Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1947, Side 3

Fálkinn - 31.01.1947, Side 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 6g 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprenf SKRADDARAÞANKAR Einu sinni ferðaðist hér um sveit- irnar Svíi nokkur, sem hét Ander- son. Hann seldi Adventistarit fyrir David Östlund og rakti flesta bæi, en árangurinn varð líka sá, að um 8000 eintök seldust af einni bók- inni, sem hann hafði meðferðis. Þetta var í þá daga, er miklu minna var keypt af bókum en nú. Það voru ekki nema 1-2 menn í lireppi, sem keyptu bækur. íslendingasagnaútgáfa Sigurðar Kristjánssonar var þá á döfinni og einn ríkasti bóndinn í lireppi einum sunnanlands hafði á orði að hann yrði að hætta að kaupa sögurnar, því að þær væru að setja sig á hausinn. Þetta var þegar Njála kom. Hún var nefnilega dýrust — kostaði krónu og sextíu aura. Umferðabóksalarnir eru horfnir. En liinir athafnamiklu bókaútgef- endur í Reykjavík og Akureyri gætu tekið það mál upp að nýju. Þeir gætu gert iit bifreið hlaðna úrvali þeirra bóka, sem þeir gefa út, ann- aðlivort hver fyrir sig eða Bóksala- félagið — og farið um aliar sveitir og haft ákveðna viðdvöl á liverjum stað, eftir áætlun, sem auglýst hefir verið fyrirfram. Og þeir gætu gert út bókasýningar á samlcomur, sem haldnar eru og til skólanna er þeir taka til starfa á haustin. Þeir gætu fengið kennara í lið með sér og þannig fengið umboðsmenn í hverri sveit, úr því að sveitakaupmennirn- ir hafa verið reyndir að þvi að setja grænsápukassa ofan á bóka- ldaðann. Það er viðurkennd reynsla að fólk kaupir ekki þá vöru, sem sett er undir mæliker, svo framar- lega sem liún er ekki lífsnauðsynleg. Og það eru mörg ónotuð tækifæri til að halda bókum að fólki. Sumir útgefendur amast við sveita- bókasöfnum og telja að þau eyði- leggi bókamarkaðinn. Þelta er tæp- iega rétt, að því er góðar bækur snertir. Því að bókasöfnin kynna bækurnar og gera almenningi kleift að velja úr það, sem það vill eiga. Á þann hátt ættu bókasöfnin að örva sölu góðra og nytsamra bóka, en ef til vill mundu þau draga úr sölu á ruslinu, og er j/að ekki nema gott. Á þann hátt rénar freistingin til að gefa út það, sem lélegt er. Dýru útgáfurnar, sem tíðkast svo mjög nú, eru ekki nema stundar- fyrirbrigði. 1 'framti,ðinni verður áherslan lögð á að gefa út ódýrar bækur, en alltaf hægt að prenta nokkrar á betra pappír. I. S. í. 35 ÁRA Denedikt G. Waage, forseti í. S. í. Hefir setið í stjórn í. S. í. í 32 ár. Um þessar mundir minnast ein stærstu félagssamtök liér á landi — í. S. t. — 35 ára gfmælis síns. Það var 28. jan. 1912, að 40 áhuga- samir íþróttamenn komu saman í Bárubúð við Vonarstræti til þess að stofna til samtaka með íþrótta- og ungmennafélögum um land allt. Aðilar að stofnuninni voru 12 fé- lög með um 000 meðlimum. Aðalhvatamaður stofnunar sam- bandsins var Sigurjón Pétursson frá Álafossi, sem alla tið hefir gef- ið sig mjög að íþróttamálum, eins og mönnum er kunnugt. Axel V. Tuiinius, fyrrv. sýskimaður, var kjörinn forseti sambandsins, og því embætti gegndi hann til ársins 1926, en þá var Benedikt G. Waage kjör- inn, og hefir hann síðan verið for- Gustaf Adolf prins, sonarsonur Svíakonungs, fæddur 22. apríl 1906. Giftist árið 1932 prinsessu af Sach- sen-Koburg-Gotha. Þau hjónin eign- uðust 5 börn. Gustaf var