Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1946, Qupperneq 9

Fálkinn - 21.06.1946, Qupperneq 9
F Á L K I N N 9 Heiinsspekin’gurinn reynir að fá hana til að hvíla sig og skila sér hakanum, en árangurslaust. Hún brosir aðeins til hans en fœst ekki til að sleppa verkfærinu, svo að hann verður að láta sér lynda að halda á húfunni hennar og horfa á hana greiða malarveggnum högg- in. Þá blæs bíllinn. Aðgerðinni er lokið. Hún lætur hakann falla, gríp- ur húfuna úr hendi Heimspekings- ins, hristir ljósa lokkaha frá enn- inu og hleypur burt. nokkur skref frá gryfjunni staðnæmist hún, snýr sér við og veifar húfunni og kallar: — Bless! Eg ræð mig í vinnu hjá ykkur þegar ég kem aftur að aust- an, þegar ég verð búin að skoða Þingeyjarsýsluna. Og þá veltum við Hitler Slalín af stóli. Bless! Við þrifum rennvotar húfurnar og veif- um í kveðjuskyni. Og hún hverfur inn í bílinn. Ljós- blikið í grámyrkri. heiðarinnar er slokknað. Pottlokin klessast aftur á höfuð okkar. Seigpínandi hvers- dagsleikinn kemur á móti okkur í mynd verkstjórans okkar, Kristjáns Rex, sem nú vagar til okkar frá ráðskonutjaldinu, magafullur og glað ur af sjálfum sér. — Það hefir gengið iítið í gryfj- unni í morgun, drengir, segir hann og skyrpir í mölina. Heimspekingurinn beygir sig nið- ur og tekur eittlivað upp úr möl- inni. Nokkru síðar tekur hann mig afsíðis til að sýna mér þetta. Það er brot af rauðlitaðri konunögl. Hann hrosir og stingur nögiinni í brjóstvasann á vestinu sinu. Hið liðna ævintýri er honum nú meira en endurminning um ljúfa stund. Hann varðveitir hér áþreifanlegar menjar um komu ungu stúlluinnar. Þetta litla, og raunar hversdags- lega atvik, verður okkur heiðar- verkamönnunum stór viðburður. Það lýsir og vermir i fábreyttni starfs- ins, vosbúðinni og leiðindunum. í fyrsta sinn í öllum starfstimanum erum við sammála um eitt atriði: Unga stúlkan í rauðu buxunum er fögur, gædd töfrandi yndisþokka. Og við fyrirverðum okkur ekkert fyrir að tjá þá skoðun. Heimspekingurinn, sem alltaf hef- ir rætt um, „heilakvóta“, „eðlis- eigindir mannlegs lifs“, „innra eð'li konunnar" og „brautir sólkerfanna i svo flóknum vendingum að enginn skilur hann, og engum kemur til hugar að hann skilji sjálfur, gerist nú alþýðlegur í ræðu. Hann biður okkur þess lengstra orða að liafa nánar gætur á öllum gráum bilum, sem komi að austan, því að hann eigi ofurlítið vantalað við stúlkuna í rauðu buxunum. Hann er svo nærsýnn að hann þekkir ekki grjót- hrúgu frá hesti í fjögra metra fjar- Iægð. Þessvegna biður hann okkur að lita eftir bílnum. Bóndinn, tjaldfélagi rninn, sem ráðist hefir i vegavinnuna, fyrir tveim vikum síðan, vegna þess að ekkert hefir nýst af heyjum enn þá vegna óþurrkanna, en kýr eða ann- ar búpeningur verður ekki fóðr- aður á töðu, sem úldnar og maðk- ar ofan i túnið, og afborganir i Kreppulánasjóðinn ekki teknar gild- ar i þeirri vöru, gleymir stundum áhyggjum sínum þegar talið berst að litfögru meyjunni, er lagði hönd á hakaskaft i malargryfjunni okkar. Eg held jafnvel að liugsunin um hana hafi jafnvel stundum látið hann gleyma þeirri sektarmeðvit- und, sem hann hefir trúað mér fyr- ar að þyngi huga sinn. Meðvitund- inni um að hann sé að bregðast kotinu sínu, moldinni sinni, sé að drýgja atvinnulegan hór með jiví að selja krafta sína fyrir vegavinnu- peningana. Strákurinn, sem virst hefir eiga það áhugamál