Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1948, Blaðsíða 5

Fálkinn - 16.01.1948, Blaðsíða 5
FÁLKINN ö lestir af trotyl-sprengiefni springur. Allt þetta vissi Ein- stein fyrir 40 árum. í Einn góðan veðurdag árið 1920 mátti lesa þetta i Berliner Tageblatt: „Albert Einstein ætlar að flytja burt úr Berlín! Þær persónulegu árásir, sem gerð- ar hafa verið á dr. Albert Einstein hafa horið ávöxt — og er það smánarblettur á Berlin. Albert Einstein, sem tekur hinum alþýsku og gervivísindalegu aðferðum andstæðinga sinna viðs fjarri, óskar að snúa baki við höf- uðstað ríkisins. Þannig er andleg menning metin í Ber- lín á þvi herrans ári 1920. Heimsfrægur þýskur vísinda- maður er flæmdur úr borg- inni, sem telur sig miðstöð þýskrar menningar." Að baki þessu lá margra ára barátta, sem Einstein liafði orðið að heyja við efa, öfund og óvild. Því að þó að ýmsir vísindamenn sæju frá fyrstu stundu fram á þá þýðingu, sem niðurstöður Einsteins höfðu, þá komst hann ekki lijá meinleg um örlögum brautryðjandans. Margir af starfsbræðrum Ein- steins, með eðlisfræðinginn Lenart í fylkingarbroddi vildu ekki viðurkenna afstæðiskenn- ingu hans, og þegar efnislegar mótbárur þeirra þraut og' Ein- stein hafði rekið þær ofan i þá, gripu þeir til þess að segja, að Einstein hefði birt kenningar únar á „óestetiskan Iiátt“. Þessu svaraði Einstein á þá leið að hann hefði jafnan ver- ið fylgjandi heilbrigðri og al- frjálsri framsetningu. Hann sagði sjálfur: „Það kemur kipr- ingur í allan bjórinn á mér þeg- ar ég lieyri stóryrði og glamur, hvort heldur það snýst um af- jtæðiskenninguna eða annað“. Auðvitað notuðu andstæðing- arnir sér það líka að Einstein var Gyðingur, til þess að vekja óvild til hans og kenninga hans. Eigi að síður fékk liann Nohelsverðlaunin árið 1922 — en vert er að veita þvi atliygli að hann fékk þau ekki fyrir afstæðiskenningu sína heldur fyrir aðra uppgötvun é „foto- kemisku jafngildi.“ En Einstein fór nú ekki frá Þýskalandi í þetta sinn. Allar árásirnar, sem gerðár höfðu verið á hann urðu til þess að vekja álniga lians fyrir Zion- hreyfingunni, sem hann hefir stutt af alefli síðan, þó að liann sé ekki í öllu samþykkur for- ingjum hennar. Þegar Einstein varð fimmt- ugur, árið 1929, virtist fram- tiðin blasa við lionuin. Honum var fagnað af öllum liinum hugsandi heimi, þýsku blöðin skrifuðu langar greinar um liann, og er hann fór í ferða- lag til Ameríku nokjkru siðar var honum fagnað eins og kon- ungi og stórefnis hátíð lialdin til lieiðurs lionum í Metropolit- anóperunni í New Yorlc. Ilann hvarf heim aftur fullur af starfsþrá. En í Þýskalandi voru nazistar að undirbúa valda- töku sína og andúðin gegn Gjrð- ingum varö æ hatramlegri. Þegar Hitler komst til valda, 1933, var Einstein í Ameríku. Hann sendi samtímis beiðni um lausn frá embætti til Yís- inda-akademísins í Berlín og' rökstuddi liana með því að hann gæti ekki unnið i þágu Þýskalands undir hinni nýju stjórn. Jafnframt afsalaði hann sér þýskum ríkisborgararétti fyrir milligöngu þýska sendi- herrans í Bruxelles. En Einstein lét elcki sitja við neikvæðar athafnir. í septem- her sendi hann út ávarp til mannkynsins, og varar þar við nazisma og ber fram varnir fyrir Gyðinga. Hann fór einnig til London og flutti erindi í Albert Hall um „Að varðveita mennirigu mannkynsins“, og meðal áheyrenda hans voru Rutherford lávarður og sir Austen Chamberlain. Áheyrend- ur hlýddu á og klöppuðu — og' þar við sat. Þó að Einstein fylgdi kyn- bræðrum sínum dyggilega að- málum þá játar hann ekki trú þeirra. Átrúnaður Einsteins er „kosmiskur", og að lians hyggju er enginn greinarmunur á vís- indum og trú. „Kosmisk trú er sterkasta og göfugasta aflfjöð- urin í vísindalegri rannsókn“. Hann undrast þann stórfeng- leik og undursamlegu reglu, sem kemur fram í náttúrunni og í heimi liugsunarinnar“, og segir: „Mín trú felst í auð- mjúkri aðdáan að hinum tak- markalausa, háleita anda, sem opinberast í því srnáa er við erum færir um að skilja, með hinum veika og lasburða skiln- ingi, sem okkur er gefinn. Sið- göfgi er mjög mikilsverð, en aðeins fyrir oldcur, ekki fyrir Guð.