Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1946, Qupperneq 8

Fálkinn - 21.06.1946, Qupperneq 8
8 FÁLKINN Vekjaraklukkan á kassagarniinum við höfðalagið á beddanum mínum livœsir og gargar hásum rómi og kallar mig til vökuvitundarinnar. Undanfarið hefi ég vaknað áður en hún hefir byrjað að kyrja sinn önuga morgunsöng. Hráslagakuldi morgnanna hefir valdið því. Þá hefi ég gripið klukkuna sigri hrösandi og stungið henni svefnþorn með þvi að þrýsta fyrirlitlega með fingrin- um á lítinn linapp ofan á henni. Og ég liefi sagt stundarhátt: Snuð! Nú liefir upprof gærdagsins hreyst í sólbjartan morgun. Gul sólarbirtan fyllir tjaldið og ylgeislar sólarinn- að hafa vermt loftið þar inni svo morgunblundurinn hefir orðið mér vær. Klukluinni liefir því gefist l'æri á því að öskra yfir mér sinn hásróma sigursöng. Eg þýt í svefn- rofunum upp úr hvilupokanum mín- um, þríf klukkuna, treð lienni ofan i pokann og vöðla hinum saman utan um liana. Hvás hennar og glam- ur heyrist innan úr dúðunum eins og stunur kafnandi manns. Hafðu þetta! segi ég og klæði mig geysp- andi í fötin. Hatrið til þessa óvin- ar míns brennur mér i skapi. Því svo sannarlega er ég farinn að hata þennan ómerkilega klukkugarm, sem ég keypti okurverði hjá úrmangar- anum niðri á Víkinni. Eg hata þetta hikstandi, hlöktandi garg, sem hún gefur frá sér á morgnanna. Þess- vegna lirósa ég sigri í hvert sinn sem mér tekst að vakna án þess að garg liennar skafi innan á mér hlustirnar. Eg þori þó ekki að fleygja klukkuskriflinu út í mó, og iáta hana tortímast þar af ryði, hversu mikil freisting sem mér er að gera það. Reynslan hefir kennt mér að það er ill pólitík, að mæta of seint við morgungrautinn lijá Reginu ráðskonu, og ekki gæfulegt að vera óstundvís með skófluna í malargryfjunni hjá Kristjáni Rex, verkstjóra okkar vegargerðamanna þarna í lieiðinni. Tjaldfélagi minn Bóndinn, er vaknaður á undan mér og kominn útúr tjaldinu. Sólskinið, þurrkút- liðið hefir laðað liann út. Nú stend- ur hann fyrir tjalddyrnar og skirnar í allar áttir, grandgæfir skýjafar og veðurútlit. „Blessað útiit fyrir góðan þurrk í dag, og veitti ekki af eftir rosann og illhryssinginn undanfarið, mælir liann í barin sér. Hann er svo upptekinn af veður- athugunum sínum að hann tekur ekki morgunkveðju minni. fbúar hinna tjaldanna skríða nú einnig úr bælum, geyspa og teygja sig liver úti fyrir sínum dyrum. Svo lötra allir í áttina að matartjald- inu, þar sem Regina matmóðir sit- ur að völdum. Þar býður okkar heitiir hafragra'utur. Réttur, sem skáldið okkar liefir kallað „Morgun- hrelling heiðarinnar“, í einu af bölsýniskvæðum sinum. Hér sitjum við svo allir umhverfis plankaborðið i matartjaldinu, og endurnærum líkama okkar á hafra- grautnum, sem Regina matmóðir hefir útdeilt okkur af hnitmiðaðri réttvísi. Fjórtán vegavinnumenn mynda hér samfélag uppi í heiðinni, smækkaða mynd af þjóðfélagi okk- ar. í þessum litla hópi finnast full- trúar allra skoðana á dægurmálum þjóðfélagsins og einnig fulltrúar stétta þess. Kristján Rex verkstjóri og Regina matmóðir eru fulltrúar hástéttanna, þau fara með stjórn og framkvæmdavald þessarar litlu heiðarnýlendu. Við óbreyttu verka- mennirnir erum fulltrúar allra vinn- andi stétta þjóðfélagsins. En öllum er það sameiginlegt, jafnt yfirstétt og liinum lægra settu, að eyða sumr- inu hér til þess að vinna fyrir launum, nokkrum rauðum banka- seðlum með áritun þeirra Magnúsar Sigurðssonar, Jóns í Bandinu eða Vilhjálms Þór. Þessir bankaseðlar, máske hreinir sléttir og