Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1946, Page 13

Fálkinn - 14.06.1946, Page 13
FÁLKINN 13 KROSSGATA NR. 590 Lárétt skýring: 1. Góður drykkur, 2. Bragðbætir, 10. gleðslcap, 12. óskemmda, 14. skekkja, 15. mótlæti, 17. rangt, 19. fornafn, 20. svíðingur, 23. rótlaus, 24. uppeldi, 20. skilja eftir, 27. bæj- arnafn þgf., 28. kaffibrauð, 30. að- greina, 31. misklíðar, 32. skemmtun 34. ástagyðja, 35. Þættir, 36. kæra, 38. visið, 40. fugl, 42. síld, 44. ull, 40. frjáls, 48. skollan, 49. löng leið, 51. ómögulegt, 52. hvatning, 53. forn- manns, 55. heybeðju, 56. rápa, 58. nálarauga, 59. hljóðs, 01. ber sig vel, 63. eyjarskeggja, 64. hundur, 65. ekki gagnsær. Lóðrétt skýring: 1. Bæjarnafn, 2. Forskeyti, 3. óða- got, 4. uppliafsstafir, 6. næði, 7. sögupersóna, 8. tóntegund, 9. á Þing- völlum, 10. stallur, 11. blóm, 13. skömmuð, 14. safi, 15. heimta, 16. jurt, 18. dapurlegt, 21. á fæti, 22. tónn, 25. skiftur, 27. áhald, 29. for- nafn, 31. kind, 33. forskeyti, 34. ómerkingar, 37. þunnir, 39. ættar- nafn, 41. ákafur, 43. dýr, 44. svæði, 45. ekka, 47. ætla sér, 49. lézt, 50. keyr, 53. grafa, 54. greiðsla, 60. bæj- arnafn þf., 62. tveir eins, 63. for- nafn. LAUSN Á KROSSG. NR. 589 Lárétt ráðning: 1. Áss, 4. haustar, 10. mók, 13. stál, 15. makir, 16. fala, 17. talast, 19. svilar, 21. Rask, 22. átt, 24. etur, 26. stilltastur, 28. Lot, 30. lak, 31. til, 33. E.S., 34. far, 36. æla, 38. SE, 39. kraumar, 40. spiilti, 41. ja, 42. mig, 44. ana, 45. an, 46. Amó, 48. ats, 50. óra, 51. felgujárnið, 54. Baku, 55. mór, 56. unun, 58. súruna, 60. smalar, 62. ætir, 63. tangi, 66. risi, 67. tað, 68. áttinni, 69. naf. Lóðrétt ráðning: 1. Ást, 2. star, 3. sálast, 5. amt, 6. UA, 7. skottan, 8. Ti, 9. ars, 10. malurt, 11. ólar, 12. kar, 14. last, 16. fitu, 18. skipamiðlun, 20. vettlingnum, 22. áll, 23. lak, 25. ólekjan, 27. hleinar, 29. Osram, 32. istar, 34. fum, 35. rag, 36. 52. ekur, 53. inar, 54. búta, 57. æpa, 37. ala, 43. stjórni, 47. ó- Nasa, 58. sæt, 59. att, 60. sin, 61. farið, 48. aum, 49. sár, 50. ódulin, rif, 64. at, 65. GN. landið lirjóstrugt, en liér voru heldur ekki neinir námugraftarmenn og veiðiþjófar, seni trufluðu daglega lífið og baráttu dýr- anna fyrir þvi að eignast hin einu sönnu verðmæti. Dýrin mundu eflaust hal’a fengið stuðn- ing i þessum hugleiðingum sínum hjá á- kveðnum manni, sem kallaði sig' Kipling. En bækur þessa fræga manns voru ekki lil í bókasafni frumskóganna, svo að dýrin urðu að kryfja málið til mergjar af eigin rammleik. En livað sem öðru leið þá var eitt víst: Það gerðist margt undarlegt í mýrinni. Ljósi málmfuglinn var svo að segja orðinn lif- andi. Börnin gáfu sér varla tíma til að sofa. Og Timothei smitaðist af þeim og varð fullur áliuga. Eskiviðurinn var fyrir löngu orðinn að loftskrúfu og kominn á sinn stað í vélinni. — Þetla hefði ég aldrei getað gert einn, sagði flugmaðurinn eitt sinn við Jegor er þeir sátu einir. Sergej er blátt áfram snill- ingur. Það er leitt að liann skuli ekki fá að starfa við betri skilyrði. Gamli klerkurinn fölnaði og' lagði aftur augun. Hann leit út eins og maður sem biður úrslitahöggs. En hann tók sig fljótlega á og revndi að brosa. Það er víst ekkert því til fyrirstöðu að þér getið tekið börnin með yður þegar þér eruð ferðbúinn, sagði hann lágt. Það ætla ég líka að gera, með yðar leyfi. Eg ætla að fara með þau til Jekater- inburg og síðan til Moskva. Og áður en mánuður er liðinn kem ég hingað aftur og flyt yður lil mannheima. Eg er nokkurs ráðandi í flugmálastjórninni, og ef þér lofið mér því, að skifta yður elcki af stjórn- málum, þá getið þér verið'eins óliultur í Moskva og á nokkrum