Fálkinn - 13.06.1947, Qupperneq 6
6
F Á L K I N N
R. L. STEVENSON:
GULLEYJAN
MYNDAFRAMHALDSSAGA
141. Nú komu samsærismennirn-
ir fimm aftur inn í varðhúsið, ógn-
andi, en þó eins og smeykir. Einn
þeirra gekk til Silvers og lagði
eittlivað í hönd honum. Silver ieit
á ]>að og sagði: „Það er svarta
merkið, svo að þá er ég rekinn úr
þeirra hóp. Það er samkvæmt regl-
unum, en liitt er móti reglunum, að
laþpinn er skorinn úr Biblíu."
142. Smátt og smátt æsti Silver
sig upp með því að tala við sjálf-
an sig. Hendurnar gengu í takt við
orðflauminn, sem streymdi af vör-
um lians. Með kjarnyrtu sjómanna-
máli reyndi liann að sanna fyrir
sjóræningjunum, hversu örugg stjórn
hans hefði verið og hvernig þeir
spilltu öllu með lieimsku sinni og
fljótfærni.
Copynghi P. I. B. Bo* 6 Copenhogen
143. ,,Og nú viljið þið drépa Jim.
Getið þið ekki skilið, þorskhaus-
arnir ykkar, að hann er eini pant-
urinn, sem við höfum, ef eitthvað
versnar með horfurnar fyrir okk-
ur.“ Sjóræningjunum virtist falla
allur ketill í eld við þessa hvassyrtu
ræðu, og þegar Silver fleygði til
þeirra kortinu yfir Gulleyjuna, færð-
ist ánægjubros á andlit þeirra.
144. Þeir þrifu kortið, og toguð-
ust á um það um stund. Þeir hög-
uðu sér eins og þeir hefðu gullið
jiegar í höndunum. „Þetta er kortið
lians Flints, við þékkjum það.“ -
Silver hafði unnið fullan sigur, og
hann varð aftur hinn ókrýndi for-
ingi þeirra.
145. Nú var lífi mínu borgið í
bili, og við lögðumst til svefns. Um
morguninn vöknuðum við við köll
skammt frá varðhúsinu. Það var
Copynghl P. I. B. Box 6 Copenhagen
læknirinn, sem var að koma í lieim-
sókn, þótt mig furðaði á þvi. „Kom-
ið innfyrir, læknir“, sagði Silver,
„við höfum ýmislegt að sýna yður.“
14G. Dr. Livesey gekk föstum
skrefum inn, og lét sér ekkert bilt
verða, þegar liann kom auga á mig.
Hann gerði að sárum sjóræningj-
anna og gaf þeim pillur, sem þeir
gleyptu mótþróalaust, því að ]>eir
báru traust til dr. Livesey og vissu
að liann mundi ekki gefa þeim
eitur.
147. En þeir skildu ekki, að lækn-
irinn vildi fá jiá sem flesta heila
á húfi til hengingar í Englandi. -
Þegar dr. Livesey bjóst til brott-
ferðar, sagði hann: „Má ég tala eitt
orð við Jim.“ „Ef Jim lofar að
flýja ekki,“ sagði Silver. Eg hét því,
og þá fórum við út að grindverkinu.
148. Sjóræningjarnir voru ekki
Copyrighf P. I. B. Bo* 6 Copenhogen
hrifnir af þessu uppátæki, og Silver
sem fylgdi okkur á leið, áminnti
dr. Livesey um, að líf mitt væri
i veði, ef einliver brögð væru í
ráðum. Síðan settist hann á trjá-
stofn skammt frá okkur, en ég tók
að skýra dr. Livesey frá öllu sem
gerst hafði.
65.000.000
utan kirkjufélaga
í Bandaríkjunum.
Það er alkunna, að i Bandaríkj-
unum eru fleiri kirkjufélög og „trú-
arjátningar“ en í nokkru öðru landi
heims, en liitt mun færrum kunn-
ugt, að þrátt fyrir öll þessi kirkju-
l'élög þá rúmast þar ekki nema um
helmingur þjóðarinnar. Þó hefir
utankirkjumönnum fækkað talsvert
síðustu 18 árin.
Sambandsráð kristinna kirkju-
félaga í Bandaríkjunum hefir lát-
ið gera yfirlit yfir trúarbrögð liinn-
ar fjölmennu en ósamkynja þjóðar.
Samkvæmt þessu eru 65 milljónir
Bandarikjanna, eða 47,5% ekki
í neinu kirkjufélagi. Þetta er þó
ekki svo að skilja, að þeir séu guð-
leysingjar, en liinsvegar er trúar-
skoðunum þeirra þannig varið að
þeir vilja ekki segja sig i lög við
nein þeirra Irúarfélaga, sem nú
eru starfandi i rikjunum, og eru
þau þó 256, svo maður skyldi halda
að úr nógu væri að velja.
Þó hefir fjölgað mikið í flestum
trúarfélögum. Á árunum 1926 til
1944 nam fjölgunin 32,9%, svo
að í ársbyrjun 1945 töldust 72,492,
000 manns tilheyra einliverju trú-
arfélagi, og er það fleira cn nokkru
sinni hefir verið, í sögu Bandarikj-
anna. Á sama tima fjölgaði lands-
búum ekki nema um 17,9%. Árið
1890 voru ekki nema 22,5% af í-
buiim landsins meðlimir i kirkju-
félögunum, en nú 52,5%.
Þessi 256 kirkjufélög í Bandarikj-
unum eiga samtals 253,762 kirkjur,
og lætur þvi nærri að þúsund manns
komi á hverja kirkju. Er þetta hærri
tala en nokkurntíma hefir verið i
Bandarikjunum. Auk kirkjanna er
fjöldi af bænahúsum um öll ríkin.
Þrettán kirkjufélög telja yfir milljón
áhangendur, og er rómversk-ka-
þólska kirkjan fjölmennust, en í
henni eru 23,419,701 sál. í lienni
hefir fjölgað um 26% síðan 1926.
í ýmsum öðrum kirkjufélögum hef-
ir viðkoman verið hlutfallslega
meiri, en rómversk-kaþólska kirkj-
an er þó enn stærsta krkjufélagið,
og hefir verið það frá öndverðu.
Næst kemur meþódistakirkjan
með 8 milljón meðlimi og hefir
fjölgunin þar verið 19% síðan 1926
Þriðja í röðinni er Suður- amerík-
anska baptistakirkjufélagið, sem
liefir 5% milljón, og hefir fjölgun-
in orðið mest þar, eða yfir 60%
síðan 1926. Næst koma Gyðingar,
fjórða kirkjufélagið í röðinni og
telur 4 V-i milljón áhangenda, en
Gyðingar í Bandaríkjunum eru tald-
ir fleiri, eða um 6 milljónir. Kirkju-
félag kristinna svertingja hefir tvö-
faldað meðlimatölu sina síðan 1926.
Það er erfitt að fá glöggt yfirlit
yfir kirkjufélögin vestra. Ef kirkju-
Framhald á bls. 74.
149. Meðan hann hlýddi á frá-
sögn mina, tók andlit hans miklum
breytingum. Svo kallaði hann til
Silvers með hrærðum hug: „Ef við
komumst liéðan frá eynni lieilir á
liúfi, skal ég gera mitt til að frelsa
þig, en fjársjóðnum skuluð þið
ekki leita vandlega að. Þið verðið
fyrir vonbrigum.“ Síðan gekk liann
burt.