Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1946, Side 6

Fálkinn - 23.08.1946, Side 6
G F Á L K I N N - LITLA SAGAN - L. M.: Tálvonir Johnny Madison stó'ð fyrir utan hermannaskálann og dásamaði sól- arlagið í San Diego. Hann var bólginn af lífsþréki. Þarna stóð liann, fullnuma sjóliði, reiðubúinn til að halda af stað og berja á Jap- ananum. í gær liafði liann fengið skipun um að vera viðbúinn að taka við einkennisbúningnum sín- um og hertygjunum. Loksins átti hann að fá að vera með. Loksins átti liann að fá að kynnast veruleikanum. Að vísu höfðu undanfarnar vikur verið mjög skemmtilegar, en það verður nokkuð tilbreytingalaust til lengdar að skjóta í sífellu á markskífur. Hann gældi við byssuna sína. Honum fannst lík- ast og hún væri hluti af honum sjálf- um, liann hafði gaman af að skrúfa hana alla sundur og setja liana svo saman aftur. Johnny liló þegar hann leit á byss- una sína og fyrstu æfingadagarnir rifjuðust upp fyrir honum. Hann liafði aldrei snert á byssu áður. Hon- um hafði fundist að liann mundi aldrei geta rétt liöfuðið upp aftur, eftir að lionum var skipað að ganga í hring í garðinum með byssuna. En nú voru honum engin leiðindi í hug lengur, hann var Johnny Madison, sem liafði fengið köllun um að fara i sjóherinn. Þetta var líf í lagi! Nú var allt bjart og hann átti frama i vændum. Stríð! Honum fannst þetta töfr- andi orð. Hann átti að fá að sjá virki- legt stríð — það sem hann hafði alltaf dreymt um og lengi lesið um, en aldrei dottið í hug að hann i'engi að reyna sjálfur. Að liugsa sér hve mikil breyting gat orðið á iífi manns á fáeinum vikum! Honum fannst eins og það hefði verið i gær, sem hann sat heima hjá sér og lifði það sama upp aftur og aftur. 'Vann finim daga í viku en á laugardögum og sunnudögum eyddi hann peningun- um sínuin í bió, kvenfólk og veð- mál. Honum hafði fundist allt þetta svo tilgangslaust — alltaf það sama dag eftir dag og viku eftir viku. Virka daga sat hann á loft- lítilli skrifstofu og skrifaði á gamla ritvél. Og hann var farinn að hata þessa ritvél. Hataði hana meira en nokkuð annað i veröldinni. Það var orðið svo drepandi leiðinlegt að skrifa um það sama aftur og aftur. Stundum jiegar liann sat við ritvélina hafði hann látið hugann reika langt burt — út i veröldina. Þá fannst honum eins og liann væri staddur i framandi landi og hitti þar nýtt fólk og gæfi sig að nýjum hugðarefnum, sem honum þóttu Bœr mikið skemmdur í jarðskjálft uiuim 1896. Jarðskjálftarnir 1896 skemmtileg. í huganum hafði liann verið í Egyptalandi, Arabíu, Kína og Suðurbafeyjum — úti um alla veröld. Hann var hin eilífa lietja, sem uppgötvaði ný svið, leitaði að gulli, barðist við bófa, bjargaði fögr- um stúikum úr neyð — en þegar minnst varði dalt hann ofan úr skýjunum og sat fyrir framan rit- vélina — bölvaðan garminn! Stundúm var hann að hugleiða hvort hann mundi nokkurntima losna úr þessari prísund, þessari eilífu endurtekningu. Hann vissi ekki hvernig hann ætti að geta komist upp úr þessu djúpa hjólfari, sem hann hafði lent i. Hann sagð- ist vera ræfill og viðurkenndi fús- lega, að hann væri ósjálfbjarga. En svo breytti um og nú rak hver viðburðurinn annan, og bann skildi eiginlega ekkert i að hann skyldi allt í einu vera orðinn sjóliði, reiðu- búinn til að fara i herþjónustu. Hug- arórar hans voru loksins orðnir að veruleika. Hann átli að verða hetja, sem átti að fara til Ástraliu, Norð- ur-Afríku, Kína eða eitthvað ann- að, þar sem Bandaríkin hefðu her úti. Hann hrökk upp af draumum sín- um við að kallað var hvellri röddu bak við hann: — Madison! — Já, sir! Það var liðþjálfinn. Nú var augnablikið komið. — Eg var að koma úr lierforingja- ráðinu. Við sjáum á skilríkjum yðar að þér eruð vélritari og hafið starf- að við jiað lengi. Gjaldkérann vant- ar vélritara. Farið þér til lians und- ir eins og segið hver þér eruð. — Já, sir! Honum datt í hug að biðja liðþjálfann að endurtaka það, sem liann hafði sagt. Langaði til að segja honum, að liann vildi lielst ekki hlusta á svona gaman. Hann reyndi að telja sjálfum sér tru um, að sér liefði misheyrst, en orðin héldu áfram að hljóða í eyrunum á honum. Hann sneri sér við og fæt- urnir á honum eru þungir sem blý. Hann tautaði eitthvað í barm sér um leið og liann fór út. — Þeir þurfa fremur á mér að halda hérna en á vígstöðvunum. Það er ef til vill bara tilviljun. En ég verð nú á vígstöðvunum fyrir því. í liug- anum verð ég á sambandslínunum milli fallbyssanna. Eg ætla að minnsta kosti að gera mitt besta. Hann rétti úr sér og greikkaði sporið. Matarskammtur í París og Berlín. Franski setuliðsstjórinn í Þýska- landi hefir gert eftirfarandi saman- burð á matarskammti þeim, sem stritvinnumenn .fá í Berlín og i París, og er skammturinn talinn í grömmum: Brauð Berlín . 