Fálkinn - 25.07.1947, Blaðsíða 14
r
14 FÁLKINN
Heimsókn Norðmanna.
Framhald af bls. 3.
Skömnni fyrir kl. 12 var komii') á
áfangastaöinn, og var gcstumnn
fagnað þar af mannfjöldanmn sem
mun hafa verið um 10 Jnjsund
manns. Strax og komið var í Reyk-
holt, settust gestir að snæðingi í
skólahúsinu.
Áður cn hátðin sjálf liófst, og
meðan gestirnir borðuðu hádegis-
verð, notaði mannfjöldinn tímann
til að litast um við Reykholt: Skól-
inn var prýddur hlómum utan sem
innan, en umsjón með skreytingu
hafði .Benedikt Guðlaugsson, garð-
yrkjumaður frá Viðigerði. I kring-
iiin staðinn var líka mjög þrifa-
legtt og snoturt, og nýslegnir tún-
blettir og efri hluti Snorragarðs var
ætlað fólkinu til að „sp.óka“ sig á.
Var þar ætið þröng mikil, einkum
við skólann vestanverðan, þar sem
Snorrastyttan var og ræðupallur.
Þess má þó sérstaklega geta, að
gjallarhornin, sem komið var fyrir
á skótanum, voru sérstaklega góð,
svo að fólk gat dreift sér meira.
Kl. 1 e. h. Iiófst svo athöfnin.
Forseti íslands og Olav krónprins
gengu til sæta sinna á pallinum
framan við skólann. Öðrum tignum
mönnum var einnig vísað til sætis
á jialli. í byrjun athafnarinnar lék
Lúðrasveit Reykjavikur undir stjórn
A. Ivlahn „Hyldningarmars úr Sig-
urd Jorsaiafar“ eftir Grieg. Þá steig
forscti' íslands í ræðustól og flutti
ávarp.. Bauð Iiann norsku gestina
velkonma og selti hátíðina. Minnt-
ist hann á harmsögu norsku jjjóðar-
innar á stríðstímanum og þakkaði
hið lilýja hugarþel, sem lægi að
baki hinni veglegu gjöf, sem Snorra
stytta Vigelands er. — Að ræðu
forseta lokinni, gekk fram Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi og flutli
ávarp i ljóðformi. Var það einkar
snjallt og mjög skörulega flutt. Það
var bæði kraftur og bragsnilld í
kvæðinu og flutningnum. — Næst
flutti Jónas Jónsson, formaður ís-
lensku Snorranefndarinnar, ræðu.
Lauk hann máli sinu með þessum
orðum: „í dag taka norska kon-
ungdæmið og islenska i lýðveldið
höndum saman yfir gröf Snorra
Stúrlusonar. Sú athöfn er söguleg
nauðsyn, táknræn um þjóðlega
endurreisn, fengið frelsi og ævar-
andi bróðurlega sambúð Norð-
manna og lslendinga“. — Þá tók
til máls próf. Ilaakon Shetelig,
varaform. nosku Snorranefndarinn-
ar. Rakti liann ævi Snorra og rit-
snilld. „Enginn hef-ir skrifað feg-
urra né Ijósara norrænt mál. Þetla
kemur jafnvel fram i nýjum norsk-
um þýðingum. Það er eins og léll
undiralda undir liinn sanna hljóm
vorrar eigin tungu“. Þannig komst
próf Shctelig að orði. —
Nú gekk Johan Mellbye, fyrrv.
