Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1946, Side 4

Fálkinn - 23.08.1946, Side 4
4 FÁLKINN ÓLGULL var í skýjtinum þetta kvöld, yfir vogin- um við Spezia, segir sögn- in. Munkaklaustrið Santa Croce del Corvo lá í glitri hnígandi sólar, geislar hennar léku um súiur og bogagöng og glitruðu í lindum og gosbrunnum. Kýprusarnir gnæfa hnarrreistir og þöglir við hjarlan liiminn, eins og umgerð um logn- sléttan voginn, og undiraldan gjálp- að; við fjörusaxidinn. Ábótinn stóð við klausturmúrinn. Hallaði höfðinu upp að múrnum og bærði varirnar — hann var að biðjast fyrir. Hann sá hylla undir einhverja mannveru niðri á grund- uninn og rétti þá úr sér og athugaði manninn betur, er hann færðist nær. Innan stundar stóðu þeir andspænis iivor öðrum. Gesturinn var í meðal- lagi hár, í rauðri kápu ög með rauða hettu. Ilann var gamallegur ásýndum, en í rannsakandi augunum brann eldur. Hann kom hægt og virðulega og staðnæmdist svo við klausturhliðið. Ábótinn spurði hvern hann vildi finna og lagði höndina á höfuð honum og blessaði hann. En það var eins og gesturinn heyrði ekki orðin. Hann einblíndi á klaust- urmúrinn renndi augunum yfir liina miklu byggingu, rannsakandi og sinnulaust í senn. Ábótinn endurtók spurninguna. Þá lyfti gesturinn höfðinu. Augu hans læstu sig inn í augu hins, með 'undraverðum krafti. „Eg leita friðar. Friðar. Friðar Þessi mikli æfintýramaður og skáld miðaldanna hafði lifað ó- veðrasömu og umrótsmiklu lífi. Allt- af ófarsæll, alltaf i leit að friðnum, sem hann hvergi fann. Hann hafði leitað hans á öllum þeim óteljandi stöðum, sem hann hafði gist á flækingi sínum, í djúphyglum rann- sóknum og starfi og í trúarbrögðum. Merkilegur snillingur og harmsögu- persóna um leið, sem iifði á merki- legum tíma, snillingur og harmsögu- persóna um leið, sem lifði á merki- legum tima. Það var aðalsmaðurinn, skáldið og liinn lærði vísindamaður og heimspekingur Dante Altighieri, sem var kominn i heimsókn til hins fátæka munks.... Menn vita litið um fyrstu æfiár hans. En liann var fæddur árið 1265 og var af gamalli aðalsætt. Hið ó- kyrra stjórnmálaástand, sem um þær mundir var ráðandi í borgunum á Norður-ítaliu hefir vafalaust haft Dante Allighieri Ðaote ^Divina Comedka Mesta skáW mraiðaMa var djúp áhrif á hið næma tilfinninga- líf hans og orðið til að auka þrá hans eftir friði — ytri borgaraleg- um friði og innri sálarfriði. Þegar hann var barn að aldri liafði hann hitt Beatrice, sem varð æskuást lians. En þær ástir urðu hinum unga Dante til mikilla rauna — hún elskaði hann ekki á móti og þegar hún var 21 árs giftist liún aðalsmanni einum. En eigi að sið- ur elskaði Dante hana alla æfi sína — hún varð drotning drauma hans atla æli. Til þess að finna frið og gleymsku í ástarraunum sínum fór hann að lesa heimspeki, guðfræði og nátt- úrufræði með miklum ákafa og komst um síðir að þeirri niður- stöðu, að heimspeki og vísindi væru aðeins einn þáttur i hinum kristnu trúarbrögðum. Dante varð brátt frægur sem rit- höfundur og ijóðskáld og giftist aðaismaiinsdóttur frá Firenze. Hann var þá nýbyrjaður á stóru riti í ljóðum, sem átti að sanna að öll vísindi væru þjónar kristindóms- ins. En þá gerðist atburður, sem átti að verða til þess að þroska hug hans og setja stimpil manndóms- ins á ijóðagerð hans. í byltingunum í Firenze var Dante, þá 35 ára gam- all, kosinn i ráð eitt, sem átti að verða einskonar velferðarnefnd og halda uppi lögum og reglu i borg- inni. En það kom bráðlega á dag- inn að ráð þetta hafði almennings- álitið á móti sér; Dante og félagar Dante og Beatrice viö hliff himnaríkis. hans voru taldir harðstjórar og nú hófust ofsóknir gegn þeim. Var leit- að til Bonifaciusar VII. páfa, til þess að fá lijálp þaðan til að koma þeim frá. En Dante var sendur til páfa til þess að tala máli ráðsins við hann. Meðan liann var í þeirri ferð varð bylting í Firenze, og þegar Dante var á heimleiðinni frétti hann að hann og félagar hans liefðu ver- ið dæmdir i útlegð, og ef þeir dirfð- ust að lcoma til Firenze aftur skyldu þeir brenndir á báli. Allar eignir Dantes, fastar og iausar, höfðu ver- ið gerðar upptækar. Nú var Dante orðinn aumastur allra fátækra. Hann varð að leggjast í flakk og láta konu sína og sjö börn þeirra eftir í fá- tækt í Firenze. Þannig var ástatt fyrir honum er hann fór að vinna að liinu l'ræga verki sínu ,,Comedia“ — sem síðar fékk viðurnefnið „Divina" — hin guðdómlega.... Samkvæmt málvenju þeirra tíma þýddi comedia kvæði, sem byrjaði alvarlega en lýkur með fögnuði og gleði. I þessum merkilega hundrað ljóða báiki, sem er alls 14.200 visu- orð eru saman komin mikil auðæfi lýsinga og mynda og þar er alvara og mannvit, sem virðist fara vax- andi í hvert skifti, sem ljóðin eru lesin.. En lesturinn er enginn leik- ur, — efnið er erfitt viðfangs, og Dante veit það. Ilann segir sjálfur við þann sem vill lesa það lauslega: „Snú við og hættu þér eltki út á liafið. .. .“ „Divina Comedia“ er í þremur aðalköflum: „Inferno", „Purgatorio"

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.