600 Paris 450 Sterkja 40 25 Kjöt . 100 50 Feitmeti 30 27 Ostur 9 4 Sykur 25 17 Kartöflur . 400 0 Verkamenn liins gersigraða Þýska- lands fá þannig iniklu meiri mat en Frakkar, t. d. helmingi meira af keli og 400 grömm af kartöflum, sem Frakkar fá ekkert af. Framhald Það er ekki ofsagt að fólk hafi orðið skelfingu lostið, einkum fyrst i stað. Krakkarnir urðu lafhræddir í svipinn en gleymdu fljótt, en gamla fólkið leið mragt sálarkvalir. Sumir héldu að jörðin væri að forganga en aðrir héldu að jarðskjálftinn boð- aði að Heklugos væri yfirvofandi og að jörðin færi að brenna í ofaná- lag i allan hristinginn. Við krakk- arnir hlustuðum með athygli á um- ræður eldra fólksins um þessi mál og sátum svo úti á eldhúsvegg og liöfðum þar spáklegar umræður urn málið; þær snerust einkum um það hver orsökin væri til jarðskjálftans. Sumir héldu því fram að jörðin hefði rekist á einhverja ósýnilega stjörnu. En Gunnar gamli blindi, sem hafði verið þrettán ára þegar Hekla gaus 1845, sagði að Heklugos væri nú ekki nema smáræði hjá jiess um ósköpum, en Ileklu væri það nú samt að kenna. Ilann hafði einu sinni hrokkið útbyrðis af skipi í lendingu og legið góðan tíma i botni og verið staðráðinn í að deyja. „En þá leið mér vel en ekki núna“, sagði hann, því að „sætur er sjó- dauði“. Það gengu líka ýmsar sögur um, að spáð hefði verið heimsendi um þessar mundir, og ýmsir tóku þær trúanlegar. Reykjavík var átta sinnum minni í þá daga en hún er nú, en fleira fólk austan fjalls. Höfuðstaðurinn slapp við jarðskjálftaskemmdir en bæjarbúar tóku þegar að starfa að þvi að hjálpa fólkinu i neyðinni. Þá var erfiðara um samgöngur aust- ur yfir fjall en nú er og ekki einu sinni fært fyrir kerrur austur i Rangárvafllasýslu. En matgjafirnar komust samt úr Reykjavík og austur og yfir hundrað börn tóku Reyk- vikingar og nærsveitir Reykjavíkur til fósturs meðan verið væri að byggja uxip heimili þeirra. Nokkur þessara barna ílentust lijá fósturfor- eldruin sínum í Reykjavík, en lang- flest fóru heim aftur eftir einn til tvo mánuði. Tilboð komu norðan úr Skagafirði um að taka börn, en ekki þótti það tiltækilegt eins og sam- göngurnar voru þá. Það þótti nógu erfitt að koma börnunum þó ekki væri nema til Reykjavíkur. Sum þeirra voru flutt þangað í kláfum! Einn maður öllum öðrum fremur varð bjargvættur jarðskjálftafólks- ins á þessum hörmungartimum, -— Björn Jónsson ritstjóri. Hann fór þegar eftir fyrri jarðskjálftann aust- ur i sveitir, ferðaðist þar um og kynntist ástandinu af eigin raun. Frásagnir hans af jarskjálftanum, i ísafold 1896- 7, gefa lifandi hug- mynd um hvernig þessir atburðir gerðust, og ég efast um að betri fréttalýsingar liafi nokkurntíma ver- ið ritaðar í íslenskt blað. Eg sá þann merka mann í fyrsta skifti G. september þetta sumar, er liann skaut sér út um svefnherbergisglugg- ann í kippnum þá um morguninn. Hafði hann komið kvöldið áður á- samt Halldóri bókbindara Þórðar- syni og síra Ólafi á Stóra-Hrauni. Björn ritstjóri var aðalmaðurinn i hjálparstarfinu í Reykjavík og greinar hans voru lesnar um land allt og liöfðu áhrif, jafnvel á Þjóð- ólfsmenn, en ísafold og Þjóðólfur voru þá aðalöflin í stjórnmálalífinu. En ísafold sýndi þá, að Björn Jóns- son gat um fleira ritað en stjórn- mál. Og lengi verður lians minnst austanfjalls fyrir það, sem hann gerði þá. Hann sat í fjársöfnunar- nefndinni ásamt Jóni Helgasyni þá dósent, Júlíusi Hafstein amtmanni, Tryggva bankastjóra og Birni Olsen, og safnaði þessi nefnd ekki aðeins lijálparfénu heldur jafnaði lnin liví niður á lireppana, en það var erfitt verk oð vanjiakkað. Skýrslum var safnað á öllu jarð- skjálftasvæðinu um slcaða á húsum og lausafé, en matið mun ekki liafa verið í góðu samræmi, sumstaðar of hátt en annarsstaðar of lágt. Sum heimili þóttu telja fram grunsam- lega mikið af brotinni glervöru — meira en liau höfðu nokkurntíma átt, og margir þóttust verða iitundan. En annars nnmu menn brosa nú, er þeir sjá reikningana yfir jarð- skjálftatjónið. Þeir mundu líta öðru- vísi út ef jarðskjálftinn liefði orðið í ár. Allur skaðinn var sem sé met- inn á 236.841 krónur — eða innan við fjórðung úr miljón! Um 100.000 krónur i Rangárvallasýslu og rúm 130.000 í Árnessýslu. Mestur skaði i Rangárvallasýslu varð í Landmanna Framh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.