Fálkinn


Fálkinn - 25.07.1947, Blaðsíða 2

Fálkinn - 25.07.1947, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N Heimsókn Norðmanna Ólafur krónprins gengnr ú land. Og þessi sömu orð voru cndurtekin af fulltrúum Norðmanna í ræðum þeim, sem þeir liéldu i Reykholti á sunnudáginn var. Þá voru Norðmenn, undir for- ustu ríkisarfa síns, Ólafs krónprins, að sýna íslandi þakklæti sitt fyrir það, sem Snorri Sturliison gerði fyrir þá á fyrri hluta 13. aldar. Og þcir gerðu það á þann liátt, að dótturþjóð þeirra hlýtur að fagna slikri kveðju. Það var ekki aðeins að þeir færðu fsíandi að gjöf stand- mynd Snorra Sturlusonar lieldur höfðu einnig fulltrúar fjöimargra stétta og stofnana tekist á hendur fcrð liingað lil þess að afhenda gjöfina. Kon'úngssonurinn sjálfur, sem er lieiðursforseti Snorranefnd- arinnar norsku var þarna í farar- broddi, formaður nefndarinnar, hinn víðkunni stjórnmálamaður Johan E. Mellbye, sem nú er kom- inn yfir áttrætt, gerðist einnig þátttakandi i förinni, forsetar beggja deilda stórþingsins, fulltrú- ar verkamannafélaga og ckki síst fulltrúar ungmennafélaganna norsku, en það voru þau, sem áttu frum- kvæðið að því að safna fé með al- raennum samskotum um allan Nor- eg til þess að reisa minnismerki Snorra í Reyklmlti. Sú tillaga kom fram á fundi, sem 'Vestmannalaget og Vestlandske mállag boðuðu til í Bergen í desember 1919 og tillögu- menn að málinu voru þeir Anders Hovden prestur, Thorleiv Hannaas prófessor og Lars Eskeland skóla- stjóri á Voss, allir kunnir íslands- vinir. En maðurinn, sem mest nnm Iiafa starfað að þessu máli frá upp- liafi, er A. Skásheim bánkastjóri, sem verið hefir ritari Snorranefnd- ar frá upphafi og cr það enn. Því miður leyfir rúmið ekki ít- arlegri frásögn af þvi, sem snertir forsögu málsins, og skal því vikið að stuttri frásögn af sjálfri komu liinna norsku gesta og liátíðinni i Reykholti, afhjúpun minnisvarða norskra hermanna í Fossvogi, at- höfninni í Dómkirkjunni á mánu- dáginn var og móttökuhátiðinni á Háskólanum samá dag. Koma norsku gestanna. Á laugárdagiún kl. 10. állu hin norsku skip að leggjast upp að hafn- arbakkanum. Þau voru komin árla morguns og höfðu lagst úti i Eng- eyjarsundi, tundurspillarnir Oslo, Stavanger og Tröndheim, en það fyrstnefnda flutti Ólaf ríkisarfa, og Lyra fornkunninginn frá Bergen sem flutti Snorranefndina og aðra full- trúa og gesti. Tundurspillarnir rista svo djúpt að þcir geta ekki legið við bryggju á Rcykjavikur- höfn þegar lágsjávað er, og fór bví krónprinsinn og hinir opinberu full trúar, sem með herskipunum voru, um borð i Lyru, sem flutti þannig alla gestina upp að hafnarbakkan- um. Við þetta varð nokkur • töf, Síðan á lýðveldishátiðinni hefir ahlrei verið slíkur hátíðablær yfir höfuðstaðnum sem siðustu viku. Og ])ó var bámark ])ess bátiðabrags ekki i Reykjavík eða á Þingvelli heldur í Reykholti. Þeir sem þangað komu á sunnudaginn var gerðu sér Ijóst, að þegar sérstök tilefni gefasí ó þjóðin sér ýmsa staði, sem vert er að safnast saman á þegar ástæða er til hátíðar. Reykholt er og verð- ur sá staður, sem lmgir tveggja þjóða sameinast á í framtíðinni — Islendinga og Norðmanna - i minn- ingu þess manns, sem skóp dýrustu verk islenskrar andlegrar menning- ar, verk sem hefir orðið nánustu Forseti íslands flgtur úvarp i Regkhoiti. frændþjóð okkar til andlegrar við- reisnar og öðrum frændþjóðum á Norðurlöndum heimild að sinni eig in sögu. En Norðmenn hafa alla tíð staðið fremstir i því að viður- kenna verk Snorra Sturlusonar, — Hann var gleymdur allri alþýðu á íslandi þegar norskir menn fundu hvers virði hann var og létu hann hjálpa sér til þéss að finna sjálfa sig. Það hefir oft verið sagt af nlæt- um mönnum nórskum, að án Snorra hefði Noregi orðið erfitt um að ná andlegu sjáfstæði sinu á ný eftir „nóttina löngu“, sem þeir kalla, en það er tímabilið er þeim var stjórn að af erindrekum danslcrar þjóðar. Ólafur krónprins flgtur úvarp i Rcgkholti. Snorrastgttan eftir að Ólafur krón prins hafði afhjúpað liana.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.