Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1948, Blaðsíða 3

Fálkinn - 16.01.1948, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/ SKRADDARAÞANKAR Á síðasta ]jingi kom fram tillaga um styrkveitingar til samkomuhúsa í sveitum og kauptúnum. Þetta var einn þátturinn í viðleitninni á þvi að halda í unga fólkið í sveitunum og skapa tilbreylingu í sveitalífinu, og er ekki að efa að hann g'etur komið að gagni ef rétt er um búið. En það liefir loðað við flest sam- komuhús til sveita fram að þessu að þau eru óvistleg og oft illa unt þau gengið. Fátæktinni er að jafn- aði kennt um hið fyrra, en um hið siðara er engu hægt að kenna öðru en meðfæddu hirðuleysi og trassa- skap. Það er blöskranlegt að sjá sum af þessum svokölluðu sam- komuhúsum, eitt stendur fast við þjóðveginn hér austur í sýslu og var í hittiðfyrra umgirt af flösku- brotum, pappírsrusli og blikkdósum til þess að vitna um menningarstig félagsins, sem að því stóð. Og víðar mun vera pottur brotinn. Styrkurinn til samkomuhúsa er þarfur, en hann þarf að vera skil- málum bundinn. Rikið má ekki styrkja byggingu samkomuhúsa nema að liafa tryggingu fyrir því að þau séu til sóma og sé vel hald- ið við og vel um þau gengið. Og þetta er hægt með því að skipa hverju slíku eftirlitsmann, sem treysta má. Allar sveitir þurfa sitl þinghús og í flestum sveitum mun vera starf- andi ungmenna- eða íþróttafélag. Þessir aðilar vinna víðast að því i sameiningu að koma upp samkomu- luisi fyrir sveitina og er það ekki nema sjálfsögð krafa, sem á þeim hvílir. En ríkisstyrkur gæti orðið til þess að gera það sem á vant- ar, að húsin séu vistleg. Það verða þau að vera til þess að hafa nokkuð uppeldisgildi fyrir þá," sem þangað koma. Og þau þurfa að sameina það að vera samkomuhús og íþrótta- hús, því að íþróttirnar eru það, sem cinkum geta haldið uppi félags- lífi i sveitunum. Og það er engin óprýði á samkomuhúsi að hafa rimlagarð með öðrum langveggnum þó að rúmgóður- pallur til leiksýn- inga sé fyrir enda. En baklausu bekkirnir verða sem fyrst að hverfa úr samkomuhúsunum og án máln- ingar mega samkomusalir ekki vera, eins og víða tíðkast. —- Undir eins og vistlegir samkomustaðir rísa upp i sveitunum, verður félagslif þar með allt öðru móti en nú er. Sigurður Guðmundsson, skólameist íri og kona huns, frú Halldóra Ólafsdóttir, voru heiðursgestir á lands- móti stúdentu i sumar. Voru þau hjónin þá sœmd heiðursmerkjum stúdenta. Skólameistara var færð stú- dentsluifa með gullstjörnu og frú Halldóru brjóstnæla með gullstjörnu. ■—■ Á mgndinni sést Lúðvig Guð- mundsson, skólastjóri, afhenda hjónunum heiðursmerkin í hátíðasal Háskólans. Við ræðupúlt sést dr. Steingrimur J. Þorsteinsson, dácent. Nkólamei§íara§kipti við Honntaskólanii á Akuroyri Nú um áramótin lét Sigurður Guðmundson, skólameistari Mennta- skólans á Akureyri, af störfum eftir gagnmerka þjónustu í þágu íslenskra skólamála. Mun þess lengi verða minnst, ■ hversu góður stjórnandi Sigurður var í starfi sinu og hvc lagið honum var að skapa hollan skólabrag. Fyrir kunnáttu sína í íslenskum fræðurn og meðferð á íslensku máli er hann fyrir löngu þjóðkunnur. Sigurður er fæddur 3. sept. 1878 að Æsustöðum í Langadal. Stúdent varð hann liðlega tvítugur, og meistaraprófi í íslenskum fræöum lauk hann við Hafnarháskóla 1910. Hann var kcnnari við Menntaskól- ann í Reykjavík 1911 -’20 og árið 1912 hóf hann einnig kennslustörf við Kennaraskólann. Árið 1921 varð hann skólameistari Gagnfræða- skólans á Akureyri, sem nokkrum árum síðar varð menntaskóli. Em- bætti því hefir hann gegnt siðan. Forseti íslands sæmdi Sigurð skólameistara riddarakróssi Fálka- orðunnar um áramótin. lvona Sigurðar er Halldóra Ól- afsdóttir, dóltir Ólafs Finnssonar fyrrum prests í Kálfholti. Eiga þau fimm börn á lifi. Við skólameistaraembættinu tek- ur Þórarinn Björnsson, sem liefir verið kennari við skólann frá 1. jan. 1933. Þórarinn er fæddur 19. des. 1905 að Víkingavatni í Keldu- hverfi, sonur Björns Þórarinssonar og Guðrúnar Hallgrímsdóttur. Stú- dent varð liann 1927, og’ síðan sigldi hann til náms í frönsku, latínu og uppeldisfræði við Sorbonneháskól- ann í París. Lauk hann prófi í greinum þessum við góðan orðstír (gráða: licensier és letters) og hvarf svo til kennarastarfa við Mennta- skólann á Akureyri. Hefir Þórar- inn ætið lagt mikla alúð við störf sín, og hefir liann, eins og Sigurð- ur fráfarandi skólameistari unnið sér óskipta virðingu og hlýhug nem- enda sinna. Vill Fálkinn árna hinum nýja skólameistara allra lieilla í starfi sínu. Nýtt bandalag í Austur-Evrópu. — Nýlega fór Tito marskálk- ur hinn sterki maðar Jugoslavíu, í heimsókn til Ungverjalands til þess að undirrita vináttusamning milli ríkjanna. Myndin er tekin við það tækifæri. Tito cr að rita nafn sitt á plaggið. Við hlið hans stendur Szanto, sendiherra Ungverja í Júgó- slavíu og lengst tit vinstri Tildy, forseti Ungverjalands. % Alit með ísleiiskiim skipum! *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.