Fálkinn


Fálkinn - 25.07.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 25.07.1947, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Allir þeir, sem líta í vikublöð að staðaldri, rekast fyrr eða síðar á nafnið O’Henry. — Síðastliðna fjóra áratugi hafa smásögur hano verið lesnar meira en nokkurs annars höfundar. En ævi þessa manns var aíls ekki viðburðaminni en ýmsar bestu sögurnar, sem hann hefir ritað. Fer hér á eftir stutt æviágrip þes&a merka smásagnahöf- undar, sem réttu nafni hét W. SIDNEY PORT- ER. O’Henry Smásagnasnillingurinn Maupassant, Anton Tsjekov og O’Henry eru sennilega J)eir smá'- sagnahöfundar, sein vinsælastir liafa orðið með síðari tíma kyn- slóðum. Og þó að þeir séu nú allir fallnir frá lifa sögur þeirra eigi að siður og eru prentaðar upp aftur og aftúr, bæði í bók- arformi og i blöðum og tímarit- um. En hver var O’Henry? Um manninn sjálfan og ævi lians eru ekki til nema glompóttar upplýsingar. Jafnvel ameríkansk- ir ævisöguritarar hans játa, að ýmsir þættir úr ævi lians séu enn lolcuð bók, og muni verða svo um aldur og ævi. Það er lielsl að leita upplýsinga um manninn í formálum fyrir sum- um bókum lians, en þó eru þær mjög ófuilnægjandi. O’Henry er gervinafn. Höf- undurinn j'rægi liét réttu nafni William Sidney Porter, og ef leitað er upplýsinga um liann í bókasöfnum vestra, ber að leita undir því nafni, en ekki nafninu O’Henry. Það stendur þar að- eins í svigum, fyrir aflan rétta nafnið. Marga hefir furðað á, að liann skyldi ekki taka sér glæsilegra gervinafn úr því að hann var að því á annað borð, því að þegar hann velur sögu- hetjum sínum nöfn, sparar hann ekki að iiafa þau íburðarmikil. Sérstaklega ber á þessu í sög- um hans frá Mið-Ameríku. Þar koma fyrir nöfnin Perrico Xi- menes Villablanca Faleon hers- höfðinginn og Rainon Angel de la Cruzez v Miraflores forseti í Anchuriu! En livað sem þvi hður þá tókst honum að gera nafnið O’Henry frægt, svo að ekki stoðar að kalla hann neitl annað. Sidney Porter fæddist i Green- boro i Norður-Garolina árið 1862, gekk þar á skóla og fór siðan að vinna í ihnvatnaversl- un frænda síns. Þeir sem hafa lesið mikið éftir O’Henry hafa vafalaust veitt því athygli hve vel hann ]>ekkir allar hugsanleg- ar tegundir af ihnvötnum, en þetta lærði liann ])egar hann var i búðinni hjá frænda sínum. Ár- ið 1882 fór hann til Texas og keypti þar gamanhlað fyrir 250 dollara, skírði það upp og kall- aði það „The Rolling Stone“. Hann bæði ritaði l)laðið og teiknaði í það myndirnar. En um þær mundir var hann viðvan- ingur í hvorutveggja; liann liafði ekki enn fundið ])að höfundar- form, sem honum hæfði best, og var ekki nægilega þroskaður heldur. „The Rolling Stone“ valt ekki lengi og fór á haús- inn, og Sidney Porter fékk starf í banka. Hann var varagjaldkeri og nú gerðist það, sem mestum áhrifum olli um ókomna daga hans qg liöfundarstarf; liann lenti í sjóðþurrð. Sumir af ævi- söguhofundum hans þegja um þetta og álíta, að sjóðþurrðin hafi ekki verið honúm að kenna og að hann hafi verið dæmdur án saka. En svo mikið er vist að hann flúði, og liversvegna skyldi hann hafa gert það, ef hann liefði verið saklaus. Fyrst flýði hann frá Texas til New Orleans og ])aðan svo til Honduras. En svo frétti hann þangað, að kon- an, sem honum þótti mjög vænt um, væri alvarlega veik. Þá fór liann heim. Hann kom fyrir rétt og var fundinn sekur og dæmdur i fimm ára hegningar- vinnu. Var hann þá látinn laus er liann hafði setið inni rúm þrjú ár. Hann hegðaði sér eink- ar vel í fangelsinu. Á þessu ömurlega skeiði ævi sinnar ])roskaðist hann og tók miklum framförum sem rithöf- undur. En fangejsisvistin hafði önnur varanlegáln if á liann. Hún fylgdi honum eins og skuggi alla ólifaða ævidaga hans, og ef til vill var það liennar vegna, sem hann kaus að rita undir dul- nefni. Og nafnið fékk hann lán- að hjá einum fangávarðanna, sem hét Orrin Henry. í fangelsinu samdi liann sögu, scm einn af félögum hans í fangelsinu gaf honum hugmynd- ina að. Hún var síðar færð í leikritsbúning af öðrum amei ík- önskum rithöfundi, Paul Arm- strong, og varð sá leikur frægur. Ilann hél ,Alias Jenny Valintine4 og var leikinn í mörg ár sam- fleytt. En O’Henry naut einskis góðs af honum; það vofu aðrir, sem fleyttu rjómann og nulu frægðarinnar. Eftir að O’Henry varð laus úr fangelsinu fór liann i flakk um alla Ameríku. Um eilt skeið var liann i Mið-Ameríku og safn- aði þar efni í fjölda af sögum, meðal annars í sögusafnið „Cabbages and Kings“ (Kálhaus- ar og kóngar). Hann var ákaf- lega hrifinn af Mið-Ameríku- löndunum og lýsir þeim fallega, hitanum og loftslaginu, vötnun- um og liafinu i tindrandi sól- skini, stórum víðum vogum með hvítri skeljasandsfjörunni og pálmum, er bærast fyrir golunni Hann töfrar fram myndauðug- ar borgir, sem blunda í liitan- um og lýsir liinum fögru frúm, spm teygja úr sér i hengirekkj- unum, múlösnúnum sem koma niður einstigin í hlíðunum með klið frá hjöllunum við háls- böndin þeirra, fuglagarginu í frumskóginum og lágum liljóm frá gítarnum og óm ástarvisn- anna eftir að myrkrið er fallið á. í þessu umhverfi eiga þær heima söguhetjurnar lians, sem alltaf eru að gera stjórnarbylt- ingar, liinir renglulcigu hers- höfðingjar íians með dverglier- ina sína, og ameríkönsku kon- vúlarnir, sem drekka úr sér síð- ustu leifarnar af viljaþreki sínu og manndómi og menntun. Hér lenda þeir, sem af einhverjum ástæðum hafa neýðst til að flýja frá Bandaríkjunum, og hingað koma lögreglusnáparnir til þess að leila að þeim. Það er margs- konar vogrek, sem ber á land hér. O’Henry þekkir það og seg- ir frá þvi al' mikilli mannþekk- ingu og góðlátlegu glensi, sem aldrei fer hjá markinu. En er þetta rétt mynd af Mið- Amcríku, spyrja margir, er þeir lesa O’Henry. Auðvitað er það ekki. Það er Mið-Ameríka séð með augum skopteiknarans og endursögð með hugarflugi hans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.