Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1947, Síða 9

Fálkinn - 20.06.1947, Síða 9
FÁLKINN 9 áhuga fyrir málinu og mundi láta heyra frá sér undir eins og hann hefði tóm til. Með þetta símskeyti í vasanum læsti Sch- ullz Parabella-myndina inni í eldtryggum skáp og sneri sér að annarri kaupsýslu, senr ekki var jafn gróðavænleg. Tveimur vikum síðar sagð- ist Vanderbeck ætla að fara á fætur og fara að mála aftur. Hann hafði hugsað um svo margt annað meðan hann var veikur, en ekki trúði liann hús- móður sinni fyrir því. Þetta með bifreiðina — var þetta ekki refs- ing forsjónarinnar fyrir glæp- inn, sem liann hafði drýgt? Tizi- an mundi hafa séð helgiránið ofan af liimni sinum, og guð liafði sent refsivöndinn á hann. Það lá við að maður yrði að trúa þessu, úr því að mvndin var óskemmd. Hvað sem öðru leið þá var Vanderbeck staðráðinn i einu —- þó að hann yrði að sitja á safn- inu þangað til liann yrði gam- all inaður og gráhærður skyldi liann ekki gefast upp fyrr en liann liefði fengið tækifæri á að hafa skipti á myndunum aft- ur. Hann hafði drýgt glæp, og varð að afplána liann aftur. Og c-nginn skyldi fá að vita, að dýrasta málverk heimsins hefði komist í Jietta bifreiðaslys enginn nema sjálfur hann. Hann spurði húsmóðurina livort blöðin hefðu liafl frá nokkru merkilegu að segja með- an hann var veikur. Hún taldi ýmislegt upp, en ekkert hafði verið minnst á stolna málverkið. .íæja, það var nú gott og blessað. Meðal annarra orða, sagði hann, þessi mynd, sem ég liafði með mér þegar ég varð undir bílnum! Viljið þér rétta mér hana? Hvað gal húsmóðirin gerl ann- að en að meðganga. Hún hafði selt myndina — selt Schultz hana. Schultz, sem kom svo oft hérna og keypti af honum mynd- ir. Hún hafði þurft peninga fyr- ir mat og meðulum og ýmsu öðru og.... og.... Áður en liún hafði talað út var Vanderbeck kominn út á götu á leið til Schultz. Hann heyrði livorki né sá núna, frem- ur en slysdaginn, en hver veit nema að Tizian hafi séð úr himni sínum, að nú var ungi maðurinn á réttri leið, og hafi þessvegna haldið verndarhendi yfir honum. Svo mikið er vist að hann komst lieilu og höldnu til Scliultz. Málverkið! hrópaði hann. — Málverkið! — Hvaða málverk? — Hvaða? Vitanlega Para- bella-myndin mín Tizian- myndin! Schultz hristi höfuðið. — Kæri Vanderbeck, hún er seld. Það er að segja, sagði hann — hún er lofuð, — það er einn af bestu skiptavinum mínum í Ameriku, sem. . . . Hann liafði hætt sér of langt, og Vanderbeck var fljótur að sjá það. — Seld, sagði hann. Seld! IíejTÍð þér, kæri herra Schultz, ég hefi hugsað svo margt með- an ég lá veikur, já, ég hefi liaft svo góðan tíma til að hugsa, og ég liefi verið að hugsa um hvert hinar eftirmyndirnar mín- ar hafa farið. Nú skil ég það. Þér hafið selt þær til Ameríku — en ekki sem eftirmyndir. Og Iilustið þér nú á! í fyrsta lagi hefir liúsmóðir mín engan rétt lil að selja neitt, sem ég á, en eftirmyndin er óneitanlega min eign, og í öðru lagi ætla ég að láta umheiminn vita hvílíkur prakkari þér eruð, ef þér ekki .... já, ef ég fæ ekki Parabella- myndina aftur. Nú getið þér hugsað vður um í fiinm mínút- ur. Já, en heyrið þér, maður, - ég liefi kaupanda og ...... Heyrið þér, Vanderbeck, ef þér fáið tíu þúsund gyllini, hvað segið þér þá? Vanderbeck slóð um stund og hugsaði. Ekki um þessi tíu þús- und gyllini, sem í boði voru — og sem gátu gefið honum tæki- færi til að verða frægur málari — og ekki heldur um það hvern- ig Scliultz hafði prangað á öll- um eftirmyndunum hans — heldur um allt annað. Honum hafði dottið nokkuð í hug. — Dottið snjallræði í hug, og ef hægt væri að framkvæma það þá gæti liann slegið tvær flugur í einu höggi — liaft skipti á myndunum og um leið snúið á bæði Schultz og ameríska maurapúkann. Þrjár flugur, öllu heldur — því að sjálfur ætlaði