Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1946, Page 6

Fálkinn - 26.07.1946, Page 6
6 FÁLKINN Peningarnir og viðskiftin - LITLA SAGAN - R. B. Símskeytið D AILEY STRAWN korpóral hélt á bréfi Ellies í hendinni og luigsaði íbygginn: — liva'ð gat hún átt við? „Bahey, gamli skarfur. Þú reynir að sýnast tilfinningalaus, cn hvað sem því liður þá áttu gott h jarta.“ — Gott hjarta! Hann fann að roði færðist í sólbrunnið hörundið. Hann reif í hárið á sér. — Anginn er svo yndislegur. Hann er svo líkur þér. Hvernig finnst þér það? Það fór að móta fyrir kjána- hlátri kringum munninn á honum, en hann hvarf bráðlega og nú leit hann þjófslega kringum sig i bragg- anum. Hann hélt lestrinum áfram: — Eg skal alltaf geyma símskeyt- ið þift. Það er svolítill partur af þér sjálfum. — Jæja, svo að það var símskeyt- ið lians, sem var ástæðan til að hún hagaði orðum sínum svona. Hann strauk sér um hökuna, vandræða- legur. ■Bailey hafði verið í vandræðum með þetta símskeyti. Sam félagi hans hafði ýtt undir hann og sagt: — Stúlkan er í lagi! Mér finnst þú eigir að óska henni til hamingju, eða eitthvað í þá áttina." Bailey liafði tautað eitthvað hugs- andi. — Sendu henni símskeyti héðan. Þeir geta lijálpað þér að orða það, hafði Sam sagt. Loks gengu þeir á símstöðina. Stúlkan í lúkunni sagði að það væri guðvelkomið að hjálpa þeim. AÐ tekur tíma fyrir mann, sem hefir verið piparsveinn i Jirjá- tiu ár og giftur aðeins í tiu mán- uði að venjast lífinu eftir að hann allt í einu er orðinn pabbi. En Bailey klóraði sig fram úr þessu. Hann gaf Sam gætur til að sjá hvort hann henti gaman að hvernig liann hagaði sér. Bailey var í vandræðum. Hann gat ekki búist við neinni hjálp frá Sam. Ilvcrnig væri að segja „Hjart- anlegar hamingjuóskir!“ sagði síma- stúlkan. En það fannst Bailey of hversdagslegt. Stúlkan tuggði penna- skaftið og hugsaði. - Eitthvað tekst okkur að setja saman, sagði lnin hughreystandi. — Því ekki að segja: „Kjassaðu hann frá mér!“ Bailey og Sam litu hvor á ann- an. Nei, það fannst Bailey heldur ekkert varið i. En Sam fannst l)að fjári gott. — Skrifaðu l)að! sagði hann. Það er ágætt. Simastúlkan hikaði sem sniiggv- ast. -— Þér getið bætt tveimur orð- um við, sagði liún. Sam og .Bailey horfðu hvor á annan á ný. Hafi stúlkan gert að gamni sinu að þeim þá lét hún að minnsta kosti ekki á þvi bera. Bailey var enginn leiksoppur. — Bætið þér við: „Bestu kveðj- ur“, sagði Iiún. Bailey muldraði eitthvað, hik- andi. — Jæja þá, sagði hann, án þess að líta á hana. Og svo fóru þeir út. Hann og Sam áttu að fá þriggja daga leyfi og höfðu liugsað sér að eyða þvi saman. Best að nota tæki- færið. Þvi að það var svo, ekki sist i stríði, að enginn vissi sitt enda- dægur. Hver veit nema hann ætti að verða fyrir einhverri kúlunni .... en fyrst skyldi hann nú bíta frá sér. Hann flýtti sér hcim i braggann aftur, og' á leiðinni lá við að hann rækist á konu, sem bar barn á bandleggnum. Barnið teygði út hendurnar á móti honum og kallaði: Pabbi! Þarna stóð margt fólk og brosti að þessu, svo að þeir flýttu sér i burt. EN núna, þegar hann stóð og las bréfið hennar aftur, var hann eiginlega ekki sem best ánægður með sjálfan sig. Hann reyndi að hrista af sér endurminningarnar frá ýmsum stöðum, þar sem það alls ekki hafði verið Ellie, sem um var að ræða. Iín henni leið víst sæmi- lega vel núna. Að minnsta kosti liafði hún þak yfir höfuðið, þó að það væri að visu hjá gamalli og geðvondri frænku sinni. .Bailey hafði látið allt danka og eklci hirt um að giftast Ellie áður en hann fór í stríðið. Og hann hafði ekki húist við að verða pabbi svona undir eins. Nú eignuðust svo margir stelpur, en hann hafði eign- ast strák, sem meira að segja var likur honum! Bailey fann til sín! Hann sá í huganum brún, titr- andi augun í Ellie, þegar liún var að skrifa þetta bréf. Liklega hafði hún verið þreytt og leið á lifinu annað veifið, en livað sem því leið — yndisleg var hún nú samt. Eig- inlega allt of góð handa honum. Það viðurkenndi Iiann. Mikið ó- ræsti hafði luinn verið að vanrækja hana svona. Og nú minntist hann aftur konunnar með barnið, sem hann hafði rekist á á götunni. Snáð- inn hafði kalla'ð „Pabbi!