Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1946, Qupperneq 3

Fálkinn - 22.11.1946, Qupperneq 3
F Á L K I N N 3 Stórbruni í Reykjavík Að morgni þess 17. nóvember varð í Reykjavík einhver mesti bruni, sem orðið hefir i bænum. Starf slökkviliðsins var mjög erfitt, og má það teljast hin mesta mildi, að ekki hlaust fjörtjón af eldsvoð- anum. Þrjú liús brunnu til kaldra kola, en sex skemmdust meira eða minna auk þess, sem mörg önnur voru í sífelldri hættu. Eldurinn kom upp nokkru fyrir kl. 6 um morguninn, og magnaðist hann svo fljótt að innan skamms var húsið nr. 4 við Amtmannsstíg alelda. Slapp sumt fólkið nauðuglega út og fáklætt mjög. Á áttunda tím- anum féll húsið, en þá bafði eldur- inn borist i næstu hús, og húsið nr. 4A við Amtmannsstíg ásamt litlu íbúðarhúsi sunnan við það brunnu bæði til kaldra kola, án þess að nokkru yrði bjargað af innbúi. Einnig' komst eldurinn i Amtmanns- stíg 2, sem einnig brann nokkuð, en þó furðanlega lítið eftir þvi er ætla hefði mátt. Síðan barst eldur- inn yfir í steinhúsið Amtmannsstíg 6 og' brann efri liæð þess nokkuð að innan. Einnig kviknaði í tinib- urhúsinu nr. 12 við Þingholtsstræti og brann efri hæðin öll að innan. í þessum liúsum urðu miklar skemmdir af vatni. Suðurhliðar húsanna nr.- 5 og 5A við Amtmannsstíg sviðnuðu mjög’. Hús þessi standa norðan við Amt- mannsstiginn og mun vindurinn mjög liafa ráðið um það, að þau tókst að verja. Eldurinn læsti sig í trén við Þinglioltsstræti 14, en hús- inu tókst þó að bjarga og ennfrem- ur húsunum nr. 16 og 18 með því að dæla vatni á þau. Við endann á sundi, er gengur suður úr Amtmannsstígnum, er olíu- port Hins íslenska steinoliuhlutafé- lags. Ekki er geymd nein olía í því Iengur, en aftur á móti voru þar ýms áhöld, og auk þess er jarðveg- urinn mjög vættur af olíu. Portið tökst að verja gegn eldinum, þó að liælt væri það komið. Sunnan við portið kviknaði i húsinu nr. 11 við Bókhlöðustíg og brann efri hæð ])ess mikið að innan. ,Þetta hús stendur allfjarri hinum húsunum er brunnu, en neistaflugið hefir kveilct í því. Svo barst eldurinn einnig í sam- komuliús K. F. U. M. Brann eldri hlutinn af því mikið, og féll þakið niður. Nýrri hluti liússins, sem er sleinsteyptur, skemmdist ekki af eldi, en vatnið gerði þar ýms spjöll, ^cins og i mörgum húsum kringum brunastaðinn. Slökkviliðið var alls um 6 klukku stundir að raða niðurlögum eldsins, en dvaldist á brunastaðnum miklu lengur. Slökkviliðið á flugvellinum veitti mikla aðstoð á ýmsan hátt. Ljósm.: Fálkinn. Danssýning Sigr. Ármann Siðastliðið mánudagskvöld var gestum boðið að horfa á danssýn- ingu hjá hinni ungu en mjög efni- legu dansmær, Sigríði Ármann. Sýningin var haldin í Sjálfstæðis- húsinu og kynnti Brynjólfur Jó- hanneson, leikari, ungfrúna. Hún hefir dvalið við nám í listdansi um 2% árs skeið í Bandaríkjunum, og naut liún þar kennslu lijá einum fremsta danskennara vestanhafs. Skýrði Brynjólfur lildrögin, er urðu til þess, að ungfrú Siðriður hvarf til náms þessa vestra, og minntist þess sérstaklega, að hún hefði þeg- ar á barnsaldri vakið athygli á sér fyrir mikla liæfilcika í þessum efn- um. Hrifning áhorfenda var mjög mikil, enda á ungfrú Sigríður Ár- mann ekki annað skilið en óspart lof, svo rík er liún af listrænni kunnáttu og smekk auk þess sem hún er frábær „akrobat“ og list- dansari. Sérstaka lirifningu vöktu dansarnir „Dance Brilliante", akro- Hann er saminn cftir hana sjálfa varð hún að endurtalca. Fjöldi blóm batiskur dans og „dans skugga". við lag eftir Sinding. Þennan dans vanda bárust ungfrúnni. ♦ o o • <> I Brunatryggið strax i dag ii HÍ“ .ondon Guarantee frá 1869 Hringið í síma 6850 og vér munum senda tryggingarmann til yðar 31 um hæl, sé þess óskað. 33 Menn utan af landi, sem hafa hug á að tryggja hjá oss, sími eða skrifi 3> • oss nafn og heimilsfang sitt, munum vér þá senda viðkomandi trygg- <• ingarbeiðni til útfyllingar ásamt nauðsynlegum upplýsingum. | LONDON GUARANTEE AND ACCIDENT COMPANY 33 Aðalumboð á Islandi: 33 Erl. Blandon & Co., h.f. < ► Hamarshúsinu. <► Umboðsmaður á Akureyri: <► KARL JÓNASSON, prentsmiðjustjóri. <>

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.