ráðlierra í ræðustól og fól Olav
krónprins að afhjúpa Sriorrastylt-
una og afhenda íslensku þjóðinni
hana til eignar. — Krónprinsinn
steig þá í ræðustólinn og flutti á-
varp til forseta íslands og almenn-
ings. Ivváð hann minnismerki það,
sem norska þjóðin færði íslensku
þjóðinni af Snorra Sturlusyni ekki
reist til þess að lialda uppi minn-
ingu Snorra. Hann hefði sjálfur
reist sér minnismerki með rituin
sínum. Styttan væri gefin til þess
að sýna, hve mikilli þakkarskuld
Norðmenn teldu sig standa í viö
Snorra. Að loknu ávarpinu af-
hjúpaði Olav Snorralíkneskið og
birtist það nú almenningi, hátt og
tigulegt. Líkneskið og fótstallurinn
er röskir fimm mctrar á hæð, eins
og skýrt var frá í síðasta tbl. Fálk-
ans, og áletranir á efsta granítstein-
inn í fótstallinum. — Þegar lík-
neskið liafði verið afhjúpað flutti
Stefán Jóhann Stefáiisson, lorsæt-
isráðherra, þakkarræðu lil norsku
gestanna og bað þá flytja norsku
þjóðinni þakkir og kveðjur íslend-
inga. „Og vissulega þykir oss góð
hin höfðinglega gjöf norsku þjóð-
arinnar, en mest þykir oss þó vert
um vináttu herinar, sem liggur að
baki gjöf þessari og hina ógleym-
anlegu og virðulegu heimsókn, er
gjöf þessari fylgir“. Þannig mælti
forsætisráðherrann.
Islenski þjóðsönguriiin var leik-
in á eftir ræðu Olavs krónprins og
sá norski eftir ræðu Stefáns Jóh.
Stefánssonar. Karlakór Reykjavíkur
og Karlakórinn Fóstbræður sungu
saman. Stjórnendur voru Jón Hall-
dórsson og Sigurður Þórðarson.
Að athöfn þessari lokinni dreifð-
ist mannfjöldinn um grundirnar
eða reyndi að ná sér í hressingu.
Þá voru gróðursettar trjáplöntur
í Snorragarði. Komu þær með Lyru
og eru gjöf frá Noregi. Skyldu þær
gróðursettar þennan dag. Hákon
Bjarnason, skógræktarstjóri, veitti
þíöntunum móttöku, en Olav krón-
prins, Mellbye o. fl. gróðursettu
|iær. Skasheim, ritari norsku
Snorranefndarinnar, mælti nokkur
orð.
Er hér var komið, söfnuðust gest-
ir og almenningur út að Snorra-
laug, en þar flutti Matthías Þórðar-
son, þjóðminjavörður, ræðu um
Reykholt. Snorragöng og Sturlunga-
rcitur voru og skoðuð.
Að lokinni kaffidrykkju, sem
hófst kl. 4 var haldið af stað heim-
leiðis sunnan Hvítár til Akraness,
en þaðan með Esju til Reykjavíkur.
Um kvöldið hélt svo Borgfirð-
ingafélagið skemmtun. Vcgna fólks-
fjöldans var horfið frá þvi að hafa
skcmmtúnina i leikfimissal skól-
ans, og var hún höfð á flötunum
vestan skólahússins. Ilafði félagið
góðum skeiiimtikriiftum á að skipa,
og að lokum var dans stiginn.
Það má segja um Snorrahátíðina
i Reykholti, að hún fór prýðilega
fram, og var atlriifnin sjálf mjög
hátíðleg. Gestirnir hafa líka látið i
ljós ánægju sína yfir fcrðinni og
hrifningu yfir fegurð laridsins.
Þess má geta i þessu sariiban.li, að
Ilansen stéinhöggvari, sá sem ann-
aðist uppsetningu styttunnar i
Reykholti, komst við, er hann
kvaddi heinrilisfólkið i Reykholti
og hélt á braut með gestunum. Svo
góð voru kynni hans af islenska
])j(»ðarbrotinu i Rcykholtsdal.
Minning norskra hermanna.
Mánudagurinn bauð gesti vel-
komna með ennþá fallegra verði
en hafði verið í Reykholti á sunnu-
dag.
Klukkan 11 árdegis var fjöldi
fólks saman kominn i Fossvogs-
kirkjugarði, við leiði þeirra 35
norskra manna, sem jarðsettir voru
þaí' á striðsárunum. Áður en fólk
fór að safnast sanian kringum
grafirnar höfðu norskir sjóliðar af
þeim herskipum, sem liér eru nú
stödd, safnast saman og mynduðu
heiðursvörð um grafirnar.
