Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1946, Qupperneq 5

Fálkinn - 23.08.1946, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 og „Paradiso“ (Helvíti, hreinsunar- eldurinn og paradís). í fyrsta kvæðinu hverfur lesandinn inn í myrkviS syndarinnar. Skáld- iS er í hugarvíli og sjúkt af efa. 111- ar nornir kremja hjarta hans, heim- urinn er i stríSi, blóSþoku leggur upp af mýrunum, ástriSurnar fara um mannkyniS eins og fellibyljir og gera þá smáa og fyrirlitlega. Sjálf- ur mæSist hann undir þungri byrSi. Hann veit, aS honum hafSi veriS trúaS fyrir hlutverki í lifinu, — sem liann hafSi svikist undan. En hann veit ekki hvernig þetta hefir atvikast. ÞaS er eins og illar vættir hafi stungiS honum svefnþorn. í örvæntingu sinni hrópar ham á hjálp og liann fær hana. ÞaS er rómverska skáldiS Virgill, sem kem- ur og á aS lijálpa honum gegnum helvíti og hreinsunareldinn. En viS landamæri þriSja ríkisins, viS þrösk- uld himnarílcis tekur Beatrice viS af Virgil — hún er tákn náSar GuSs. Dante verSur aS þola margt áSur en hann kemst i Paradis. Hann verS- ur aS fara niSur í undirheima horfa á hinar útskúfuSu sálir og lilusta á óp þeirra og bænir um, aS þeir verSi afmáSir úr tilverunni. Hann gengur í stórum hóp upp Hreins- unarfjalliS og er þaS þjáningafull ganga, en í allri þjáningunni heyrast þó há fagnaSaróp. ÞaS er óp von- arinnar, sem lifir þrátt fyrir allt. Þessa lækningu verSur Dante aS gegnumganga áSur en hann fær aS koina inn í friSarríki sannleikans og kærleikans...... Og nú hefst þetta merkilega ferSa- lag. Virgili kemur og réttir honum höndina. Þeir leggja af staS, Virgill á undan, Dante á eftir. Brátt koma þeir aS afarmiklum gíg, kringlótt- um og eins og trekt ofan í jörSina. AS neSan lieyrist ógurlegur kliSur af eynularstunum og andvörpum. Næst koma þeir inn í forgarS Ilel- vítis og hitta þar margt af hljóS- andi og stynjandi fólki. Þar eru þeir ístöSulausu, sem ekki hafa haft þrek til aS taka afstöSu i líf- inu, hvort heldur var til góSs eSa ills. Nú hefir þeim veriS valinn staSur, sem bæSi er utan Himnaríkis og Helvítis og þar hlaupa þeir i hring eins og vankasauSir, til ei- lífSar nóns. Helvíti sjálfu er skift i níu deild- ir, eftir þvi hverskonar syndir gest- irnir hafa drýgt. í fyrstu deild eru hinir „eSlu heiS- ingjar". Skuggar þeirra eru á sífeldu sveimi. Þeir eiga ekki sjálfir sök á syndum sínum og þessvegna eru þjáningar þeirra án kvala og kvein- stafa. En þeir fá aldrei aS koma inn i hina himnesku Paradís. Þeir eiga uin alla eilífð að halda áfram að hringsóla um stór, græn engi, sem ná inn í óendanleikann, — i eilífri þrá eftir GuSi. í hverri nýrri deild koma nýir syndarar og umhverfið verður æ hræðilegra eftir þvi sem lengra kem- úr. Ðante og Virgill sjá syndara ástríðunnar, sælkera, hina ágjörnu, villutrúarmenn og falsspámenn, freistara, þjófa og hræsnara. Þeir halda áfrain lengra og lengra. Kvalaóp liinna fordæmdu fara hækk- andi, svo að ekki heyrist mannsins mál. En þó eru þeir ekki enn komnir í lielvíti vonskunnar. ÞaS hefst í 7. deild. Þar eru fyrst og fremst þeir, sem hafa brotið af sér gagn- vart öSrum, þvínæst þeir, sem liafa brotið gegn sjálfum sér og loks þeir, sem hafa brotið gegn Guði. Víðáttu- mikil flæmi opnast inn í myrkrið. í ærustunni og hávaðanum frá óp- um hinna fordæmdu, kvalastunum og andvörpum rennur á. í henni er rjúkandi blóð. Beljandi fossar steypast fram af hengiflugum. Þarna verða morðingjarnir að kveljast í blóðsjó, sjálfsmorðingjarnir grátbæna um að þeir verði máðir út úr til- verunni eða þeir fái likama aftur. GuSlastararnir lifa í eilífu eldregni — tákn ákæru samviskunnar vegna þess að þeir lögðu nafn Guðs við hégóma og hæddu það. Dýpst niðri, lengst frá sólinni, frá ljósinu og frá Guði, er eilífur kuldi. 