Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 20.06.1947, Blaðsíða 4
4 F Á L K 1 N N Fæddur að Svínaskálastekk í Reyðarfirði 9. júni 1897, en flutt- ist barnungur að Litlu-Breiðuvik í Reyðarfirði og ólst þar upp til fullorðinsára. Foreldrar: Hans K. Beck, óðalsbóndi í Litlu-Breiðuvík (d. 1907) og Vigfúsína Vigfúsdóttir enn á lifi í Winnipeg, hátt á átt- ræðisaldri). Einn bróðir, Jóhann Þorvaldur Beck, prentsmiðjustjóri i Winnipeg. Þar sem Richard missti föður sinn 10 ára að aldri (1907), varð hann sneinma að ganga að allri al- mennri vinnu; jiannig var liann árum saman sjómaður og formaður á Austfjörðum, og þótti ótrauður og hcppinn sjósóknari. Jafnframt las hann undir skóla undir handleiðslu Sigurðar Vigfússonar móðurbróður síns, víðmenntaðs manns af sjálfs- dáðum og hins ágætasta kennara. Lauk Richard gagnfræðaprófi á Akureyri vorið 1918; sal næsta ár í fjórða bekk Menntaskólans i Reykja- vík, en las fimmta og sjötta bekk utanskóla næsta ár (1919-1920) og tók stúdentspróf ]>á um vorið (1920) Hafði liann getið sér mikið orð sem námsmaður, og tók einnig á skólaárum sinum þátt í félagsmál- um, einkum bindindismálum. Vakti hann einnig snemma á árum at- hygli á sér fyrir ræðumenusku- hæfileika. Ricliard hélt einkaskóla á Eski- firði 1920 - 1921, við góða aðsókn, en fluttist vestur um liaf til Winni- peg haustið 1921; var liann islensku- kennari Þjóðræknisfélagsins þann vetur, og tók einnig mikinn þátt í islenskum félagsmálum, svo sem með ræðuhöldum og annarri ]>átt- haust, er ein af elstu slíkum há- skóladeildum í Mið-vesturríkjunum. Norska er kennd þar, bæði fyrir byrjendur og nemendur, sem lengra eru á veg komnir, ennfremur is- lenska, bæði nýja málið og fornmál- ið (norræna). En vegna ])ess, hve margt íbúa Norður-Dakota rikis er af norskum ættum og l'jöldi stúd- enta háskólans þeirrar ættar, er mest áliersla eðlilega lögð á norska tungu og bókmenntir, bæði hinar cldri og hinar nýrri. Rit Ibsens og Björnssons eru lesin bæði á frum- málinu og í enskum þýðingum. - Noregs saga er einnig kennd með fyrirlestrum á ensku, og mitíðar bókmenntir Norðurlanda eru enn- fremur kenndar með fyrirlestrum á ensku og bækur ýmissa hinna kunn- ustu höfunda allra landanna, Noregs Danmerkur, Svíþjóðar og íslands, lesnar í enskum þýðingum. Varð háskóladeildin einna fyrst slíkra deilda vestan hafs til þess að hefj- ast handa um slíka kennslu í Norð- urlandabókmenntum. Þá er háskóia- deildin í Norður-Dakota ein af þrem slíkum deildum Bandaríkjanna, sem kennir islenskt nútíðarmál, og er það orðinn allstór nemendahópur, sem fært hefir sér i nyt á undan- förnum árum, síðan dr. Beck tók við starfi sínu sem háskólakennari og deildarforseti. Jafnframt háskólakennslunni hefir dr. Beck unnið mjög mikið að rit- störfum bæði á enslai, íslensku og norsku, sem hann ritar og talár jöfnum höndum. Þessi eru lielstu rit hans: Ljóðmál (frumsamin kvæði, Winnipeg 1929, fengu góða dóma); Saga hins evangelisk-lúters- ka Kirkjufélags Íslgndínga i Vestur- Dr. Richard Beck prófessor fimmtugur Hinn 9. júní síðastliðinn varð dr. Richard Beck, prófessor við ríkishás-kólann í Norður-Dakota, 50 ára. í grein þessari er skýrt frá helstu æviatriðum þessa merka manns, uppvexti hans, námsárum, fræðiiðkunum, embættisferli og síða&t en ekki síst ritstörfum hans og ræðumennsku. töku í samkomum í Winnipeg. - Haustið eftir (1922) fluttist hann til Bandaríkjanna og hóf fram- haldsnám í norrænum og enskum fræðum á Cornell University í It haca, New York, Jauk hann meist- araprófi ])ar vorið 1924 og doktors- prófi í heimspeki vorið 1926. Nám sitt i norrænum fræðum stundaði hann undir umsjá dr. Halidórs Her- mannssonar