Norska minningargröfin á Is-
landi hefir nú fengið fallega leg-
steina úr stuðlabergi. En sú cr saga
þess máls, að einn af liinum norsku
vinum íslands, frú Gerd Gricg leik-
kona, vildi ekki þiggja neina borg-
un lyrir þá miklu hjálpsemi,, sem
luin sýndi Leikfélagi Reykjavikur
á stríðsárunum með því að leika í
ýmsum leikritum norskum og
stjórna sýningu þeirra. Því var ]»að
að þáv. formanni Leikfélagsins,
lierra .Brynjólfi Jóhannessyni, liug-
kvæmdist að leggja fé til liliðar,
sem þvi svaraði er frú Gerd ætti
inni hjá félaginu og biðja liana um
að ráðstafa fénu í einhverju augna-
miði. Hún svaraði þvi á þá leið,
að ef þessum sjóði yrði varið til
þess að reisa minnismerki norskra
hermánna, sem létu lifið á Islandi
eða hafinu umhverfis, væri hún
þakklátust. Því eins og kunnugt er
voru þau hjón Nordahl og Gerd
Gricg sérstakir vinir sjómanna-
stéttarinnar.
Athöfnin í Fóssvogi var sett með
því að Brynjólfur Jóhannesson
leikari flutti ávarp og sagði sögu
þess, að minnisvarðinn var reistur.
þá flutti Sigurður Nordal pró-
fessor eina af sínum ágætu ræðum,
sem hrærði strerigi og færði ljós
yfir svo margt, sem annars er í
þoku. Á eftir söng Karlakórinn
Fóstbræður Fedrelandssalmen, und-
ir lagi Edv. Griegs.
Þessu næst steig Ólafur krón-
l»rins í stólinn. Hann minntist með
fáum orðum þeirra, sem flýðu land
sitt á styrjaldarárunum til þess að
taka virkan þátt i baráttu Noregs
gegn ofbeldinu, sem ríkjandi var
heima fyrir, og drap á að Norð-
menn hefðu lagt miklar fórnir fram
til þess að endurvinna frelsi sitt
ng þann frið, sem frjálsar þjóðir
liafa að hugsjón. Að lokum þakk-
aði hann íslendingum innilega
samúð þeirra við frændur sina
austan liafs, sem svo vel liefði kom-
ið i ljós á striðsárunum og eftir
striðið.
Að svo mæltu afhjúpaði hann
nrinnisvarðann, stuðladrang auslan
úr Hi'eppum, og lagði blómsveig
að fótstallinum. Forseti íslands
gekk ]>ví næst að minnisvarðanum
og lagði ]>ar blómsveig, en þá
Stefán Jóh. Stefánsson forsætis-
ráðherra og síðan foringjar land-
hersins og sjóhersins norska. Loks
komu tveir Björgvinarbúar, skip-
stjörinn á „Lyra“, þess skips sem
flestar ferðir hcfir farið milli ís-
lands og Noregs, og hélt uppi ferð-
um við England öll stríðsárin, og
próf. Hákon Shetelig og lögðu
sveiga að minnismerkinu. Því næst
tók lil máls Matthías Þórðarson
])jóðminjav<)rður, en liann á sæti i
minnisvarðariefndinni ásamt þeim
Br. Jóhannessyni og Sigurði Nor-
dal. Las hann upp nöfn hinna 35
norsku hermanna. Flestir ])eirra
Iiöfðu týnt lifi í flugslysi.
