Fálkinn - 31.01.1947, Síða 6
6
FÁLKINN
Hver íann upp:
ELDINGAVARANN?
Benjamin Franklin (f. 1706, d.
1790) mun jafnan vera talinn einn
af mestu sonum Bandaríkjanna. —
Hann var prentari, blaðamaður, rit-
höfundur og stjórnmólamaður og
vann þjóð sinni mikið starf, ekki
síst sem sendimaður stjórnarinnar
við frönsku liirðina. En hann var
líka vísindamaður og hafði áhuga
á mörgum greinum vísindanna. —
Var hann einkar glöggur athugandi
og var honum iagið að gera grein
fyrir athugunum sínum á ljósu máli.
Leidnerflaskan liafði fundist 1745
og varð það til þess að Franklin
fór að gera ýmsar tilraunir með
rafmagn, og stundaði hann þær af
atorku og lagði sig i hættur þeirra
vegna. Einu sinni er hann var að
gera tilraunir með síórt rafhlað
lenti straumurinn í ógáti í honum
sjálfum, svo að hann varð meðvit-
undarlaus. Eftir á henti hann gaman
að þessu og líkti sér við írlending-
inn, sem fór að stela púðri og boraði
gat á púðurtunnuna með g'lóandi
járni. Honum datt í hug að eldingin
og rafmagnsneistinn væri af sama
uppruna, og 22. júní 1752 gerði
hann liina frægu tilraun, sem varð
til þess að eldingavarinn fannst.
Þann dag var mikið þrumuveður í
Fíladelfíu, en þar átti Franklin
heima, og varð honum þá gengið
með son sinn út á akur skammt frá
lieimilinu. Hann hafði með sér flug-
dreka, með löngum, yddum járnvir
að framan; algengt seglgarn var fest
i drekanum en fest í lykil að neðan-
verðu, og loks kom silkisnúra, sem
ekki leiddi rafmagn. Franklin lét
drekann fara á loft, undir þrumu-
skýi. Fyrst í stað var ekkert að sjá.
en svo fóru lausu trefjarnar í sel-
garninu að hrettast, og þegar Frank-
lin kom með hnúann í námunda við
lykilinn kom neisti úr lyklinum.
Þar með þótti sannað að eldingin
væri rafmagn úr skýjunum. Þessi
fræga tilraun Franklins varð undir-
staða eldingavarans, sem notaður er
til þess að leiða rafmagnsstrauma
loftsins niður i jörðina. Hefir Frank-
lin síðan verið kallaður höfundur
eldingarvarans, en líklegt þykir þó
að prestar Forn-Egypta hafi þekkt
eitthvað tilsvarandi.
*****
Sterkari en kjarnorkan.
Hinir dularfullu kosmisku geislar
eru fræðilega taldir mörgum miljón-
um sterkari orkulind en kjarnork-
an hefir, segir í áliti vísindamanna
í Washington nýlega. Fljúgandi virki
hafa í síðastliðna þrjá mánuði unn-
ið að rannsóknum á kosmiskum
geislum, í háloftunum milli Perú og
Canada. Yísindamaður, sem tók þátt
í þeim leiðangri segir, að ef aðferð
finnist til að hagnýta kosmisku geisl-
ana, fáist þar 10 miijón sinnum
sterkari ofka en í frumeindunum.
„En við erum ekki enn komnir svo
langt að við getum hagnýtt þessa
orku og það eru litlar horfur á,
að við getum nokkurntíma beislað
hana.“ bætti hann við.
*****
Sir Sholto á könnunarferð. —Yfirmaður breska hernámssvæðis-
ins í Þýskalandi, sir Sholto Douglas, hefir fyrir stuttu ferðast
um þvert og endilangt Vestur-Þýskaland til þess að kynna sér
matvælaástandið. Hér sést sir Shotto i sláturhúsi í Hamborg,
þar sem hann vill sannreyna gæði eggjahvítuefnisins, sem er
framleitt úr dýrablóði.
