Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1946, Qupperneq 7

Fálkinn - 23.08.1946, Qupperneq 7
F Á L K I N N 7 Þeir stjórna atómsprengjutilraununum. — Acf undanförnu hafa geysimiklar tilraunir verið gerðar með atómsprengjur við eyna Bikini. Sú síðasta var 25. júlí. Myndin er af mönnunum, sem hafa yfirumsjóu með þeim. Frú vinstri: T. S. Power, hershöfðingi, yfirmaður flugliðsins; W. S. Parsons, aðmíráll, sem sér um hina tæknilegu hlið; aðmirátt Blandy, æðsti stjórnandi tilraunanna og hersliöfðinginn Mc Auliffe, sem stjórnar öllu öðru starfsliði en því, sem er í lofti. SABU í LONDON. — Filadrengur• inn Sabu, sem byrjaði frægð sina með þvi að leika i mikilli indverskri filamynd, og hefir síðan orðið vin- sæll kvikmyndaleikari, er um þess- ar mundir staddur i London. Þar á hann að leika í nokkrum mynd- um. Hérna sést hann við bíl sinn í London. AFVOPNUN. — Þetta er mynd af breskum hermanni, sem er að ganga úr hernum / ajhendingarmiðstöð- inni í Olympia i Lonaon, þar sem hermennirnir fá borgaralegan bún- ing áður en þeir hverfa heim til sín. Sultarverkfallinu aflétt. — Gyðingarnir í Palestínu, sem fóru að dæmi Gandhis og liættu að borða, þar sem Bretar höfðu þá í haldi, hafa nú ákveðið að „hverfa til vinnuu“ aftur. Það mun hafa verið sam- kvæmt tilmælum ýmissa leiðtoga Gyðinga, að þeir létu undan. Hér á myndinni sjást nokkrir að snæð- ingi í bækistöðvum Breta í Haifa. JUAN PERON. — „Hinn sterki mað- ur Argentínu" hefir hann verið kallaður, hinn nýkjörni forseti hins uuðuga argentíska lýðveldis. Hann liefir lengi verið grunaður um græsku og að halda hlifiskildi yfir nazistiim og jafnvel vera nazisti sjálfur, enda cru Þjóðverjar enn áhrifamiklir i landinu. Samt hefir Peron tekist að komast hjá því að lenda í andstöðu við Bandamenn, og mjög hafa þeir verið hjálpfúsir við hin bágstöddu lönd Evrópu og gefið þeim stórkosllegar gjafir, eink- um hveiti og kjöt. Peron hefir getið sér orð fyrir dugnað og lægni og þrátt fyrir að hann á við all harð- snúinn andstöðuflokk að etja, virð- ist hann eiga í fullu tré við and- stöðnna og landið og atvinnnveg- ir þess blómgast betur en nokkru sinni fyrr. — En eins og áður segir þykir hann nokkuð einráður í stjórn sinni. KVENFÓLK vinnur nú í stórum stil að viðreisninni í Þýskálandi. Sér- staklega má sjá marga kvennahópa í Berlín og nágrenni við ýmiskonar endurbyggingarstarfsemi. Hér sésl verkakvennaflokkur vera að reisa við eyðilagða brú i Potsdam. Búss- neskir eftirlitsmenn eru á vappi i kring. Það er ekkert áhlaupaverk að koma niður 2000 manna sendinefnd Sameinuðu þjóðanna i London. Mörg af gistihúsum borgarinnar voru tekin lil þessara nota. Xöfn og upplýsingar um sendimennina var ritað á stórar, svartar töflur eins og sést hér á myndinni,

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.