“ til lians. Bailey óskaði þess innilega að hann gæti fengið að halda á syni sinum ofurlitla stund. Sam rak hausinn inn úr gættinni. — Jæja? sagði hann spyrjandi. Ætlarðu að koma með mér eða ekki? Bailey leit kuldalega á hann. — Það er best að þú farir einn. Eg er hræddur um að þú hafir slæm áhrif á fjölskyldufeður. Sam horfði steinhissa á Bailey. — Þú ætlar þá ekki að fara? Jú, það ætla ég að gera. En ekki með þér. — Eg verð að rækja heimilisskyldur mínar, skilurðu. Eg er að liugsa um að fara heim og liitta hana Ellie og strákinn minn! í RÚSSLANDI komu aðeins 102 blöð út árið 1914 og voru þau öll á sama málinu. Upplag þessara blaða var 2.7 miljón eintölc. En tuttugu árum síðar voru gefin út 1409 blöð á 49 niálum og mállýskum og lesendafjöldi þeirra var 30.8 miljónir. HVEB up])götvaði eiginlega pen- ingana? Hefir sá maður eigin- lega ekki lagt eins mikinn skerf til heimsþróunarinnar eins og hugvits- mennirnir Marconi og Edison. Að minnsta kosti mætti telja hann eitt- hvað í áttina til Gutenbergs. I rauninni eru peningaviðskiftin jafrigömul menningunni. Það hefir ekki reynst unnt að tengja framkomu peninganna við ákveðið ár eða at- burði. í sögunni er venjan að miða fæðing þeirra við hina fyrstu mynt- sláttu, sem Herodót segir að liafi gerst í Lydíu á (i. eða 7. öld f. Kr. En þessi myntslátta varð til fyrir persónulega hégómagirnd konungs- ins þar og breiddist ekki út. Gömul menningarríki, svo sem Egyptaland og Kína, liöfðu enga mótaða mynt á mestu blómaárum sínum. En þó voru fjármálaviðskifti á háu stigi þar. Undir eiris og mönnunum tókst að framleiða meira af einhverju, en þeir notuðu til eigin þarfa, og vildu þessvegna eiga vöruskifti við aðra, kom þörfin fyrir gjaldmiðil eða að minnsta kosti verðmæli. Það varð snemma tíska að fólk notaði skart- gripi, sjaldgæfa steina og dýra málma, sem peninga þegar um meiri háttar verslun var að ræða. En i algengustu viðskiftum var yfirleitt notað það, er sem flestir höfðu handbært. Uxai' og korn var t. d. notað sem verðmælir í daglegum skiftum. Samkvæmt lögum Drakons voru menn látnir greiða sektir til liins opinbera í Aþenu í uxum, um 000 árum f. Kr. Og um það bil sem fyrstu kristniboðar komu til Svíþjóð- ar tóku bændur þá höndum og seldu þá i þrældóm fyrir þrjá Smálands- uxa. Það er ekki fyrr en ríkið fer að gefa út peninga og lifnaðarliættir almennings batna og verða fjöl- breyttari, a'ð peningarnir verða stór- veldi i heimsmenningunni. Sumir vísindamenn vilja eigna álirifum peninganna ýmsa þá örlagaríkustu viðburði, sem orðið hafa í sögunni. Menn hafa spurt hvort það hafi verið tilviljun ein, að linignun og fall rómverska ríkisins varð á sama tíma og hið mesta og langvinnasta verðfall peninga, sem orðið hefir í heiminum. Og menn hafa bent á hinar miklu framfarir, sem urðu í Evrópu eftir að Ameríka og auðæfi liennar fundust, og sambandið, sem virðist vera til gullframleiðslunnar og fjármálanna í heiminum á sið- ustu öldum. Meðal þeirra fræðisetninga, sem búnar hafa verið til, til þess að skýra vöruverðið, hefir hin svo- nefnda vörumagns-kenning (kvant- itetsteori) náð mestri útbreiðslu. Siðan ítalinn Davanzetti kom fram með liana, á 18. öld, hefir liún jafn- an verið notuð til að skýra með verðsveiflur. Þessi kenning segir í rauninni, að breytingar á fjármagni því, sem almenningur hefir handa á milli, leiði af sér tilsvarandi breyt- ingar á vöruverðinu. Ef peningarnir aukast þá hækkar vöruverðið, svo framarlega sem gert er ráð fyrir að vörumagnið hafi ekki breyst. Þess- vegna verður jafnan verðbólga, þar sem mikið er af peningum í lilut- falli við vöruframboðið, eins og sannast hefir hér á landi á síðustu árum. En vitanlega kemur margt fleira til greina. Á undanförnum árum hefir tals- vert mikið verið rætt um að koma á einskonar alþjóðagjaldmiðli með- al allra rikja hinna sameinuðu þjóða — gjaldmiðli, sem Bretar liafa kallað Bancor en Bandarikjamenn Unitas. Þjóðirnar hafa þegar komið sér upp sameiginlcgri bankastofnun, en það heyrist að svo stöddu lítið um nánari áform viðvíkjandi al- þjóðaviðskiftum. Hitt er víst, að það mundi tryggja frið í heiminum betur en nokkuð annað, ef liægt væri að koma þeirri tilhögun á alþjóðavið- skifti, að ríkin þyrfti ekki að eiga í sífeldu viðskiftastriði og sam- keppni hvert við annað. Nú hyggja stórveldin á aukin útflutning til þess að sjá sér borgið — hafa næga atvinnu lianda þegnunum og geta greitt niður skuldirnar sem þær liafa stofnað á stríðsárunum. En hverjir eiga að kaupa. Kaupgetan hefir rénað i langflestum löndum lieimsins og ýms ríki geta ekki flutt inn nauðsynlegar vörur vegna gjald- eyrisleysis. Viðskiftamálin verða eitt örðugasta viðfangsefnið í heiminum eftir þetta stríð. NIN0N Samkvæmis- □ g kvöldkjólar. Eítirmiödagskjólar Peysur og pils UattEraðir silkisloppar □ g svEÍnjakkar Hikiö litaúrval 5ent gogn póstkröfu um allt land. — Bankastræti 7

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.