Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1946, Blaðsíða 14

Fálkinn - 14.06.1946, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Að ofan: . . Flugvélin ú flngvellinum i Reykjavík. Að neðan: Farþegar þeir, er konm með þessari fyrstu ferð. Þeir eru: Duníel Gislason, Mr. Stebbing, Guinnar Benjaminsson, Karl Guð- mundsson, Björn Björns- son, Tryggvi Ófeigsson og Aðalsteinn Jóhannsson. Ljósm.: Clausen. FLUGFÉLAG ÍSLANDS HEFUR MILLILANDAFLUG Glæsilegar framfarir eru í flug- máium okkar íslendinga um þessar mundir og má víst óefa'ö fullyrða að aldrei i sögu landsins hafi orð- ið eins miklar framfarir í samgöngu- málum landsins og nú á þessu vori. Þar er sami gróandinn og á öðrum sviðum í þjóðlífinu. .Bæði flugfélög- in liafa keypt nýjar flugvélar til flugs innanlands fyrst og fremst, en einnig til utanlandsferða. En stærsta nýjungin og sú síð- asta er það framtak Flugfélags ís- lands að taka upp fastar áætlunar- ferðir á leiðinni Reykjavík-Skot- land-Kaupmannahöfn. Hefir félagið samið við skoskt flugfélag „Scottish Aviation“ um leig'u á flugvélum til að annast þessar ferðir. Flugvélar þær sem fengnar hafa verið til þessara áætlunarferða eru fjögurra hreyfla Liberator flugvél, sem annast mun flugferðirnar miili íslands og Skotlands, og tekur hún 14 farjiega, auk farangurs og pósts, en frá Prestwik annast 21 farþega Douglasflugvél ferðirnar. Síðan mun 22 farjiega Liberatorflugvél annast ferðirnar milli Prestwick og Reykja- víkur. Það er talið mjög hentugt að leijgan fyrir þessar flugvélar er greidd í sterlingspundum en ekki dollurum. Var Jietta afráðið í sam- ráði við Viðskiftaráðið. Starfsemi Jjessi er í fullu samræmi við yfirlýsingar, sem hafa verið gefnar hér á landi svo og á flugmála- ráðstefnunum í Chicago og Dublin um ]>að að Flugfélag íslands ætli að starfrækja reglubundnar flugferð- ir milli íslands, Stóra-Bretlands og Norðurlanda. Hefir félagið lengi undanfarið unnið að framkvæmd þessara mála.' Þessar ferðir eru nú l>egar hafn- ar og hafa J>ær sem þegar hafa verið farnar, tekist með mestu prýöi. Á- kveðið er að haga ferðunum þann- ig: Flogið verður Jn'isvar í viku frá Reykjavík til Prestwik í Skotlandi og að tveimur ferðum verði haldið áfram frá Prestwik til Kaupmanna- hafnar. Síðan verður flogið sömu leið til baka. Fargjaldið frá Reykjavík til Skot- Jands er 7G0 krónur, en frá Reyjcja- vík til Kaupmannahafnar 1180 kr. Verður J>etta ekki talið hátt verð Þriðjudagsmorguninn 11. ]>. m. lagði fimleikaflokkur úr K.R. af stað liéðan í för sína til Norðurlanda og Englands. Gatalína-flugbátur Flug- félags íslands fór með flokkinn til Bergen og l>ar átti fyrsta sýningin að verða. Síðan verður haldið á- fram til ósló, Stokkhólms, Helsing- fors, Kaupmannahafnar, London, og J>egar tekið er tillit til allra að- stæðna. Nú er svo komið að allt farrými mun vera upppantað í flug- vélunum langt fram á sumar. Má það teljast gott að fyrsta spor okkar i millilandaflugi skuli takast svona vel. Áhafnir flugvélanna eru breskar og eingöngu skipaðar þaulvönum mönn- um í Atlantshafsflugi. Þá mun og aðal eftirlit flugvélanna fara fram í Prestwik. sýningar haldnar á öllum þessum stöðum. Ef til vill Verður svo haldin lokasýning í Edinborg. Stjórnandi flokksins er Vignir Andrésson, í- þróttakennari, en fararstjóri .Bjarni Guðmundsson, blaðafulltrúi. Nöfn fimleikamannanna fara liér á eftir, talið frá vinstri: Helgi Sveinsson írá Siglufirði, Þórður RINSO Á ALLT SEM ÞÉR ÞVOIÐ Þvoið þvott yður varlega — með Itinso-aðferðinni. Þegar Rinso er notað er engin þörf á slítandi nuddi eða klöppun Rinso annast þvottinn sjálft- Það þvælir úr honum óhrein indin — hreinsar hann að fullu og skemmir hann ekki Á mislit efni, sem hægt er að þvo, er jafn örugt að nota Rinso. Þvælið aðeins þvott inn í Rinso-löðrinu. Pálsson, Árni Kristjánsson, Guð- mundur Guðjónsson, Ingvar Ólal's- son, Loftur Einarsson, Ámundi Gísla- son, Jóhann Erlendsson, Tryggvi Benediktsson, Kristinn Guðbjarts- son, Jens Magnússon og Snorri Guð- mundsson. Á bak við: Vignir And- i'ésson og Kristinn Einarsson. Utanfararflokkur þessi sýndi fim- leika í íþróttahúsi í. B. R. við Há- logaland fyrir nokkru síðan. Sýn- ingin hófst kl. 4 og tókst hún með ágætum, enda var varla við öðru að búasl af svo knáleguin hóp. - Piltarnir voru hver öðrum renni- legri og vöðvastæltari, og sýnilegt var, að hér voru engir viðvaningar á ferðinni. Til þess að ná slikum árangri þarf bæði dugnað og ó- drepandi vilja. Við íslendingar meg- um vera hreyknir al' þvi, að slíkur hópur er á förum utan, því að „fátt er betri landkynning en þess háttar ferðir iþróttamanna til frainandi landa,“ eins og Benedikt G. Wáge komst að orði, er liann þakkaði fim- leikamönnum og stjórnanda þeirra, Vigni Andréssyni, sýninguna og bað þeim fararheilla. Hvert sæti var skipað í húsinu, og meðal viðstaddra voru fulltrúar ríkisstjórnarinnar, borgarstjóri og sendiherrar þeirra ríkja, sem flokk- urinn fer til, forseti Í.S.Í. og margir aðrir íþróttaleiðtogar, íþróttamenn og íþróttaunnendur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.