Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1947, Qupperneq 2

Fálkinn - 31.01.1947, Qupperneq 2
2 F Á L K I N N Ingimundur Jónsson, kaupm., Kefla- vík, verður 60 ára 3. febr. n. k. Erlingnr Friðjónsson, kaupfélagsstj. á Akureyri, verður 70 ára 7. febr. n. k. Arent Claessen, stórkaupmaður, verður 60 ára 31. þ. m. Kr. Jón Guðmundsson, fyrv. skip- stjóri frá Dýrafirði, nú á Barónsstíg 11, verður 70 ára 2. febr. n. k. Orðsending frá íslendingasagnaútgáfunni: Hinni nýju útgáfu íslendingasagna hefir þegar verið svo vel fagnað af íslenskum bókamönnuin, að auð- séð er, að þeir kunna að meta kosti hennar: vandaðan texta, smekklegan frágang, ódýrt verð, — en þó sér- staklega, að hér eru'allar þessar sögur og þættir gefnar út í fyrsta sinn og það er látið fylgjast að, sem saman á. Þetta munu menn þó kunna að meta enn betur, þegar nafnaskráin kemur í einu lagi, töfralykillinn að þessu safni. Útgáfunni hafa þegar borist mörg tilmæli og áskoranir mætra manna að láta hér ekki staðar numið. Eftir rækilega athgun hefir nú verið afráðið að prenta á næstu árum þessa flokka fornrita með sama sniði: I. Sturlunga sögu, Biskupa sögur, (hinar eldri) og hina fornu Annála til 1430 — með sameiginlegri nafna- skrá. — Sturlunga saga og Biskupasögur gerast samtímis, fjöldi sömu manna kemur þar við gmsgr sögur. Engin getur haft full not Sturlungu án Biskupa sagna. Má til dæmis nefna, að í Sturlungu er einungis prentaðar síðari hluti Iirafns sögu, en fyrri hlutinn í Biskupa sögum. Annálar verða þess- um sögum samferða, auk ýmsum fróðleik við þær og taka við, þar sem þær hætta. Þarna fá íslending- ar í einu lagi allar helstu heimildir um tímahilið frá 1100 - 1430, hinar örlagaríkustu aldir sögu sinnar. II. Sæmundar-Edda, Snorra-Edda, Fornaldarsögur allar og Þiðriks saga af Bern. Alkunnugt er, að úr Sæmundar-Eddu eru algjörlega glötuð mörg lietjukvæði, sem eru einungis þekkt úr endursögn Yölsunga sögu, Þiðriks saga er alveg ókunn almenningi á Islandi, en fjallar um sama efni sem lietjukvæði Eddu. Því aðeins að maður liafi þetta allt samán með sameiginlegri nafnaskrá, eiga menn greið- an aðgang að öllum höfuðheimildum um goða- og hetjusögur Norðurlanda. Vegna þess, að nú er í ráði að gefa út Heimskringlu i ódýrri útgáfu og Flateyjarbók, sem er nýprentuð, hefir inni að halda þær Noregskonunga sögur, sem vantar í Heimskringlu, mun varla verða hugsað til að gefa þær sögur út fyrst um sinn. En liinsvegar mun verða undirbúin útgáfa Riddarasagna, en þær hafa aldr- ei verið prentaðar nema á stangli, eru allar uppseldar og fágætar, margar hinna bestu óprentaðar, en eru mjög skemmtilegar og hafa löngum verið allra sagna vinsælastar. Kjörorð Islendingasagnaútgáfunnar eru: Ekki brot, heldur heildir. Saman í heild það, sem saman á. ÍSLENDINGASAGNAÚTGÁFAN. pústhúlf 73, reykiavík

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.