eitt, að svíkjast um verkið hvenær sem færi gefst, og staðið hefir upp í hárinu á öllum, liamast nú í malargryfjunni svo að svitinn perlar af barnslegu andlit- inu. Eg held að lionum finnist stundum að lokkfagra ferðakonan standi við hlið sér og horfi á hann við verkið. Nikulás sjómaður, sem lialdinn er einhverjum lieim sjúkdómi, sem veldur því að hann á ekki að eiga kynni við konur, og hefir ráðist hingað í heiðarvinnuna vegna þess, að hér heldur hann að öryggi fá- ist best gegn freistingunum, er líka breyttur maður. Hann er nú liættur að læðast i kringum tjaldið hennar Reginu matmóðir þau kvöldin, sem Kristján Rex hefir leitað heim til síns bctri helmings. Kvenlegt að- dráttarafl þess fimmtuga liolds hef- ir lamast við komu hinnar frum- vaxta fegurðar í mölina til okkar. En hvað er þá uni mig sjálfan? Jú, návist ungmeyjarinnar hefir líka liaft álirif á mig. Hún hefir vakið mér þrá. Þrá eftir annari mey, sem snortið hefir mig til hjartarót- anna áður. Minning þeirra kynna var að visu nokkuð tekin að blikna, en gæðist nú ferskum lit á ný. I yndisþokka ferðakonunnar sé ég mynd annarar stúlku. Bros ferða- konunnar verða mér hennar bros. Bros, sem gefin voru á öðrum stað og liðinni stundu. Koma hinnar björtu meyjar þýðir einnig annað fyrir mig. Hvarflandi ráðagerð um framtíð mina verður að föstum á- setningi. Eg skal lialda áfram nám- inu og sýna hinni fjarlægu vin- konu að ég sé liennar verður. End- urvakinn minning um hana skal verða mér aflvaki til að rífa mig upp úr fátækt og ræfildómi um- komuleysisins. Félagar mínir hafa að vísu litið upp til mín, sem hins lærða manns, í sumar. Þeir liafa litið svo á að ég hafi bergt alla menntabrunna að minnsta kosti vel til hálfs, enda er ég ekkert minna en gagnfræðing- ur,bakaður á síðastliðnu vori. Þeir liafa haft tröllatrú á málakunnáttu minni. Þegar strákurinn skírði verk- stjórann okkar og nefndi hann Kristján Rex, vegna þess hve honum þótti yfirmaður okkar afskiftasamur og nöldrunargjarn við okkur verka- mennina, kom Bóndinn strax til mín og spurði mig hvort Rex væri ekki einhverskonar latína, þóttist liafa lesið slíkt einliversstaðar á bókum, svaraði ég strax hiklaust að slíkt væri hin besta latína og þýddi hvorki meira né mjórra en konungur. Þá bárust böndin að mér að finna eitthvert latínunafn handa ráðskonunni. Eg lét ekki standa á nafngiftinni. Regina skyldi hún heita, Regína matmóðir, þvi Regina þýðir drottning. Eftir það var þvi slegið föstu í eitt skifti fyrir öll að hjá mér yrði ekki komið að tómum kofunum í hinni göfugu forntungu. Og ég lét mér vel lika virðingarnar, sem ég hlaut al' þessu. Og frá þeim degi var ég svo síspurð- ur um eitt og annað viðkomandi framandi tungum, og mér datt ekki í hug að setja ljós mitt í þeint efn- um undir mæliker. Nú er þetta breytt. Félagar mínir hafa ekki leng- ur sömu þörf fyrir málvísindi mín. Latínuglósur sem ég hafði tileink- að mér eins og páfagaukur hafa misst ljóma sinn, og ensku setning- arnar, sem ég hefi timbrað saman hafa fallið ískyggilega í verði nú síðustu (lagana. En nú er ég samt staðráðinn í því að þeir rauðu seðl- ar, sem ég vinn fyrir á heiðinni, skulu opna mér hliðið að lærdóms- musteri máladeildar Menntaskólans í haust. Næsta sumar skal ég svo óspart punda latínunni á vegavinnu- félaga mína. En skáldið hefir nú skyndilega takmarkað framleiðslu sína, yrkir nú