Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1946, Blaðsíða 10

Fálkinn - 26.07.1946, Blaðsíða 10
10 F Á L K 1 N N VNCS/W LE/KNbURNIR Framhaldssaga barnanna. Andrée leiðangurinn ||Fyrsta£norðurpólsflugið 11) Rekísinn nálgaðist Sjöeyjarn- ar, en jjaðan voru 100 km. til birgðastöðvar. Það fóru að niyndast vakir í ísinn, og þær stækkuðu svo, að þeir þurftu að fara á segldúks- bátnum yfir margar þeirra. Við það blotnuðu þeir í fæturna, svo að þá kól, þegar sokkarnir frusu. Birgð- irnar voru á þrotum, svo að þeir urðu að fara á bjarndýra og fugla- veiðar á hverjum degi. Sleðarnir brotnuðu, og þann 3. september urðu Iiinir hraustu menn að gefast upp við að ná til birgðastöðvanna. 12) Það var ekki um annað að gera en biða eftir því, að straum- urinn flytti Andrée og félaga lians til lands. Þeir byggðu sér snjóhús og notuðu tjaldið til þess að bæta fötin sín með. Dósamatinn urðu þeir að blanda með þangi, til þess að hann næði. 30. september eygðu þeir land. Það var Hvítey, sem ligg- ur fyrir austan Spitzbergen. Geirþrriðnr oo rika frriln. Einu sinni var lítil telpa, sem hét Geirþrúður og var kölluð Þrúða, Hún var bæði þæg og dugleg, en hún átti slæma stjúpu, sem alltaf var að skipa henni frá morgni lil kvölds, svo að Þrúða gat aldrei um frjálst höfuð strokið og varð mögur og föl, þvi að stjúpan tímdi ekki að gefa henni neitt almenni- legt að éta. Þrúða hélst ekki við þarna, og ioks afréð hún að strjúka að heim- an. Einu sinni þegar hún var send út í skóg eftir vatni mætti liún gamalli konu. „Þetta hlýtur að vera tröllkelling“, hugsaði Þrúða með sér. Kellingin var ósköp blíð og góð, svo að Þrúða varð ekkert hrædd við liana. Kellingin sagði að sig vantaði telpu, sem gæti hjálp- að henni við innanliússverkin. Geirþrúður sagði: „Það get ég vel gert.“ „Þá skaltu liitta mig hér i kvöld,“ sagði kellingin. Og þegar kvöldaði fór Þrúða á sama staðinn og var kellingin komin þangað á undan lienni. Svo ganga þær af stað og fóru hratt og eftir dálitla stund komu þær að litlum, hrörlegum bæ. „Gerðu svo vel og gakktu inn,“ sagði konan. Og ekki var bærinn á- sjálegri þegar inn var komið en hann hafði verið að utan. Þar var allt ósköp sóðalegt og á rúi og stúi. Konan sagði að hún fengi engan niat áður en hún færi að sofa, því að hún ætti engan mat til. Og Þrúða varð að hátta sársvöng. Um morguninn klukkan fimm vakti konan hana. „Nú verðurðu að taka til í bænum, því að ég þarf að bregða mér í kaupstaðinn.. Þú finnur víst það sem þú þarft.“ Þegar Þrúða var orðin ein fór hún að þvo. Hún var að allan dag- inn, en undir kvöld var allt orðið hreint og fallegt og hver hlutur á sínum stað. En ekki kom konan aftur. Loks kom frúin á óðalssetrinu inn í stofuna, sem nú var roðin falleg og tandurhrein. „En hvað þú hefir verið dugleg, Þrúða. Þú hefir staðist prófið. Það var ég sem var Ijóta kellingin, því að mig vantar duglega og þrifna stofustúlku, og ef þú vilt koma í vist til mín þó ertu velkomin.“ „Þakka þér hjartanlega fyrir,“ sagði Þrúða. Síðar giftist hún syn- inum á bænum og þau óttu börn og buru. Og svo er sagan búin. Ástríður, 11 ára. — Ætlar þú ekki að gifta þig bráðum, Gunna? — Nei, það liggur ekkert á. — Ætlar þú kanske ekki að gera það fyrr en liggur á? 9{C $ $ $ $ Húsabraskarinn sýnir væntanleg- um kaupenda nýtt liús. — Þetta hérna er stulknaherbergið og hérna er línskápurinn. . . . — Já, einmitt. Og það er skópur- inn þetta með öllum liillunum? Sjónaukar Hafið þér gert yður grein fyrir þeirri ánægju sem þér getið haft af góðum sjónauka í sumardvölinni? Góður sjónauki er óskagripur allra þeirra er hafa yndi af náttúrunni. Við höfum nú fyrirliggjandi sjónauka, stækkunargler og litlar smásjár. Oön StpunílsBon Skofiqripoverzlun Laugavegi 8 Reykjavík Skrítlur Hafið þér ekki annan lit, mér Duglegur tryggingarsali: finnst eins oij þessi klemmi full — Ætti það ekki að vera ofurlítil mikið? líftrygging, ha?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.