brakandi ef á þeim er tekið, máske þvældir, saurugir og rifnir með hundseyru, eiga að skapa okkur möguleika til þess að fullnægja óskum og þörfum komandi mánaða, ef ekki vill þá svo illa til að óviðráðanleg atvik eða ógætni hafi valdið því, að kaup- máttur þeirra hafi verið notaður fyrirfram. Við vinnum að grautnum tóm- látir og ólundarlegir. Tregða hreyf- inga okkar þegar við berum skeið- er hún aðeins smálæna, sem seitl- ar áfram milli störgrýtisins i far- veginum. í leysingum er hún hið mesta forað og farartálmi. Fram að þessum tíma hefir hún verið ó- brúuð og ekið yfir hana á vaði, sem er spölkorn neðan við brúna. Sú leið hefir verið ótrygg og ekki hættulaus á sumum tímum árs, en stundum ófær með öllu. Nú gnæf- ir steinvirkið hátt yfir farveginn, en djúpar grófir gapa við báða enda og valda þvi, að ennþá kem- ur brúin engum vegfarenda að gagni. Starf okkar undanfarnar vik- ur hefir verið að fylla þessar gróf- ir og hlaða vel frá brúarsporðun- um. Verkið er mikið ög vinnst séint. Ágústsölin vermir og örfar. Dögg glitrar og sindrar á grasi og víði. Létl gufuslæða bærist yfir mehnn og moldarflögum. Skyldu nú liinir regngráu dagar og hrollköldu næt- ur að lokum vera viknar fyrir há- Ágústdagur á heiðinni Eftir Þóri Þögla arnar að vörunum minnir á slór- andi vinnubrögð okkar i malar- gryfjunni, og við moldarplæginguna i vegagerðinni. Hér er þó ein und- antekning. Kristján Rex neytir graut- ari.ns af lijartans og magans list eins og raunar alls matar, sem að grönum lians kemur. Hann er fædd- ur matmaður og forsmáir aldrei hafragraut, enda j)ótt orð liggi á því, að hann njóti stundum auka- bita í eldhúsinu hjá ráðskonunni, og þá jafnan ljúffengari og kosta- meiri bita en við erum aldir á I matartjaldinu. Sumir hafa fyrir satl að hann borði þar egg og annað kjarnmeti, en slíkur munaður hef- ir aldrei sést á okkar borði hér á heiðinni, enda þótt egg liafi i sið- asta mánuði orskað töluverða breyt- inu á farmfærstuvísitölu allrar þjóð- arinnar. Já, Iíristján Rex gerir fæð- unni góð slcil við almenningborð- ið, engu síður en þeim kjötbitum sem honum kunna að berast að munni í því allra helgasta, ráðs- konutjaldinu, og meltingin bregst sjaldan, þó strákurinn, einn úr hópi okkar óbreytfu liðsmannanna, hafi einstöku sinnum fundið ástæðu til að kalla yfirmann sinn áburðar- verksmiðju. Samræður okkar yfir grautarmál- tíðinni eru slitróttar, líkt og eng- inn okkar sé fullvaknaður eða nenni að beita talfærunum nema sem minnst. Þegar Kristján Rex hleður diskinn sinn í þriðja sinn hverf- um við hinir frá borðinu og út á vinnustaðinn. Stór og reisuleg brú hefir verið byggð yfir á er fellur um heiðina. Nú sumarsólblíðu. Lengi höfðum við vonað og þráð þau umskifti. Okk- ur liefir dreymt um að láta sólina baka okkur hálf nakta við vinnu okkar með liaka og skóflu. Alll til þessa morguns hefir slíkt aðeins verið fjarlægur óskadraumur. Nú virðist draumurinn vera að breyt- ast í veruleika. Sex vikur liöfum við þraukað á heiðinni. Sex sólarlausar vikur. — Þokubrælur og stórrigningar hafa skifst á vöktum, og norðan skætings- stormur leyst austan sperringinn af hóhni. Lekar tjaldsúðir og vatns- sósa tjaldbotnar hafa verið okkar himinn og okkar jörð liálfan sólar- hringinn. Fötin sírök og hálfklessl við líkamann. Fúlir i skapi og súr- ir á svip höfum við gengið að verki Umhleypingar í sambúð okkar hafa verið daglegir viðburðir, orðbragð hrjúft og á neðstu mörkum vel- sæmis. Þennan sex vikna tima hefir þó einu sinni rofað til í hugum okkar. Fyrir