Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1946, Qupperneq 4

Fálkinn - 26.07.1946, Qupperneq 4
4 P Á L K I N N „Fyrsta vuktin“ heitir þessi mynd eftir Oliver Kilburn, úr Ashington- „Vaktaskifti" heitir þessi mynd eftir Iíarry Wilson, einn af Ashington- klúbbnum. Drengurinn, sem er uð fara í fyrsta skifti í vinnu í kola- mönnunum. Hún sýnir vaktaskifti í kolanámu og er múluð með þunn- námunni ber það með sér, að hann hiakkar ekki til. um litum á tré. Listamenn i kolanámum Eftir Rob. Lyon „Ashington-flokkurinn“ nefnist hópur verkamanna, sem vinna aðallega í kolanámum skamt frá Newcastle. Þeir komu sér saman um að nota tómstundir sínar til að læra að mála og móta myndir, og fengu sér kennara, Robert Lyon listasafnvörð í Edinburgh. Það er hann, sem hefir ritað eftirfarandi grein um þessa einstöku listamenn, sem aðrir mættu vel taka sér til eftirbreytni. NOKKRIR menn, flestir kolanámumenn eða þá verkamenn í sambandi við námurnar, sem átlu lieima i sveitinni og þekktust allv-el, datl einu sinni i hug að gaman væri að kynna sér listir, sér- staklega málverkalist. Eg var málari og starfaði við Durham- háskóla í þá daga. Var ég heð- inn um að leiðbeina þeim. Það eru nokkur ár síðan. Og enn- þá hittumst við reglulega á hverri viku til þess að iðka listir og ræða um þær. Mvað hefir gerst á þessum árum? Hvernig gekk tilraunin? — Iivernig getur svona listiðk- endaflokkur dafnað? Við skul- um hverfa aftur í tímann og ég skal hyrja með því að segja ofurlítið frá mönnunum sjálf- um. Enginn skyldi láta sér detta í hug, að þessir menn liafi verið öðruvísi en verkamenn eru yfirleitt -— það eru þeir ekki, og áhugamál þeirra lík og annara námumanna. Þeir hafa gaman af að horfa á hundaveðhlaup og knattspyrnu. Ennfremur leggur Harry Young, járnsmiður við námurnar, stund á hænsnarækl og sker rósir i tré. Georg Brown er trésmiður við námuna, en jafnframt marg- fróður um þjóðsagnir og þjóð- trú í Norðymbralandi. Oliver Kilburn og Leslie Brownrigg eru miklr hjólreiðagarpar og hafa séð allar dómkirkjurnar í Englandi. — og svo framvegis. Þeir liafa allir einliver áhuga- mál eins og venja er um enska verkamenn. Þarna voru þeir í nágrenni, rúma 30 kílómetra frá næstu borg, Newcastle-on-Tyne, og þeir höfðu hittst eins og menn hittast, til að tala um sameigin- leg áhugamál. í þessu tilfelli voru áhugamálin málararlist og höggmyndagerð. Án þess að þeir liefðu nokk- urn undirbúning eða hefðu gerl sér ljóst hvað þeir eiginlega ætluðust fyrir, höfðu þeir leigl sér gamlan lcofa til að koma saman í á kvöldin og fengu mig til að koma þangað til að hlusla á livað þeir hefðu að segja. Hvílík áægja að hitta fyrir ann- an eins eklmóð og áhuga! Og hversu ofl urðum við ekki að byrja frá rótum aftur, vegna þess að við fórum skakkl af slað! Þarna var af auðsæjum ástæðum ekki hægt að lialda venjuleg námskeið (fyrirlestra með skuggamyndum, hóklestur, listasögu og svo framvegis), því að það var ekki meining piltanna að ganga á neinn lista- skóla. Eftir tvo lil þrjá fundi með ýmiskonar tilraunum, var af- ráðið að reyna að læra af verk- iegum æfingum. Leitast við að fá fyrstu handar reynslu ai' því, sem málarar væru að sækjasl eftir þegar þeir máluðu mynd- ir. Leggja ekki sérstaka stund á að vera nákvæmur eða stæla aðra heldur láta það koma fram, sem manni væri i lnig. Við ætluðum að reyna að nálg- asl listina gegnum tækni og til- finningar fremur en með rök- fræði og skarpskygni. Þegar ég' minnist fyrstu atriðanna í þessu uppeldisstarfi blasir við mér umhverfið kringum mig. Brownrigg málaði mynd af námuverkamanni til þess að rökræða liana við okkur, og dalt ekki í liug, að hún mundi nokkurntíma koma út fyrir dyrnar. Þetta var aðeins tiI- raun til að láta það, sem manni fannst koma fram svart á hvítu, en alls ekki reynt að hugsa um listfengi. William gamli Scolt, sem var hættur námuvinnu fyrir nokkr- um árum og var orðinn heyrn- arsljór fór að koma þarna með syni sínum á kvöldin, og þótti gaman að sitja lijá okkur og liorfa á piltana, sem voru að mála, teikna eða skera út. Hann liafði aídrei reynt að mála mynd sjálfur, þangað lil ég hað hann einu sinni að reyna að sýna mér hvernig þorpið sem hann fæddist í liti út. Það var Bedlington. Hann fór að íissa eittiivað. Á myndina kom einn af hinum frægu Bedlington- hundum í forgrunninn, en á bak við sáust námumannaliús; líka málaði hann rauðar geran- íur á myndina, ekki af því að þær væru sérkennilegar fvrir Bedlington lieldur af því að þetta voru uppáhaldsblómin hans, og honum fannst sterkur litur inundi prýða myndina. Hvað er það annað en fullnæg- ing þess hugboðs, sem hann liafði um að jafnvægi þvrfti að vara í myndinni? Jim Flood hafði sérstakt gam- an af að reyna að málá á sem flest. Hann málaði á pappaöskj- ur, smjörpappír, sem hann lagði á krossvið, og meira að segja á gamlar svuntur. Ilarry Wilson skar allskonar tré og smíðaði sér skurðartæki, sem hann slældi eftir áhöldum tannlækna. Og Andy skar í gamlan eikar- drumb, sem liann liafði hirt niðri í námunni, bara til að reyna það! Allir geta reynt að tálga — allt sem maður þarf er spýla og beittur hnýfur eða gömul rakvélablöð. Og svo að skera út — ekki eftir fyrirmynd heldur eitthvað, sem manni dett- ur í hug.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.