“ í júní 1920 kom Einstein til Kaupmannahafnar og flutti fyr- irlestur um kenningar sínar á Polyíeknisk Læreanstalt. Georg Brandes var þar viðstaddur og var með Einstein eftir fyrirlest- urinn. Síðan lýsti hann þessu: „Að því alveg slepptu að erf- itt er að skilja kenningu hans vegna þess að nauðsvnlega stærðfræðiskunnáttu vantar, var sjálfur fyrirlesturinn líka ekki aðgengilegur til skilnings. Einstein talaði ekki vel, fram burður lians bar keim mállýsk- unnar frá Ulm, svo að hann sagði d í stað t og orðin runnu oft saman. En eftir fyrirlestur- inn lalaði liann hinsvegar fjör- lega og skýrt, og við liádegis- verð daginn eftir átti ég ekkerl erfitt með að skilja hann. Maður sér ekki enni eins og á honum nema einu sinni. Það er eins og afhurða vit, andleg- ur sköpunarkraftur ljómi út úr því. Að öðru leyti bar hann af öðrum, eins og aðeins hin fáu virkilegu stórmenni, í því hve lállaus og hispurslaus hann var í framkomu. Ekki vantaði liann gamansemina. í minnis- bók ungrar stúlku skrifaði hann: Mundus vult decipi (heimurinn vill blekkjast), þó að engum sé víst fjær skapi að vilja blekkja heiminn en ein- mitt honum“. — — 1 kvennahóp er Einstein hátt- vís og leikur á als oddi, en alls ekki fjarhuga prófessor. Að minnsta kosti er fjarhygli hans „relativ“. Einu sinni sat hann ásamt nokkrum kunningjum á kaffihúsi, og ein þeirra fór að lialda fyrirleslur um sálgrennsl- an og gerði alll sem liann gat til þess að láta Einstein taka eftir sér. En hann var með liugann við eitthvað annað, nefnilega laglega, unga stúlku, sem sat við næsta borð. Þegar fyrirlesarinn tók loksins eftir hver ástæðan var lil þess að Einstein var úli á þekju varð hann ergilegur, slengdi bók á borðið og sagði: „Ef þér vær- uð ástfanginn, herra prófessor, þá munduð þér eflausl álíla það miklu þýðingarmeira en „kvanta“-kenningu yðar.“ Ein- stein svaraði ofur hógvær: „Nei, herra minn, „kvanta- kenningin“ er mér virkilega mikils virði.“ En kvenfólkið liefir liinsveg- ar mikið dálæti á Einstein. Því fellur vel hve eðlilegur hann er í framkomu og eins hve ynd- islega barnalegur hann getur verið, en það hefir vitanlega töfrandi áhrif þegar frábær vís- indamaður á í hlut. Þegar hann leikur á fiðlu, en það er sú dægradvöl, sem lionum þykir mest til koma, vill liann helst láta laglega unga stúlku leika undir. Einstein líður líka vel þegar hann er innan um börn, og hann skorast ekki undan að reikna dæmin þeirra ef hann getur glatt þau með því. Og börnin Idjóta að hafa gaman af að segja frá því síðar, að sjálfur Einstein hafi hjálpað þeim með heimadæmin. En svo mannlegt er eðli Ein- steins þó, að liann getur orðið önugur og' lálið dutlunga- hneigðina bera sig ofurliði. Einu sinni þegar hann átti að halda fyrirlestur í Zúricli bauð hann tveimur ungum mönnum með sér. En til þess að fá að komast inn varð maður að hafa keypt miða fyrirfram, en það liöfðu ungu mennirnir vitanlega ekki gert. Þessvegna neitaði dyravörðurinn þeim um inn- göngu, en þá varð Einstein fjúk andi vondur og sagði: „Ef þér færið yður ekki úr dyrunum held ég' engan fyrirlestur.“ Dyravörðurinn kærði fvrir há- skólarektornum, og Einstein féklc áminingu. Hann varð hamslaus af bræði, sakaði sviss nesku prófessorana um fé- græðgi og hefir aldrei glevint þessum atburði síðan. Nú á þessi vísi, litli maður með mildu hrúnu augun og milda hárlubbann lieima í Princeton í U.S.A. í fallegu en íburðalausu timburhúsi, þar sem villi-vínviður teygir sig upp eftir veggjunum. Önnur kona hans, Else Einstein, dó órið 193(5, eftir að hafa trvgg't vinnu- frið liaris, Iialdið reglu á bréfa- skiptum lians og bandað rit- handasnápum og forvitnu fólki frá dyrum lians árum saman — meðan Einstein sat inni i fábreytilegri Vinnustofu sinni með blýant einan að vopni. Það væri ósamrýmanlegt inn- ræti Einsteins ef liann hefði al- drei látið orð falla um þá á- byrgð, seiri á honum Iivílir sem raunverulegum uppliafsmanni atomsprengjunnar. „Gegn at- ómsprengjunni er engin vörn til“, skrifaði hann í New York Times sumarið 1946. „Og vís- indamennirnir geta ekki ennþá gefið okkur neinar vonir um vörn, sem komi að haldi.“ Og sem formaður Tlie Emer- gency Committee of Atomic Scientist — hjólparnefnd atóm- rannsóknarmanna — bað liann eindregið um, að veitlir skyldu 200.000 dollarar lil þess~ að „temja fólki nýjan hugsunar- hátt, svo framarlega sem mann- kynið ætti að halda áfram að stefna að hærra marki.“ Um þessar mundir starfar Einstein að nýrri kenningu, sem liann vonar að geti sameinað afstæðis- og „kvanta“-kenning- una og fullkomnað liina nýju heimsmynd, sem liann hefir skapáð. Það má gera ráð fyrir Frh. á hls. l'i.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.