Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1946, Blaðsíða 14

Fálkinn - 21.06.1946, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N VARSJÁ. Frh. úr síðasta blaði. ir skilríkin sín og fulltrúi lag- anna rýnir í þau. Hún er ljós- hærð, bláeyg með löng augna- hár, með vindlinginn milli fingr anna skoðar hún plaggið í krók og kring. Hún kann vel við sig þarna í bjarmanum frá bílnum. Loks kemur hún aftur. Það vantar númerið á bíln- um á skjalið, svo að við fáum ekki að fara yfir brúna. Bil- stjórinn verður lúðulakalegur en þegar stúlkan heyrir að far- jiegarnir eru útlendir menn í opinberum verslunarerindum, sættist bún á að lofa okkur að sleppa. Og svo fáum við bros í kaupbæti. Sörnu meðferðina fékk bill- inn, sem var á eftir okkur, en þar sat m. a. skrifstofustjóri pólska verslunarráðuneytisins. Hann hafði ekki pappírana á sér, og munaði minstu að hann yrði af fundi, sem hann átti að bafa með sænskum erind- rekum á Polonia um nóttina. Styrjaldarbölið virðist ekki hafa beygt skap almennings. Þó að lífið í Varsjá muni vera erfiðara en í flestum borgum, sem stríðið befir mætt á, virð- ist fólkið ekki setja fyrir sig eignamissi eða ástvina, ef það aðeins fær að vera í landinu. Svipur þess lýsir þolinmæði en ekki örvæntingu. Auðvitað verður maður var sárrar gremju í garð þeirra, sem öllu bölinu liafa valdið. En þeir sem liafa séð lieimili sitt gert að urð 6-7 sinnum, venjast þessu. Og nú er allt undir því komið hvernig landinu verður sljórnað. En hversu vel sem því verður stjórnað þá verður það alltaf heillar kynslóðar starf að bygja Pólland upp að nýju Rudyard Kipling: HVERSDAGSLEG SAGA Framhald úr síðasta tölublaði. — Eg veit ekki hvað segja skal, herra Kurell. Eg veit ekki livað ég á að kalla yður. Þér hafið hagað yður svívirðilega gagnvart frú Boulte og hún fékk yfirlið og rak ennið í borðið. — Það er ekkert sárt, ekki að minnast á það, sagði frú Boulte, segið þér lionum það sem þér sögðuð við mig. Segið, að þér kærið yður ekkert um hann. Ó, Ted, ættarðu ekki að trúa henni? — Frú Boulte hefir látið mig skilja á sér, að þér liafið verið ástfanginn af henni einu sinni, hélt frú Vau- suythen áfram. — Nú, og hvað um það, svaraði Kurell. — Hún átti nú að liugsa um manninn sinn fyrst. — Hægan, hægan, hlustið þér á mig fyrst! sagði frú Vansuythen. — Mig varðar ekkert um yður og frú Boulte, en mig varðar um að segja yður að ég hata yður, þér eruð svín og ég tala aldrei við yður framar. Eg þori ekki að segja hvaða álit ég hefi á yður. —i Mig langar til að segja svolítið við Ted, kjökrað frú Boulte en nú hélt vagninn áfram. Kurell varð einn eftir. Hann beið þangað til frú Van- suythen kom aftur, og nú gat hún taiað án þess að frú Boulte hlustaði á. Á kvöldin var öll Kashima vön að safnast niður við Narkaraveginn og drekka te. Þetta kvöld voru Van- suythen og frú alein á staðnum. — Þrátt fyrir þá tilgátu frúarinnar, að fólkinu liði kanske ekki vel, varð það úr að.]jan óku heim i húsin að sækja það. -— Að hugsa sér að sitja svona í myrkrinu! sagði hann við .Boulte hjónin. — Nei, það Iíðst ekki. Við erum í sannleika ein fjölskylda. -- Komið þið, og það verður Kurell að gera líka. Hann kemur með banjó. Svo einlæg var framkoma hans að öll Kashima kom í teið, og banjó- in líka. Og majórinn umfaðmaði allt fólkið í einu stóru brosi. Meðan hann var að brosa upplyfti frú Van • suythen augliti sínu yfir Kashima. Hún var afráðin. Majór Vansuythen skyldi aldrei fá að vita neitt. Hann skyldi vera fimta hjólið i þessari