aðeins liárómantískar sonnettur um lokkumprúðar og litfagrar meyj- ar, og slípar hverja ljóðlínu undir smásjá sjálfsgagnrýninnar. Svona reynast áhrif einnar hispursmeyjar, sem gengið hefir í mölina til okkar örstutta stund, breytileg eftir eðli og skapgerð livers einstaklings. Og nú skín sól. Daggperlur glitra á víði og stráum. Skýlaus lieiðblár himinn, tíbrá í lofti. Fyrstu vinnu- stund okkar þennan morgun erum við örir og glaðir. Sólskinið brenn- ir tregðuna og ólundina úr Hkama og sál. En brátt verður hitinn okk- ur af sterkur. Viðbrigðin við kulda- þræsingunum og vorinu til sólbliðu og hita of óvænt. Verkfærin þyngj- ast í höndum okkar og sljóleiki færist yfir okluir. Kristján Rcx gengur í malargryfj- una lil að gefa okkur dagskipan sína. Haka möl, moka möl, flytja möl í uppfyllinguna við brúna. Eins og liver skákjaftur viti ekki þetta, taulaði strákurinn i barm sinn og horfir með fyrirlitn- ingu á bélgdan verkstjórann. Svo gengur Kristján að blágrýtisbjarg- inu, sem skagar út úr gryfjubarm- inum nálægt í axlarhæð. Horfir spekingslegum verkstjóraaugum á steininn, þrífur haka, slær í hann á ýinsum stöðum, leggur undir flatl og hlustar vandlega eftir höggun- um. — Ekki liættulegur enn, segir liann að lokinni athugun. En ég á það við ykkur samt piltar, að þið látið ekki þenan dólpung detta ofan á ykkur og drepa ykkur eins ög lýs. - Ætli hann liafi þurft að myrða einhverja kollótta í ráðskonutjald- inu í nótt, hvislaði strákurinn að Heimspekingnum, úr því að liann notar þessa samlíkingu. Heimspekingurinn glottir og drep- ur titlinga á bak við verkstjórann. Líklega réttast að þið fellið dólginn í dag, segir Kristján Rex, nema jiið bíðið með það þangað til ég kem heim í kvöld svo ég geti stjórnað atlögunni. Svo snaraðist hann upp í bílgarm- inn sem notaður hefir verið við malarílutninginn og lætur aka sér ofan í byggð. í hann þá, hvín i stráknum um leið og liann hefur atlögu að steininum. En Heimspekingurinn grípur í öxlina á honum. Rólega, segir Heimspekingur- inn. Þú átt að læra að temja þér hina stóisku ró í tíma, ungi kvist- ur á íslenskum meiði, segir hann. Svo liegir Heiinspekingurinn nokk- ur augnablik og skimar hálfluktum augum umhverfis sig. Síðan mælir hann: Hvort heyrið jiið ræðu mína, vinnufélagar? Eg liefi mál að flytja, tillögu fram að bera. Hér kom fyrir allskömmu, ein fögur og' frumvaxta ungmey ög gaf blágrýtisþursa þess- um nafn, Hitler Stalín nefndi tnin hann, og hún ætlaði að steypa þeim harðvituga dólgi af stóli'með okkur þegar liún vitjaði okkar á heimleið. Hvort munið þið nú ekki lengur hina litprúðu mey? Eg þarf ekki að spyrja, ég veit svarið. En værum við ekki að bregða trúnaði við meyna ef við þytum nú í þussann? Og nú flyt ég tillöguna. Geruin svo að láta steinþurs þennan ólireifðan að sinni, og forðumst að velta honuin úr sínu ævaforna sæti. Lát- um liana leggja hönd á harðskall- ann og ryðja lio,num úr öndvegi liegar afturkomudagur hennar renn- ur. Framihalcl á hls. 14. Til verndar börnunum. — Englendingar og Danir hafa nú hvorir í sínu landi skipulagt verndarstarfsemi fyrir börnin. Sérstök áhersla er lögö á vernd gegn umferöarslysum. í Englandi er sú regla höfö, aö eldri börnin eru látin leiöbeina þeim yngri. Hér sjáum viö barn um fermingu bera aðvörunarskilti, er hópnr smábarna ællar yfir götuna.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.