hann að græða á þessu. — Schultz, sagði hann. Mér dettur nokkuð í hug. Hlustið þér nú vel á! Hugsið þér um mynd- ina á safninu, sem þessi er gerð eftir. Ef ég sæi mér færi að Iiafa skipti á inyndinni og þeirri sem hangir á málverkasafninu, svo að enginn vissi, þá munduð þér fá virkilegan dýrgrip til að selja ameríska milljónamæringn- um. Er það ekki? Með öðrum orðum: þegar ég verð einn i salnum skal ég hafa skipti á myndunum, setja þessa liéma í umgerðina á safninu og af- henda yður frummyndina. En ég vil hafa tuttugu þúsund gyllini fyrir, en ekki tíu. Schultz liugsaði sig um. Til- laga Vanderbeck var glæpur, en hann um það. Og hvernig ætti hann að geta vitað hvað var ekta og hvað var falskt? Það voru svo mörg fölsk ekta mál- verk í heiminum og svo mörg ekta fölsk. Og liann hafði lofað Ameríkumanninum dýrgrip. ■ - Hann gæti grætt stórfé á þessu. Og það var ekki hann, sem stal myndinni heldur Vanderbeck. Og ef hann gengi ekki að tilboð- inu þá stæði hann uppi Tizian- laus, hefði hvorki falslcan eða ekta .... og missti af mörg þúsund gullpeningum. — En, sagði hann, en......... livernig á ég að vita hvort þér leikið ekki á mig? — Þér getið komið með mér sjálfur og horft á meðan ég liefi skipti. Vanderbeck tók til óspilltra málana við eftirmyndir sínar, og' eitt kvöldið, nálægt tíu mín- útum áður en safninu skyldi lokað, kom Scliultz inn í Para- bella-salinn. Úr einu gluggaskot- inu liorfði hann á meðan Vand- erbeck tók myndina úr ramm- anum og setti hina í staðinn. Hann var ekki nema rúma mín- útu að þessu og nú liætti Sch- ultz sér nær. t sama bili kom umsj ónarmaðurinn. — Ein eftirmvndin enn? — spurði hann. — Nei, sagði Vanderbeck hlæjandi, en það var óróasvipur á andlitinu, nei, ég var bara að lagfæra svolítið á gömlu eftir- myndinni. En nú er hún líka orðin góð, finnst yður ekki? Og umsjónarmaðurinn sagði, eins og hann liafði sagt áður: — Jú, ágætlega gerð, en þess- ir litir og þessi blær. . . . — Þér hafið rétt að mæla, sagði Vanderbeck. En nú skal ég segja yður nokkuð — nú hætti ég að mála eftir Tizian, það er svo erfitt. Nú ætla ég í kynnisferð út í heim. Hvernig fór svo? Scliultz tók við myndinni, sem liann hélt vera ekta Tizian, þvi að hann hafði með eigin augum séð Vanderbeck losa liana úr ramm- anum. Og Schultz seldi liana mr. Otis P. Hanks, ameríkönskum svínaketsmilljónamæringi. Og í málverkasafni þessa herramanns i Chicago dást gestirnir að þess- ari ágætu eftirmynd og kalla hana ekta Tizian. En Vanderbeck tók við þess- um tuttugu þúsund gyllinum og það gat hann gert með tiltölu- lega góðri samvisku, af þvi að liann hafði aldrei gert annað en liafa skipti á tveimur mynd- um. Og hann virti eftirmyndina sína á 20.000 gyllini. Hvorl Sch- ultz héldi.... hann um það. Hann vissi ekkert um hvað hafði gerst fyrir bílslysið. Og Vanderbeck — nú er hann stórfrægur maður, og myndirn- ar lians hanga á öllum helstu söfnum veraldar. Hver veit nema mr. Otis P. Hanks segi einhvern- tima við sjálfan sig: Þessi Vand- erbeclc — ég má til að eignast málverk eftir liann einhvern- tíma, því að ég á ekkert eftir hann. Lítill knapi. — I Englandi er börnunum snemma kennt að sitja á hestbald, og eftir dálitla æfingu fá þau að taka þált í mjög vinsælum veðreiðum, sem haldin eru oft. Reiðskjótarnir eru litlir hestar, eins og mynd- in sýnir, en ekki hinir liáfættu, rennilegu veðlilaupahestar, sem notaðir eru á Derby-veðreiðun- um og víðar. Hér sést litil stúlka fá númer sitt áður en veðreiðar byrja. Tréplógar í Júgóslavíu. — Vélaiðnaðurinn er enn mjög skammt á veg kominn í Júgó- slaviu, og gamaldags verkfæri mikið notuð enn. Bændurnir nota töluvert tréplóga, sem Zig- aunarnir framleiða fyrir þá. — Hér sjást nokkrir bændur velja sér plóg hjá Zigauna-kaúpmanni.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.