fjölskyldu. — Þér syngið hræðilega falskt, Kurell, sagði majórinn. — Fáið mér banjóna! Og hinum til hrell- ingar fór majórinn nú að syngja og söng þangað til stjörnurnar komu fram og Kasliima fór heim að eta. Svona var upphaf hins nýja lifs i Kashipia — lífsins, sem frú Boulíe skóp, þegar hún gat ekki þagað í rökkrinu. Frú Vansnythen hefir ahlrei sagt majórnum neitt, en neyðst til að rjúfa það heit að taka ekki við Kurell. Maðurinn hennar skipaði henni ljað. Frú Boulte hatar frú Vansuythen fyrir að hún tók Ted frá henni og líka af því að lnin gerir lítið úr Ted. Boulte og Kurell fara snemma á veiðar og eru orðnir mestu mátar. — Þér eruð hundur, segir hann við Kurell, og ef ég hefði borið nokkra virðingu fyrir sjálfum mér, þá hefði ég misst hana við að vera með yður, cn þegar þér eruð með mér, veit ég að minnsta kosti að þér eruð hvorki hjá frú Vansuytlien eða Emmu á meðan. Kurell þagði við þessu öllu. — Stundum eru þeir saman marga daga í einu og þá neyðir majórinn konu sína til að lieimsækja Emmu. Þó að liún segist helst vilja vera hjá manninum sínum. Þetta er eins og majórinn segir: — Á svona stað verða allir að vera vinir! Framhald af bls. .9. Ræðu Heimspekingsins var vel tekið. Tillagan var samþykkt með margföldu hástemdu liúrralirópi. — Næsta hálftíma má kalla að hver sé sinn eigin verkstjóri. Aðalstörfin þann tíma eru að taka í nefið kveikja í vindlingum, dásama sól- skinið og létta af sér ytri fötunum. — Skyldi hún ekki koma í dag? segir Heimspekingurinn við sjálfan sig. — Hver? spyr strákurinn og læst ekkert skilja. — Hver? tekur Heimspekingurinn upp eftir honum með djúpri fyrir- litningu í röddinni. — Hver er hún? segir hann. Hver nema stúlkan í rauðu buxunum með Ijósa liárið. — Líklega vildir þú lielst sjá hana huxnalausa, segir strákurinn og skýst upp á gryfjubarminn svo að hin gripfasta hönd Heimspekings- ins nái honum ekki. Bóndinn, sem verið hafði að al- liuga heiðríkjuna og lesa þar veð- urútlit næstu daga, með hugann hundinn við mórauða töðuflekki heima á túnbleðlinum sínum, sem nú bíða hreifingar lianda, sem ekki eru viðlátnar, verður samt fyrstur lil þess að veita l)vi athygli hvar Regína stendur fyrir tjalddyrunum og ber hönd fyrir augu, horfandi á vinnubrögð okkar. — Skyldi vera hyggilegt að slæp- ast öllu lengur, drengir, Regína er farin að ljá okkur auga. — Hún hefir þá einhverju að hvisla í Rexeyrun í nótt, segir strák- urinn um leið og hann reiðir hak- ann sinn til höggs. Sólin liækkar ó lofti. Hitamollan vex. Okkur er ómótt og þungt um hreifingar. Sólskinið og hitinn, sem við höfum þráð dögum og vikum saman lamar okkur. Köldu og vot- viðrisdagana liöfum við ekki getað slæpst, við höfðum orðið að vinna lil að lialda hita. Nú höngum við yfir verkfærunum og vildum helst mega leggjast allsnaktir út í mó og horfa upp í heiðbláan liimininn. Bóndinn hefir slitið upp væna gras- visk og lagt hana til þerris á gryfju- barm. Strákurinn spyr hvort hygg- ist hann áð afla þannig fóðra til vetrarins handa beljunum. Bóndinn svarar og segist aðeins gera þetta til þess að sjá hvernig grasið taki við sér i þurrkinum. Um nón kemur Kristján Rex til baka neðan úr byggðinni. Bíllinn staðnæmist lijá gryfjunni og verk- stjórinn stekkur út úr honum, bólg- inn af fréttum. Hann hefir auðsjá- anlega brýna þörf fyrir að létla háþrýstinu, sem hvílir á málbeini hans og tungu. — Sælir drengir! Eg gef ykkur frí strax á stundinni. Hann fálmar úr einum vasa í annan og vætir var- irnar i sífellu með tungunni. Hvað er um að vera? Er Hitler