Fálkinn


Fálkinn - 25.07.1947, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.07.1947, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Myndasaga: V <k * a I i ii :» a i* ii i i* victor u»b» Meðan enn var rætt nm ftæking- inn á biskupssetrinu, var barið a'ð dyrum. Dyrnar opnuðust, og inn kom binn hrakti ferðalangur og flæk- ingur. Han var hvass á brún og hörkulegur. Konurnar iirukku i kút af hræðslu, en biskupinn horfði rólega og vingjarnlega á manninn. Án þess að biða eftir því, að hann væri spurður erindis, hóf komumaður mál sitt: „Eg heiti Jean Valjean. f 19 ár hefi ég verið gal- eiðuþræll, en var látinn laus fyrir fjórum dögum. í dag hefi ég geng- ið langan veg og kom þreyttur til bæjarins. Vegna hins gula vegabréfs sem ég eftir lagaboði sýndi í ráö- húsinu, hefir mér allsstaðar verið fleygt á dyr. Göhiul kona visaði mér svo liingað. Eru herbergi til lcigu iiér?“ Jean Vaijean var nú orðinn mildari á svipinn. Biskupinn sneri sér nú að ráðs- konunni. „Viljið þér leggja í arin- inn,“ sagði hann. Siðan sneri hann sér að komumanni. „Fáið þér yður sæti lierra Valjean. Við ætluni einmitt að fara að snæða kvöldverð, og þér eruð velkominn að borða með okkur.“ Jean Valjean varð hverft við þessi orð. Það var svo langt síðan hann Iiafði verið ávarpaður sem maður. „Eg skal borga allt. Þér eruð gestgjafi, ekki satt?“ Con/riaht P I. B. Box 6 Copenhogen „Nei, ég er prestur og bý hér.“ „Svo, þér eruð prestur. Það hefði ég nú reyndar átt á sjá af höfuð- búnaði yðar.“ Hann lagði gonguprikið og mal- pokann frá sér út í horn. „Þá þarf ég ekki að borga yður neitt. Annars á ég 100 franka og 15 súur“. „Hve lengi hafið ]iér verið að vinna fyrir þeim?“ „19 ár - í rauðri úlpu og hlekkj- Samtalið liélt áfram, og andlit galeiðuþrælsins ljómaði í • hvert skipti, sem hiskupinn ávarpaði liann herra Valjean. Nú var búið að leggja á borð. Silfurborðbúnað sinn hafði biskup- inn gefið fátækum, en átti eftir 2 silfurstjaka og hnífapör fyrir fjóra. Valjean tók hraustlega til matar síns og saddi hungur sitt þögull. Þegar líða tók á máltíöina hófu þeir samtal að nýju biskupinn og Valjean. Valjean sagðist vera á leið til Portarlicr, og biskupinn ræddi atvinnumöguleika lians þar. Síðan bað hann borðbænina. Eftir ‘máitíðina riuldi ráðskonan borðið og setti silfurdótið inn í skáp. .Biskupinn tók annan silfur- stjakann og sagði: „Jæja, herra Val- jean. Nú skal ég fylgja yður til herbergis yðar“. Þeir gengu upp, og Valjean sá uppbúið rúm blasa við. „Áður en þér hefjið göngu yðar í fyrramálið, skuluð þér fá spen- volga nýmjólk eins og yður Iistir.“ „Kærar þakkir, lierra biskup. En þorið þér að sofa undir sama þaki og galeiðuþræll?“ „Það varðar drottinn einan. — Góða nótt“. Án þess að klæða sig úr nokkurri spjör lagðist Jean Val- jean til hvílu og féll í fasta svefn. Jean Valjean liafði alist upp í sveit hjá fátækum foreldrum. Þau dóu, meðan hann var enn á æsku- skeiði, og þá fluttist hann lil systur sinnar, fátækrar ekkju með mörg börn. Var þröngt í búi hjá þeim, og eitt sinn neyddist Jean litli til að stela brauði hjá bakara. Hann var staðinn að verki og kærður fyrir innbrot að næturlagi. Fyrir Jiessa yfirsjón og veiði- þjófnað, sem hann einnig gerðist sekur um, var hann dæmdur i 5 ára galeiðuþrælkun. 8. apríl 179(1 var honum ekið til strandar í hlekkj- um ásamt nokkrum öðrum afbrota- mönnum. Ilann grét eins og barn, þegar hálskeðjan small i lás. Ferð- in til Toulon tók 27 daga, og alla leiðina urðn þeir að standa upp- réttir með hina þungu hlekki um hálsinn. Ilann varð æ sljórri og sljórri, og sú eina hugsun komst að, að honum væri gert órétt. Hann var síðar klæddur fanga- búningi og hlaut númerið 24001. Skömmu áður en hann hafði afplán- að sekt sína, reyndi hann að strjúka, en var gripinn og hlaut 3 ár í viðbót. Síðan lengdist galeiðuvist- in upp í 19 ár vegna nýrra flótta- tilrauna og margskonar breka. Hann var látinn laus í október 1815. — Æskuáriri voru iiðin án nokkurrar lífsgleði og hann hniginn á efri ár. Og allt var það vegna ]iess að hann hafði brotið rúðu og stolið brauði handa sveltandi börnum. Jean Valjean var orðinn hárður í skapi og fullur af Iiatri til mann- anna. Ilann var einmana og vildi líka vera einn. En hann hafði krafta til að verja hendur sínar, þó að bakið væri hnýtt. Galeiðuvistin hafði stælt vöðvana. Hann hafði einnig lært sitt af liverju hjá munka reglu, sem starfaði meðal þrælanna. Þar lærði hann t. d. að lesa og skrifa en ekki að gleýma hatrinu. Klukkan sló 2 í turni dómkirkj- unnar. Jean Valjean vaknaði, ]iví að hvílan var of mjúk fyrir hann. Leiftursnöggt skaut hugmynd upp í kolli hans. Hann hafði reyndar hugsað líkt um kvöhlið áður en hann fór að sofa. „Silfurmunirnir i skápnum.“ Hann gekk liljóðlegá fram gólfíð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.