ARNULF ÖVERLAND er nú óum-
deilt fremsta Ijóðskáld Noregs. Hann
hefir jafnan verið talinn mjög rót-
tækur maður og var lengi vel talinn
til kommúnista, en nýlega hefir gerst
atburður, sem bendir til að hann sé
ekki sammála þeim um hvað frelsið
sé. Á rithöfundaþingi í Stokkhólmi
lét hann orð falla um, að Finnar
vœru ekki sjálfráðir gerða sinna um
þ.essar mundir, vegna þess að þeir
yrðu að sitja og standa eins og Eúss-
ar vildu. Varð úlfaþgtur mikill útaf
þ.essu og urðu 25 fundarmenn til að
víta Överland fyrir bersöglina. —
Kemur það úr hörðustu átt, að rit-
höfundar, sem telja sig frjálslynda,
skuli virða málfrelsi og skoðana-
frelsi jafn lítils og þeir hafa nú
sannað á sér þessi 25. överland hef-
FRANCIS BIDDLE var dómari í
Nurnberg af hálfu Bandarikjanna og
er talinn einn af færnstu lögfræð-
ingum Bandaríkjanna. Fulltrúar U.
S. á þingi UNESCO í París í vetur,
lögðu mikið kapp á að hann yrði
kosinn forseti stofnunarinnar en
ekki Julian Huxley prófessor, sem
þykir of róttœkur og taus í rásinni.
En Huxley var nú kosinn forseti
þfiátt fyrir það.
ir að vísu ekki bognað i baki við
þetta, en þó má kalla það kaldhæðni
örlaganna að hann skuli sæta ákúr-
um smákiða, sem eru ósammœlan-
leg við hann að viti og andagift.
*****
1 sumar kom herflutningaskip til
New York frá höfn í Evrópu, hlað-
ið af leyndardómsfullum varningi,
sem stranglega var gætt dag og nótt.
Síðar kom í Ijós, að þetta voru
nokkur hundruð af bestu listaverk-
unum frá Iíaiser Friedrich safninu
í Berlín, metin á 80 miljónir doli-
ara. Listaverk þessi furidu amerísk-
ir hermenn í saltnámu í Suður-
Þýskalandi, og nú er ætlunin að
geyma þau í Bandarikjunum, þang-
að til ástandið í Þýskalandi batn-
ar eittlwað! í safninu var m. a.
málverk Albrecht Durers af borgar-
stjóranum i Nurnberg, Hieronymus
Holtzschuber. Myndin er af mál-
verkinu.
Neyðin kennir .... Húsnæðisleysið
og hin aðkallandi þörf á að bæta
úr því, liefir knúið hugvitsama
menn til þess að gera uppgötvanir
í húsabyggingum og bæta vinnuað-
ferðirnar. Nú hefir sænsk verk-
smiðja smíðað alveg nýja gerð af
timburhúsum, sem liægt er að setja
upp á þremur dögum. í hverju
húsi eru 3 herbergi og eldhús.
Verður farið að smíða húsin í stór-
um stíl næsta sumar. Verðið er
14.000 svkr. Þessum húsum fylgja
allar vatns-, skolp og rafleiðslur,
reykháfur og hitunartæki.
*****
Vaknaði nakinn.
Enskur torgsali varð nýlega fyrir
grátbroslegu óláni. Hann var á ferða-
lagi og hafði engan farangur með
sér. Þreyttur varð hann og lagðist
til svefns á biðsal á einni brautar-
stöðinni. Þegar hann vaknaði sá
hann að hann liafði verið færður
úr öllum fötunum, og þau voru liorf-
in. Hermenn á staðnum lánuðu hon-
um einkennisbúning í bráðina, en
innan skamms fannst þjófurinn. 1
töskunni hans var líka alfatnaður
af kvenmanni.
$}{(>{(>)($
Þrefalt Everest. Ameríkanskir
hugvitsmenn í þjónustu flughersins
eru nú að undirbúa flug upp í 24
kílómetra hæð, eða þrefallt hærra
en hæsti tindur jarðarinnar er.
Hafa menn aldrei komist svo hátt
óður. Ráðgert er að tilraunirnar
hefjist bráðlega, og verður notuð
til þeirra rakettuvél, XS-1, sem fer
hraðar en hljóðið. Tilgangur flugs-
ins er að rannsaka hvaða áhrif
kosmisku geislarnir hafi á menn,