öðrum stað. Treystið mér, félagi. Eg er lieiðarlegur maður, og Sovjet er betra en af er látið. Gamli einbúinn leit vandræðalega kring- um sig. Ári freistingarinnar hvislaði i eyru honum ýmsum fagurmælum og ginningum. Svo varð honum litið á úlfinn Taras, sem starði á hann án þess að depla augunum, úr uppáhaldsbæli sínu undir grenitrénu. Nei, sagði hann með óþarflega mikl- um ákafa, ég yfirgef ekki þennan skóg, sem hefir gefið mér bæði húsaskjól og vini. Hér hefi ég átt heima i fjölda ára og hér vil ég deyja með heiðri og sóma, þegar fylling timans kemur. Einmana eins og þegai- ég' kom hingað. En börnin eiga að fá sitt tækifæri. Mér er harmur að þvi að skilja við þau, en ég beygi mig fyrir lög- máli lífsins, hamingja þeirra er hamingja mín. Þegar veturinn nálgast íyæst munum við Taras skriða inn í hellinn okkar og lala um börnin okkar — og sá herra ,sem er vinur dýra og manna mun leiða okkur óliulta yfir svarta fljótið til ljóssins eilífa. Er það ekki, Taras? Úlfurinn opnaði ginið það var líkasl og' hann hvíslaði „amen“ við liinum alvar- legu orðum húsbónda síns. Timothei Jagiroff var alls ekki viðkvæm- ur maður að eðlisfari. Æskuár sín hafði liann lifað á landamærum lífs og dauða. En á þessu augnabliki fann hann hvernig tárin spruttu fram í bláum augunum, og hrærður faðmaði hann nú gestinn að sér og kyssti hann á ennið. — Félagi, hvíslaði hann hásum rómi, lát- um það ske sem þú óskar. Við kross þann sem þú berð á brjósti þér sver ég þér að gæta þessara barna, sem bjargað hafa lífi mínu. Eg hefi fengið heilagt hlutverk og dauðinn einn getur hindrað mig frá því að gera skyldu mína. Sergej og Ann-Marie reikuðu um eins og í svefni. Þau töluðu ekkert saman. En hæði lásu þau hvers annars hugsanir, eins og í opinni bók. Þau voru stödd á kross- götum æfi sinnar og gat ekki órað fyrir hve víðtækar afleiðingarnar gætu orðið. Stundum hafði Jegor gamli talað við þau um þjóðféiagið mikla, sem þau þekktu svo lítið og gátu ekki gert sér neina hugmynd um. Menning, siðir og stjórnmál var nokkuð sem þau alls ekki gátu gert sér grein fvrir hvað væri. Þau heyrðu talað um stórar horgir og iðn- hverfi með rjúkandi reykháfum og fall- hömrum, sem gengu fyrir óskiljanlegu afli, sem nefndist gufuafl. Timothei Jagirof hafði aukið ýmsu við þessar frásagnir og sagt börnunum ýms dæmi úr daglega lífinu í mannheimum, þar sem allt var á flevgiferð og allir þurftu að flýta sér. Það var alls ekki nein glansmynd, sem flugmaðurinn hafði dregið upp af siðmenn- ingunni, fyrir hinum forvitnu börnum. Hann dró engan dul á viðbjóð sinn á stjórn- hákunum, sem deiklu um yfiráðin yfir Rússlandi. En hinsvegar sagði hann að það væru merkilegir lilutir, sem væru að gerast í landinu, og að eygja mætti rnargt nýtt og fagurt bak við tjöld sorgarleiksins, sem en væri leikinn. Þessi undirhyggjulausi flugmaður hafði sinar eigin skoðanir, sem voru verulega frábrugðnar þeim boðorðum, er hrópuð voru með ógnandi rödd yfir landið frá harðstjórunum innan múranna í Kreml. Hérna gat „Tim“ lalað eins og honum hauð við að horfa. Það voru hvergi flug- menn eða njósnarar nærri, sem földust bak við trén i skóginum. Og án þess að vera sér þess meðvitandi sáði hann ýmsum hættulegum fræjum i hinar móttækilegu barnslundir, sem enn lil'ðu í skugga hins járnharða veruleika. En fyrir hvern dag sem leið þroskuðust draumarnir um hina ókunnu heima og þráin eftir að fá að sjá þá. Hugmyndaflug þeirra liafði aldrei fengið lausan tauminn hjá þeim áður, i daglegu striti þeirra fyrir lifinu. En nú var barið að dyrum tilfinn- inganæmra hjartna, og hið volduga afl,

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.