Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1946, Qupperneq 5

Fálkinn - 21.06.1946, Qupperneq 5
F Á L K I N N 5 inni, Ongulstaöa-, Saurbæjar- og Hrafnagilshreppir. Stóð svo fyrstu 5 árin, að deildir félagsins voru ekki nema þrjór, en uni aklamótin voru þær orðnar 8. Hver deild bar á- byrgð á skuldum meðlima sinna og skyldi ófáanlegum skuldum hvers einstaklings jafnað niður á deild- armenn. Tveim árum eftir stofnun félags- ins var ákveðið að stofna því vara- sjóð, sem fengi í sinn hlut 1 r/< af öllum aðfluttum vörum félagsins, siðar varð tillagið 1 '/< ,,af vörum og peningum, sem standa lekjumegin á deildarreikningnum“ og ákveðið var inntökugjald, ein króna ú meðlim sem skyldi renna í sjóðinn. Það ræð- ur að líkum að sjóðurinn óx ekki liratt með þcssu móti, þegar versl- unarveltan var jafn litil og raun bar vitni, enda var hann ekki nerna 900 krónur árið 1898, er félagið réðst i sina fyrstu húsbyggingu. Arið eftir var ákveðið að hækka til- lagið upp i 2r/< af „öllum móttekn- um vörum“, ]>. e. bæði innlendum og útlendum. Forstaða félagsins var þessi árin algerl hjáverkastarf, eins og títt var í pöntunarfélögum. Hallgrímur Hall- grímsson bóndi á Rifkelsstöðum var fyrsti formaður félagsins og fram- kvæmdastjóri en meðstjórnendur h'ans Einár Sigfússon síðar á Stokka- hlöðum og Eggert Davíðsson á Tjörn- um. Stjórnaði Hallgrimur félaginu til 1894, en þá Friðrik Kristjánsson næstu þrjú árin, og Davíð Ketilsson frá Gnúpfelli til 1902, er Hallgrímur Kristinsson tók við. Starfsemin piun hafa verið frem- ur laus i böndunum allan þennan tíma. Samþykktirnar voru auknar smátt og smátt og' þeim breytt eftir því sein þurfa þótti. Það er i raun- inni ekki fyrr en á fundi 3. mars 1900, sem „stjórnarsk rá“ KEA er samþykkt og hefir hún tekið ýms- um breytingum síðan. En aðalat- rjðin eru óbreytt. Grundvöllurinn undir stofnun KEA hafði brostið illilega 1890 er Bretar fó'ru að setja hömlur við innflutningi lifandi fjár. Þar brasl bændum aðal útflutningsvaran því að sæmilegur saltketsmarkaður var þá enn ekki fenginn erlendis, enda slátrun sauðfjár ekki í viðunanlegu horfi. Þar riðu sunnlenskir bænd- ur á vaðið, með stofnun Sláturfé- lags Suðurlands. Það horfði illa fyr- ir bændmn um aldamótin, ullin var eiginega eina útflutningsvaran og Salur í Hótel KEA. verðið á henni langt fyrir neðan eina krónu pundið. Bændur voru i skuld- um við kaupmenn og kaupfélög og þau í skuldum við lánadrotna sína, útlendu heildsalana og umboðsmenn- ina. Þetta var basl. Hallgrímur Kristinsson fór lil Danmerkur 1904 til þess að kynna sér samvinnumál og búa sig undir sóknina gegn baslinu í KEA. Félagið veitti honum 300 króna fararstyrk, gegn því skilyrði að hann ynni hjá félaginu 3 ár eftir að hann kæmi aftur. KEA hefir sett peninga i mörg gróðafyrirtæki, en aldrei i neitt, sem það hafði meiri arð af en þessum 300 króna ferðastyrk. Hallgrímur stakk félaginu í deiglu og bræddi það upp þegar hann kom heim. Með starfsháttum hans og samþykktum frá 1900 hefst það blómaskeið, sem haldlst hefir síð- an með litlum undantekningum — i kreppunni eftir fyrri heimsstyrj- öldina. Nú varð félagið ein heild. Deild- irnar hurfu að vísu ekki, en þær bættu að gera sameiginlegar pant- anir. Félagið opnaði sölubúð, seldi og keypti vörur með gangverði, í stað þess að áður höfðu pantanirnar verið greiddar með innkaupsverði og áföllnum kostnaði. Hinsvegar fengu félagsmenn nú arð af ágóða félagsins eftir á, en helmingur hreins ágóða skyldi jafnan lagður í Stofn- sjóð. Þegar þetta tímabil hófst var varasjóður félagsins 1070 krónur, skuldir þess tæpar 3000 kr. og tmmmmmm eign lelagsins talin rúmar 4000 kr. en var að mestu leyti í útistand- andi skuldum félagsmanna. Svo að segja má að þegar endurskipunin hófst hafi félagið verið slyppt, eftir tuttugu ára