prófessors. hins við- kunna fræðimanns og rithöfundar. Meistararitgerð Becks fjallaði um Byron og áhrif hans í íslenskum bókmenntum, en doktorsritgerð hans um Jón skáld Þoriáksson á Bægisá og þýðingar hans úr ensku á Til- raun um manninn eftir Alexander Pope og Paradísarmissi eftir Jolm Milton; hafa kaflar úr þeim rit- gerðum Becks birst í ritgerðum i merkum amerískum og íslenskum tímaritum, og vakið athygli fræði- manna. - Á háskólaárum sínum i Cornell vann Beck bæði námsstyrki og námsverðlaun fyrir framúrskar- andi dugnað í náini, og var jafn- framt forystumaður í flokki er- Icndra námsmanna, sem fjölmenn- ir voru þar á háskólanum, meðal annars um skeið forseti allsherjar- félags slíkra stúdenta (Cornell Cos- mopolitan Club), og þótti sá fé- lagsskapur blómgast vel undir for- ustu hans. Richard Beck er tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Ólöfu Daníelsdóttur frá Helgustöðum í Reyðarfirði, valin- kunna sæmdarkonu, missti liann eftir stutta sambúð rétt áður en hann fór vestur um liaf. Árið 1925 kvæntist liann í Itliaca, New York, se.inni konu sinni, Berthu Samson hjúkrunarkonu frá Winnipeg. Er hún af íslenskum ættum, fædd í Norður-Dakota, en ólst upp í Winiii- pcg. Er Iiún Iiin ágætasta kona, gáfuð og aðkvæðakona í senn; hefir hún tekið mjög mikinn þátt i ýmsum félagsmálum í Grand Forks; er meðal annars fyrrverandi vara-for- seti félags norsk-ættaðra kvenna þar í borg (Dötre av Norge); þá hefir hún um allmörg undanfarin ár haft umsjón með sölu jólamerkja í Grand Forks til styrktar berkla- vörnum og um fimm ára skeið átt sæti í framkvæmdanefnd kvenskáta- félagsins þar í borg, og er nú vara- forseli lians; var hún nýlega sæmd lieiðursmerki kvenskáta fyrir 'störf sín í þágu þess félagsskapar. Þau lijónin eiga tvö einkar myndarleg börn: Margréti, 17 ára, sem lýkur gegnfræðaprófi á þessu vori, og Richard, 14 ára. Eftir að hafa verið prófessor í enskum bókmenntum og saman- burðarbókmenntum í St. Olaf Coll- ege í Northfield, Minnesota, slærsta menntaskóla Norðmanna vestan hafs og i Tliiel College i Greenviile, Pennsylvania, árin 1926-1929, varð liann haustið 1929 prófessor i Norðurlandamálum og bókmenntum og forseti þeirrar deildar við ríkis- háskólann i Norður-Dakota (Uni- versity of North Daltota), í Grand Forks, N. Dakota, og hefir skipað þann sess óslitið síðan. Norðuriandamáladeild háskólans, sem var stofnuð iiaustið 1891, og átti því 55. ára afmæli síðastliðið heimi (Winnipeg, 1935, rituð sér- staklega í tilefni af 50 ára afmæli kirkjufélagsins): Icelandic Lyrics (útg. Þórhallur Bjarnarson, Reykja- vík, 1930), frumkvæði á íslensku og enskar þýðingar, ásamt með inn- gangi og skýringíim; hefifr bók ])essi orðið mjög útbreidd, enda hlaut hún mjög vinsamlega dóma; Icelandic Poems and Stories (New York 1943), safn enskra þýðinga islenskra kvæða og smásagna, á- samt inngangsritgerð og æviágripum sem fræðifélagið The American- Scandinavian Foundation í New York gaf út, og vakti bók þessi mikla athygli og hefir hlotið ágæta dóma í ameriskum stórblöðum og merltum tímaritum, sem og í is- lenskum tímaritum og blöðum. Þá er dr’. Beck meðhöfundur mikillar bókmenntasögu Norðurlanda, The History of Scandinavian Literatur- es (útg. Dial Prcss, New York, 1938) og ritaði hann þar kaflana um ís- lenskar bókmenntir, norsk-amerískar og finnskar bókmenntir. Hann hef- ir einnig gefið út kvæði og kviðl- inga K. N. Júlíusar (Reykjavík 1945), ásamt inngangsritgerð og skýringum, og Ljóðmæli Jónasar A. Sigurðssonar (Winnipeg 1946), á- samt inngangi; þá liefir komið út eftir hann dálítið safn frumsam- inna kvæða á ensku, A Sheaf of

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.