dauður? Er Stalín orðinn lieilsu- laus? Er stríðinu lokið? Er Laki farinn að gjósa eða Jökulsá farin að renna upp í móti. Ótal spurn- ingar þjóta um huga okkar meðan við horfum á handafum Kristjáns Rex og bíðum eftir framhaldinu. — Þið fáið hvort sem er elckert kaup fyrir þennan dag eða þrjá þó síðustu, segir Kristján, og hefir nú loks fundið það sem hann leitaði að. Það er annars best að ég lesi fyrir ykkur þann part af skeytinu sem ykkur snertir. Það er besta skýringin á gangi málanna. Og hann les: — Vegna fjárþrots stöðvast öll vegavinna þann 20. þessa mánaðar. Öllum óbreyttum verkamönnum sagt upp frá þeim degi. Stop. Verkstjórum og öðrum yfirmönnum þó greitt kaup til næsta mánaðar. Nú áttar Rex sig á því að hann hefir lesið ofurlítið meira en okk- ur óbreytta varðar, og ofurlítið meira en hann ætlaði að gera. Hann segir því með vantrúarhreim í rödd- inni: — O-jæja, ég er nú ekki far- inn að sjó efndirnar á því loforði. Hann brýtur saman skeytið og stingur í vasann. — Jæja drengir, spilin liggja þá þannig að vinnunni hér er hætt. Peningarnir búnir og meira en bún- ir. Hann gengur heim að ráðskonu- tjaldinu. Maginn krefst réttar síns hvað sem tómum ríkiskassa líður. Og sjálfsagt bíða hans einhverjir kjötbitar i tjaldinu hjá Regínu mat- móðir. Hér stöndum við fjórtán vega- vinnumenn, sem sagt hefir verið upp starfi fyrirvaralaust, og erum meira að segja búnir að vinna kaup- laust hjá föðurlandinu í rúma þrjá daga. Hljóðir leggjum við fró okkur haka og skóflur og fleygjum okkur niður í víðimóinn hjá malargryfj- unni. — Þetta mun sum sé vera eitt af Nýsköpuninni hjá tólffótungun- um, gusaðist út úr stráknum. — Nú verð ég ekki kommúnisti lengur, bætir liann við i ákveðnum rómi, eins og ég hafði þó hugsað mér. — Hvað ætlir þú verðir svo sem gepilsómyndin þín, murraði í Heim- spekingnum. — Ætli ég fái mér ekki skipsrúm í andófinu hjó Hermanni svona sem matvinnungur. Kollusteik er lika matur. Nikulás sjómaður kiðar sér á lyng- þúfunni sinni og tautar við sjálfan sig: — Þá biður mín ekki annað en uggalau.su síldarnar og freistingarn- ar á Siglufirði, úr því að svona fór. Og ég sem átti ekki eftir nema tæpan mánuð af tímanum sem lækn- irinn fyrirskipaði mér. Eg læt eftir löngun minni. Ivlæði mig úr liverri spjör og velti mér nakinn í grasivaxinni laut. Læl sólina baka og brenna hörnud mitt, og nýt livíldar líðandi stundar. En smámsaman seitlast skilningur- inn á því sem gerst hefir, atvinnu- missinum, og afleiðingum hans inn i huga mér. Eg mun ekki geta greitt aðgangseyririnn að lærdómsmusteri latínunnar á komandi hausti. Heimspekingurinn ráfar inn í malargryfjuna og rjálar þar við Steinþursann. — Hún er ókomin, segir liann stundar hátt. Hún er ókomin. Og Hitler Stalín situr enn fastur í sessi. — Ójó, gamli minn. Þú klæðir hana aldrei úr rauðu buxunum hér i mölinni, segir Strákurinn um leið og hann gengur ofan í gryfjuna á eftir Heimspekingnum. Heimspekingurinn reiðir höndina til höggs og ætlar að löðrunga strák- inn, en hann missir marks og hönd- in strýkst við steininn. Ein nöglin hefir rifnað af fingrinum. Blóðið vellur dumbrautt úr sárinu. Nú á Heimsspekingurinn tvær rauðar negl ur. Bóndinn ris á fætur, skimar til lofts, grípur grasviskina þefar úr henni og stingur henni síðan í vasann. — Nú fer ég heim, segir liann. Guðsgjöf að fá jmrkinn. Verið þið blessaðir og sælir og þökk fyrir samvinnuna. Hann hleypur við fót heim að tjaldinu. Innan lítillar stundar hverf

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.