kotungsbúskap. En nú skifti um. Árið 1907 tvö- faldaðist vöruvelta KEA og varð rúm 107.000 krónur, en i byrjun fyrri styrjaldarinnar var hún orð- inn rúm hálf miljón. Á stríðsárun- um fimmfaldaðist luin að krónu- tali og var oröin um 2.7 miljón krónur, en lækkaði til helmings á árinu 1922. En 1924 hafði hún aftur náð því, sem hún varð mest í fyrri styrjöldinni og i árslok 1935 var hún orðin 0.05 miljónir. Árið 1943 nam vörusalan yfir 22 miljón krónum. Verslunin sjálf liefir engan veg- inn verið einkaverkefni KEA, og það er í rauninni éftirtektarverðara en verslunarhliðin hvern þátt fé- lagið hefir átt i þvi að byggja uþp iðnað á innlendu hráefni og gera afurðir bænda að fullunninni neyslu- vöru, ýmist eitt eða i sambandi við Samband íslenskra Samvinnufélaga. Stofnun sláturhúss var fyrsta verk- efnið sem kallaði að. Það var sett á laggirnar 1907 og hægt að slátra þar 400 fjár á dag. Þremur árum síðar var ketbúð opnuð í sambandi viö sláturhúsið, sem þegar var orð- ið of lítið og var stækkað 1911, og sláturhús byggð í Dalvík og Grenivík. Félagið keypti ýmsar lóð- ir á þessum árum og félagsmenn efldu stofnsjóðinn með þvi að láta hann fá allan arðinn, en einmitt fyrir þá sök gat KEA komið áleið- is ýmsum framkvæmdum, sem orðið hefðu crfiðari og dýrari eftir verð- hækkunina, sem fylgdi styrjöldinni 1914 - 18. Hús fyrir byggingavöruverslun var reist 1919 og verslunarhúsið stækkað i annað sinn 1921 og 1923 var sett upp kprnmylla i kornvöru- húsum félagsins. 1924 setti KEA upp litið íshús en keypti tveim árum síðar, stórt frystihús á Odd- eyrartanga, sem stækkað var 1928, og keypti síðar frystihús á Sval- barði, Siglufirði og Dalvík og reisti frystihús í Hrísey. Húsin voru ým- ist fyrir ket- eða beitugcymslu eða hvorttvéggja. í mars 1928 tekur ný stofnun til starfa innan vébanda KEA, nfl. Mjólkursamlag Akureyrar. Jónas Kristjánsson var sendur utan til þess að búa sig undir forstöðu þess- arar stofnunar og hefir hann stjórn- að henni síðan og afurðir stöðvar- innar verið landskunnar fyrir gæði. Stöðin, sem reist var reyndist brátt of lítil, og var ný mjólkurstöð byggð 1937 með hinum fullkomnustu tækj- um og rúmgóðri ostageymslu þvi að jafnan hefir verið lögð mikil á- hersla á framleiðslu osta þegar því hefir orðið við komið. Árið 1929 var tekið á móti tæpum miljón kg. af mjólk en 1935 rúnnim tveim miljónum, og 1943 3,8 miljón lítr- um og nam andvirði hennar 4,3 miljón krónum. Af mjólkinni var 43% gerilsneytt og selt til neyslu, al' rjóma var framleitt 45 þúsund lítrar, al' smjöri 38 smálestir, osti 128 smál., mysuosti 18 smál. og skyri 85,3 smálestir. í sambandi við mjólkurstöðina hefir verið rekið svínabú á Grísa- bóli. Þær tíu smálestir af svina- keti, sem ketbúð KEA seldi 1943 mun aðallega vera frá því búi, sem hefir að jafnaði 120 svin. KEA óx upp úr gamla kaup- félagshúsinu jafnóðum og það var stækkað, og loks var ákveðið að reisa stórt nýtísku verslunarhús á liorni Hafnarstrætis og Kaupvangs- strætis. Það var fullgert 1930 og er stærsta verslunarhús landsins utan Reykjavíkur, þrílyft og 454 fermetrar að grunnfleti. Þar eru sölubúðir á allri neðstu hæðinni, skrifstofur KEA á 2. hæð og sum- ar á þriðju, þvi að nú er lítið af húsnæðinu leigt öðrum. Þó er þar skrifstofa bæjarfógeta og útbú Bún- aðarbankans er þar og til húsa. Þessar deildir eru á neðstu hæð- inni: Matvörudeild, járnvörudeild, vefnaðarvörudeild og skóbúð. En kjallarinn er geymslupláss. Sama ár og þessi bygging var full- gerð tók líka lil starfa smjörlíkis- gerð KEA, eða í ársbyrjun 1930. Framleiddi hún fyrsta árið vörur fyrir 147 þús. krónur, en 1944 var ársframleiðslan komin upp í 1.220 þúsund krónur. Brauðgerö hóf KEA sama ár; leigði fyrst stærsta brauð- gerðarhús bæjarins af Axel Schiödt

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.