Fálkinn - 13.06.1947, Page 2
2
F Á L K I N N
Flugslysið í Héðinisfirði
Frá útförinni á Aknreyri.
Ljósm.: Edv. Signrgeirsson.
ÍeÍÁ
Torfiioogor
Á
nppdrœttinum sést Héðinsfjörðnr og Hestfjall. Slysstaðnrinn er við
Torfnvoga.
Fjöllin talið frá vinstri: Nesmípur fyrir ofan Siglnnes, Tlestfjall og
Ilvannadalsskriður.
Likin flutl upp frá bryggju á Akureyri. Þau eru sveipuð fánum.
Ljósm.: Helgi Thórvaldsen
Nú cr liðinn hálfur mánuður, síð-
an hið sviplega flugslys varð í Héð-
insfirði. Douglas-fiugvél frá Fiugfélagi
íslands, sem var á ícið frá Reykja-
vík til Akureyrar með 21 farjiega
auk 4 manna áhafnar, rakst á Hest-
fjall við Héðinsfjörð vestanverðan,
með þeim afleiðingum, að allir í
flugvélinni biðu bana. Þetta er eitt
hið hörmulegasta slys, sem orðið
hefir liér á landi, og þjóðin öll varð
harmi iostin, er tíðindi þessi spurð-
ust. — Siðast sást til vélarinnar yfir
Siglunesi, en þaöan er örskammt
yfir í Héðinsfjörð, og líkur benda
til, að flugvélin hafi verið snúin
við á suðurleið vegna vcðurtálm-
ana. Skyggni iiefir verið vont, og
vélin rekist á hamrabelti i Hest-
fjalli. Slysið liefir borið að allt i
einu. — Þetta skeði um miðjan dag
fimmtudaginn 29 maí. Að morgni
næsta dags, undir dagmál, fannst
hrúgald vélarinnar og' líkin - 25 að
töiu. Þau voru flutt af slysstaðnum
með vélbátnum „Agli“ til Ólafsfjarð-
ar. Þar voru þau flutt yfir í „Atla“
frá Akureyri. Áður en „Atli“ liélt
með líkin til Akureyrar, fór fram
stutt kveðjuathöfn í Ólafsfirði. Sókn-
arpresturinn mælti nokkur orð, og
karlakór söng sálmalög.
Þegar „Atli“ lagði að bryggju á
Akureyri um kvöldið, hafði þorri
Akureyringa safnast niður á bryggju
Var þar fleira fólk saman komið
en dæmi eru til á Akureyri. Lúðra-
sveit Akureyrar lék sorgarlög', séra
Pétur Sigurgeirsson flutti ræðu við
skipshlið og Karlakórinn Geysir söng
sálmalög. Síðan voru líkin flutt í
kirkju. Þennan dag vorií fánar í
hálfa stöng um gervallt landið.
Gleðimót öll féllu niður, þjóðin
syrgði með ástvinunum. Því að ]>að
er stórt skarð, sem höggvið er i
lítinn hóp, þegar 25 íslendingar
bíða bana á sama augnabliki.
Fjöldi samúðarkveðja barst hvað-
anæva að.
Fimmtudaginn 5. júní fór i'ram
minningaratliöfn í Akureyrarkirkju
um þau, sem flutt voru hingað suð-
ur til greftrunar. Séra Pétur Sig-
urgeirsson flutti bæn. Björgvin Guð-
mundsson og Theo Andersen léku
sorgarlög, og blandaður kór söng
undir stjórn Björgvins Guðmunds-
sonar. Er kisturnar voru bornar úr
kirkju, lék Björgvin Guðmundsson
„Dauði Ásu“ eftir Grieg. Siðan voru
kisturnar fluttar um borð í „Ægi“.
Karlakórinn Gcysir söng „Hærra
minn Guð til þín“, er skipið lét frá
bryggju. Lúðrasveit Akureyrar lék
sorgarlög.
Föstudaginn 0. júní voru 11 hinna
látnu jarðsett á Akureyri. Athöfnin
hófst kl. 1. e. h. Þeir séra Sigurður
Stefánsson á Möðruvöllum og séra
Pétur Sigurgeirsson fluttu ræður i
kirkju, en séra .Benjamín Kristjáns-
son á Laugalandi flutti ræðu og
bæn í kirkjugarði. Kirkjukórinn
söng og Theo Andersen lék á fiðlu
með undirleik Björgvins Guðmunds-
sonar. Skátar stóðu heiðursvörð. -
Þessi voru jarðsett á Aluireyri;