tíu dögum ók ljósgrár fimni manna bíll eftir þjóðveginum. Bíll, sem ekur eftir þjóðvegi er ekkert nýstárlegt fyrirbrigði og vekur venjulega engar hræringar i brjósti verkamannsins í malargryfjunni. — Þessi var undantekning. Líkt og fjölmargir aðrir lágir og vaggandi, fjaðramjúkir smábílár, tepptist hann í sundurtroðinni moldarkesjunni niður við vaðið á ánni svo að hjálp- ar okkar þurfti til að koma hoiium upp á veginn. Undir slikum kring- umstæðum tekur Heimspekingurinn okkar, sem er sterkasti maðurinn í liópnum, við stjórninni, beitir öxlinni aftan á bílinn, en við röð- um okkur á hliðarnar og við lyft- um og ýtum vagninum upp úr svaðinu. Venjulega tekur þessi hjálp- arstarfsemi aðeins brot úr mínútu og bíllinn ekur burtu. Hendur veifa út um opna glugga og innan drykk- langrar stundar er billinn og ferða- fólkið horfið og gleymt bak við næsta víðiás. í þetta sinn verður töfin lengri. Þegar bíllinn ekur upp frá ánni kemur í ljós að annað afturhjólið er vindlaust. Slangan hefir sprungið í stórgrýtinu í ár- botninuin. Við hverfum til vinnu okkar í malargryfjunni. Bilstjór- inn er einfær um aðgerðina. Aðgerð á sprungnum hjólbarða tekur nokkurn tíma uppi á heiði. þar sem fá og litil áhöld eru fyrir hendi. Og farþegunum í bilnum leiðist setan. Dyrnar opnast og úl úr aftursætinu hoppar smávaxin fagurlimuð ungmær. Ljósgulir bylgj- andi lokkar hrynja undan rauðri alpahúfu niður um bláklæddar axl- ir og herðar. Dökksvartar augna- brúnir, blá gletnisleg augu, spébollar i fagurlitum þriflegum kinnum. — Fríðar rauðfarðaðar varir og rauð eyrnadjásn minna á rauð blómstur. Og þessi litfríði ungi kvenmaður kemur hlaupandi til okkar í mal- argryfjuna. — Sælir og blessaðir! kallar hún álengdar, með hljómskærri taminni röddu. Þetta keinur svo óvænt að við áttum okkur naumast á þvi að heilsa á móti. Þó hafa flestir okk- ar rænu á því að þrífa klessublaut- ar húfurnar af höfinu. Okkur fall- ast hendur. Við styðjum okkur við haka og skóflur og horfum á þennan grannvaxna og æskumjúka kven- líkama í bláa jakkanum og rauðu síðbuxunum. Návist ungu stúlkunn- ar þarna í hráslaga heiðarinnar vekur líkar kenndir og að horfa á Ijós álengdar í dimmri þoku. Það lýsir upp nánasta umhverfi sitt og myndar glitrandi geislaveröld í grádimmu umhverfinu. Og hér erum við staddir innan geislavíddar þess- arar ungu ferðakonu. 5 Hún kemur alveg til okkar i < malargryfjuna, staðnæmist, borar tánni á öðrum brúna skónum sinum " ofan i mölina svo grannur ökli kem- ur í ljós undan buxnaskálminni. Hún lítur af einum á annan. — Get ég fengið vinnu? spyr liún, og tekur umsvífalaust hakann af Heim- spekingnum. Drifhvítar flosinjúkar liendur, prýddar löngum oddhvöss- um, gljáandi, dumbrauðum nöglum, kreppast um liakaskaftið. Hún sveifl- ar hakanum og fer að höggva i gryfjuvegginn. Stór blágrýtiseitill skagár út úr gryfjuveggnum. Mærin beinir atlögunni að steininum og reynir að lokka niður inölina um- liverfis hann. — Svona strákar, segir hún, — við skulum steypa þessum Stalin eða Hitler af stóli. Og hún liamast að steininum svo að húfan hennar fellur af höfðinu ofan í mölina, jakkinn færist úr lagi og livít sliki- flík kernur í ljós milli buxna og jakka. í fyrstu stöndum við verk- lausir og horfum á ungfrúna. Það er með ólíkindum að jafn grann- vaxiiin líkami skuli búa yfir slíkri orku sem þarf til að sveifla hak- anum jafn ótt og liann leikur í höndum hennar. Svo hefjum við atlögu með lienni að steininum. —

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.