mikill íþróttamaður og vel að sér gerr i hvívetna. Hann var á leið heim til sin frá Hollandi er slysið vildi til. seti 1. S. í., eða alls 21 ár. í stjórn- inni liefir hann setið í 32 ár. Verkefni sambandsins á liðnum árum hafa verið mörg og margs kon- ar. Það liefir gengist fyrir kennslu í öllum helstu íþróttagreinum, sem stundaðar eru, og efnt til fjöl- þættra keppna. Það hefir gefið út alls konar leikreglur, og er stærsti hluthafi í íþróttablaðinu. Einnig liefir sambandið gengist fyrir utan- ferðum iþróttamanna á erlend mót, svo sem Olympíuleikana í Stokk- hólmi 1912 og Berlin 1936, og svo Evrópumeistaramótið í Osló í sum- ar. Knattspyrnu-, fimleika- og glírnu- flokkar hafa líka oft farið til ná- grannalandanna til sýninga og keppni. Sömuleiðis liefir í. S. í. fengið liingað erlenda íþróttaflokka til að spreyta sig á löndunum. Knattspyrnumenn hafa komið frá Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku og Noregi. Fimleikaflokkar, sund- flokkar og frjálsíþróttamenn hafa líka komið liingað. Ekki má gleyma þvi livern þáit íþróttasambandið liefir átt í því, að 17. júni hefir orðið þjóðhátíð- ardagur íslendinga. Skrúðganga í- þróttamanna og íþróttakeppni þann dag er fyrir löngu orðin alþýðleg- asta og vinsælasta atriðið í liátíða- höldunum, og dregur að sér þús- undir manna. . í. S. í hefir mörg vegleg verk- efni með höndum nú. Fyrst má þá nefna undirbúning að þátt- töku íslendinga í Olympíuieikjun- um, sem fram eiga að fara i Lond- on árið 1948. Einnig er ráðgerð landskeppni við Norðmenn í frjáls- um íþróttum og knattspyrnu, þó Þau gerast nú svo tíð hin mildu flugslys víða um heim, og fjöldi manns hefir nú á stuttum tíma týnt lífinu vegna þeirra. Einna átakanlegast þeirra allra liefir flugslysiö við Kastrup þó verið. Meðal þeirra 22, sem létu lífið, voru Gustaf Adolf, elsti sonur Gustafs Svía- prins, Grace Moore, óperusöng- kona og danska lcvikmynda- leikkonan Gerda Neumann. Á sama sólarliring féll flugvél til jarðar í Vestur-Kina og 19 manns fórust. Einnig berast fréttir frá New Mexico í Bandarikjunum um svip- aðar slysfarir. Axel Tulinius, fyrsti fors-eti í. S. í. að endaleg úrslit þeirra máli liggi eigi fyrir enn. Húsnæðismál sambandsins eru eitt erfiðasta viðfangsefnið, eins og hjá flestum félagssamtökum. Takmarkið er að koma upp full- komnu íþróttalieimili. Stjórn í. S. í. skipa nú: Benedikt G. Waage, forseti, Þorgeir Svein- bjarnarson, varaforseti, Kristján L. Gestsson, gjaldkeri, Frímann Helga- son, ritari, Erlingur Pálsson, fund- arritari. Meðstjórnendur úr landsfjórðung- um eru þessir menn: Jóhannes Stefánsson, Neskaupstað fyrir Aust- firðingafjórðung, Sigurður Greips- son, Haukadal fyrir Sunnlendinga- fjóðung, Þorgils Guðmundsson, Reykliolti fyrir Vestfirðingafjórðung og Hermann Stefánsson, Akureyri fyrir Norðlendingafjórðung. Framkvæmdastjóri sambandsins er Kjartan Bergmann. Fálkinn óskar í. S. t. góðs gengis í framtiðinni. Grace Moore óperusöngkona. Hún var á leið til Svíþjóðar, þar sem hún ætlaði að ha'fda söngskemmt- anir. Grace var 46 ára gömul og hefir aflað, sér mikillar frægðar fyrir leik sinn í kvikmyndum og sem söngkona. Maður liennar var spánski leikarinn Valentine Pereira, og hefir hann úkveðið að Grace verði jarðsungin i Bandaríkjunum. Flugslysið við Kastrup.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.