fyrir, vörubílar og einstaka far- þúsundir tötraklædds fólks er að ganga heim til sín frá til- hreinsunarvinnunni í borgar- rústunum. Þegar ég var nýkom- inn út á brúna stöðvast um- ferðin. F’ólkið öskrar og æpir. Kvenlögregla blæs í blístrurn- ar og hermennirnir sem halda vörð á brúnni, skjóta af byss- unurn upp i loftið. Fólk hall- ar sér út yfir riðið á norður- brún brúarinnar. Og starir. Niðri í iðukastinu sjáum við kvenmannsaumingja, sem grip- ur krampataki um rekabút og æpir í dauðans angist. Langar sekúndur líða án þess að nokk- ur reyni að hjálpa. Svo sésl maður í rauðri sundskýlu á vesturbakkanum. Hann lileypur meðfram ánni, veður út í, en snýr aftur til lands og heldur áfram kapplilaupinu við straum inn, sem liefir borið konuna langan spöl. Fólkinu er skipað að lialda áfram og við sjáum ekki hvernig björguninni reið- ir af. Utar á brúnni liangir vöru bill útaf brúninni. Þar hefir slysið orðið. Líklega hafa fleiri hrokkið útaf brúnni þarna en konan. Það er komið fram yfir mið- nælti og við ökum heim á gisti- húsið eftir langan fund í versl- unarráðuneytinu. Það er umferð arbann eftir miðnætti, en við treystum því að stjórnarbílar fái að fara sina leið. Við brúna er okkur skipað að stansa. — Kornung lögreglustúlka með byssu um öxl kemur fram i birtuna frá bílljósunum og' veif- ar rauðu flaggi. Bílstjórinn sýn- Fyrsti togarinn ber nafn fyrsta landnámsmannsins. Vér íslendingar erum að endur- nýja skipastól okkar. Um 30 nýir togarar hafa veri'ð pantaðir og auk þess nokkur farþega og flutninga- skip. Verður gjörbreyting á skipa- stóli okkar þegar öll þessi skip eru komin, en það mun verða á árinu 1948, en fyrstu skipin munu koma í haust, togarar. Fyrir nokkrum dögum var hleypt af stokkunum i skotskri skipasmíða- stöð fyrsta íslenska togaranum. — Fellur þessi togari i hlut Reykja- víkurbæjar, en eins og kunnugt er verður þeim dreift nokkuð á helstu útgerðajrstöðvarnar. — Jón Axel Pétursson bæjarráðsmaður og kona hans Ástriður Einarsdóttir voru við- stödd er togaranum var hleypt af stokkunum. Var J. A. P. þar fyrir hönd borgarstjóra Reykjavíkur, en frú Ástríður gaf honum nafn fyrsta landnámsmannsins, fyrsta Reykvík- ingsins, Ingólfs Arnarsonar og hefir nafngjöfin mælst mjög vel fyrir lijá Reykvíkingum. Bæjarstjórn Reykja- vikur hefir ákveðið að gefa einstak- lingum kost á að ganga inn i kaup- samninga um togara þá, sem bærinn fær, að tveinnir undanskyldum, sem bærinn mun reka sjálfur að minsta kosti. — Fálkinn óskar Reykvíking- um til hamingju með hinn nýja togara, Ingólf Arnarson.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.