1 þessu ísríki, sem aldrei hefir séð sólargeisla, eru níðingarnir saman komnir. Þúsundir af frostbláum höndum teygjast upp úr klakanum, sumstaðar sjást afmynduð andlit i sprungunum og kveinstafir heyrast. En þeir er þarna hafast við hafa fyrir löngu misst málið. í þessum frystikjallara helvítis eru meðal ann- ars Kain og Júdas Iskariot. Það eru hin köldu yfirlögðu svik, sem skáld- ið vísar til sætis þarna á botni allr- ar spillingar. Og þarna sjá gestirnir tveir iíka sjálfan höfðingja Helvítis — konung í ríki kvalanna — í eilífum ís. . . . Nú er ferðinni um Helvíti lokið og Dante og Virgill eru komnir á HreinsunareldsfjalliS. Þetta er ein- stakt fjall og sér þaðan yfir óendan- legar sléttur. Yfir þeim er blikandi stjörnuhiminn, sem á að fara að fölna meS komandi aftureldingu. Purgatotríið, eilífðarríkið, liggur ósnortið í afarstóru heimshafi, fjar- lægt og nærri í senn. Það er á yfir- borði jarðarinnar, öldurnar leika um strendur þess, sól og stjörnur lýsa, en þarna er allt miklu hreinna og léttara en á sjálfri jörð- inni. Áður en þeir félagarnir tveir geta byrjað ferðina nm þetta ríki verða þeir að losna við skelfingarnar og kvíðann, sem í þeim er eftir vitis- ferðina. Þeir verða einnig að tjá sig fúsa til að afsala sér öllu og láta þann sem ræður ferðinni, á- kveða allt. Svo taka þeir á sig krans auðmýktarinnar. Nú lcemur sólin upp og ferðalagið getur hafist. Þeir verða samferða öndum, sem þeir liafa jiekkt í lifanda lífi. Nú nema þeir staðar undir bröttu fjalli, til þess að leita sér að einstigi upp á tind- inn og nú hefst fjallganga, sem bæði er erfið og hættuleg. Loks koma þeir upp á stall, en sjá þá að annað fjall ennþá liærra er fyrir ofan þá. Dante logar af þrá eftir að komast upp á efsta tindinn fyrir sólarlag, en þetta er margra daga erfið leið. Undir kvöld koma þeir í unaðs- legan dal, vaxinn blónium, en það er mikill alvörublær yfir öllum þeim, sem þeir hitta þar. Þeir hitta þarna konunga og fursta, spekinga sem ígrunda vonsku veraldarinnar og geta ekki losnað við áhyggjur, sem þeir liafa haft í jarðlífinu. Einkennileg hamingja hvilir yfir öllu jiarna í Hreinsunareldinum. Þar er ekki hægt að rata nema meðan sólarinnar nýtur við. Undir eins og dimmir er ekki hægt að stíga nokk- urt skref. Þar verður að „vinna meðan dagur er, nóttin kemur þá enginn getur unnið.“ Um sólarupprás morguninn eftir vaknar Dante og sér þá að hann er á einhvern dularfullan hátt kominn að liliði Hreinsunareldsins. Þrjú þrep, sitt með hverjum lit, liggja upp að hliðinu, og á efsta þrepinu stendur engill meS sverð í liendi. Dante hneigir sig fyrir hinum himn- eska varðmanni, en liann ristir' á enni lians sjö blóðug P (peccatum, sem þýðir synd). Svo opnasl dyrnar að nýju ríki; þar er allt með öðrum svip en i helvíti. Þar lieyrir Dante unaðslegan hljóðfæraslátt og söng, en orð söngvaranna heyrast ekki fyr- ir dyn hljóðfæranna. Andar koma fram, ákallandi frelsun og riðandi undir þungum byrSum, sem þeir vilja varpa af sér. Allir eiga þeir að fara gegnum einhverja hreinsun, hver á sinn liátt, eftir því hvaða syndir þeir hafa drýgt i jarðlífinu. Þarna fer Dante um ýmsar deild- ir, sem liver liefir sína synda- hreinsun með höndum. En við hverja deild, sem liann fer um, hverfur eitt P-ið af enni lians. Allt í einu nötrar fjallið. Svo lieyr- ist kliður, eins og allir andarnir væru farnir að kyrja „Gloria in excelsis". Þeir fá ekki að halda áfram fyrr en söngnum og skjálft- anum er lokið. Og nú skýrist brált fyrir þeim, livað skeð hefir: í livert skifti, sem ein sálin hefir lokið hreinsuninni og rís upp, hreinsuð af allri synd, nötrar fjallið, og lyft- andi fagnaðarkennd fer um alla þá, sem eru að gera yfirbót. Loks er prófuninni lokið. Öll P-in eru horfin. Þrjá daga hefir Dante verið að reika um þetta ríki. Og nú er sólin að ganga til viðar í þriðja skifti. Um nóttina dreymir Dante tákn- rænan spásagnardraum: Hann sér unga stúlku vera að tína blóm á stóru engi, og veit að þetta er Lea, íholdgun hins starfsama í jarðlífinu — vita activa, á sama hátt og Rakel er liin íhugandi — vita contempla- tiva. Af draumnum fær hann hug- boð um livað á daga hans eigi að drifa næstu daga. ÞaS birtir i austri og með sól- inni vex löngun lians til þess að komast liærra, upp síðasta áfangann. Þá er takmarkinu náð og sigurinn unninn. Framhald á bls. 14. Dante og Virgill i nndirheinmm. Eftir málverki Delacroix.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.