Þrátt fyrir þann hátíðleik, sem
hvildi yfir allri þessari áthöfn, sem
sagt er frá hér að framan verður
]»ó sú stund ógleymanlegust, er
gömul kona, móðir eins hinna
föllnu hermanna, gekk að litla
steininum á gröf sonar sins og lagði
þ'ar blónrin sín. Ilver veit nema
hún liafði hugsað svo uni leið: „Eg
vil ekki láta fytja þig heim til
Noregs, þó þú hvílir i fjarlægri
mold, því að ég hefi séð núna, að
hér á landi eru svo margir, sem
þykir vænt um þig.“
Þvínæst söng Iíarlakórinn Fóst-
bræður „Vér erum frændur, far-
menn ystu stranda“, Brynjólfur
Jóhanncsson, sagði fram kaflann
„Frá norskum brerinandi borgum"
og loks siing kórinn síðari hlutann
af inu snilldarþrungna kvæði Davíðs
Stefánssonar, en sá kaflinn heitir
„Vér eigum hinum fræknu fjör að
launa“. Davíð orkti kvæðið í tilefni
þessa viðburðar og dr. Páll setti
lagið við.
Hátiðleg var athöfnin i Fossvogi,
en þó ekki síður minningarguðs-
þjónustan i Dómkirkjunni, sem hófst
kl. 2. sama dag. Ræðuna l'lutti þar
dómprófastur Fjær, en fyrir altari
var vigslubiskupinn, dr. Bjarni Jóns-
son. Hér verður ekki hægt að rekja
ræðu dómprófastsins, enda óþarl'l,
með því að allur landslýður hlust-
aði á hana í útvarpinu. Kveðja
barst frá Oslóarbiskupi, herra Ey-
vind Berggrav, frá Þjóðkirkju Nor-
egs, og svaraði herra Sigurgeir Sig-
urðsson henni þar í kirkjunni með
ræðu til Norðmanna og þjóðkirkju
þeirra.
í Háskólanum.
Klukkan hálf sex hófst svo mót-
tökuhátíð í Háskólanum. Rcktor
háskólans, próf. Ólafur Lárusson
bauð gesti velkomna, en í öndvegi
samkomusalsins sat Ólafur krón-
prins með föruneyti sínu. Sem
milliþátt milli ræðanna söng Einar
Iýristjánsson nokkur lög af sinni
alkunnu snilli, en þá tók IiI máls
gesturinn, sem var hér konrinn af
hálfu Oslóar-háskóla, próf. dr. F.
Bull, sem sagt ér um að hafi átt
mestan ])átt i að stytta fólki stund-
ir í Grini-fangelsinu alræmda, en
þar sat hann lengi, sakir anda
síns og vilja. Þvi að liann hafði
gert allra manna mest, núlifandi
manna til þess að skapa norska
bókmenntamenningu. Hann minntist
ekki aðeins Snorra og fornbók-
menntanna, en einnig þess starfs,
sem unnið er í bókmenntum i nú-
lifandi tið. Það var svo hrífandi
ræða, sem p'róf. Bull flutti við
þetta tækifæri, að „suniir lengu
hjartslátt en aðrir hljóta að vera
feimnir“ heyrði maður einn gamlan
menntamann og góðan segja, um
leið og út var konrið af samkom-
unni.
En næstur á eftir próf. Bull tók
próf. Sigurður Nordal lil máls. Og
það er erigin frétl að segja, að
hann hafi lalað vcl, ]»ví að ég hefi
ekki ennþá liaft þá frétt að segja,
að Iiann hafi talað öðruvísi. Von-
andi gel'st Fálkanum færi á þvi,
í næsta blaði að flytja ræðu þá orð-
rétta, og þessvegna cr ekki vert að
spilla neinu með þvi að tína úr
henni setningar á víð og dreif.
Að fundarlokum voru leiknir þjóð-
söngvar þeirra ]»jóða, sem eiga Iriut
að Snorrahátiðinni. Um kvöldið
hafði forseti íslands boð inni á
Bessastöðum fyrir Ólaf rikiscrfin
og aðra hefðarmenn.
í næsta blaði verður skýrt frá
ferðalögum norsku gestanna og boði
norska sendiherrans. Margar mýridir
'iinu birtast ineð frásögninni.