Fálkinn - 19.03.1948, Síða 7
FÁLKINN
7
Konungleg fyrirlestrarferð. —
Pétur Grikkjaprins, sem er
frændi Páls konungs er nýlega
kominn frá Evrópu til New
York, ásamt konu sinni, Irenu
prinsessu. Ælla þau að fara í
fyrirlestraferð um þver og
endilöng Bandaríkin. Myndin
er tekin af þeim er þau komu
til New York.
Óaðskiljanlegir. — Þó að Char-
les og John Tubh séu ekki sam-
vaxnir heldur aðeins tvíburar,
virðast forlögin ætla að gera þá
óaðskiljanlega. Á stríðsárunum
særðust þeir báðir á herskipinu
„Ajax“. Þeir voru báðir á
„Warspite“ þegar það lenti á
tundurdufli í Miðjarðarhafi og
björguðust báðir á skipi, sem
varð fyrir loftárás fyrir utan
Tobruk. Nú eru þeir farnir sam
an til Canada og ætla sér að
stunda skógarhögg þar.
Hverjir Voru drepnir í gær? —
Myndin sýnir tvo íbúa í Jerú-
salem vera að lesa skrána
yfir nöfn þeirra, sem drepnir
lxafa verið í síðustU óeirðum
milli Gyðinga og Araba.
Vaclav Noseik, innanríkisráð-
herra Tékka. llann hefir komið
mikið við sögu stjórnarskipt-
anna í Tékkóslóvakíu.
Til vinstri:
England er á heljarþröminni,
segir enski fjárhagsráðherrann
sir Stafford Cripps, og ef þjóð-
in eykur ekki stórum fram-
leiðslu sína og sparar meira er
gjaldþrot yfirvofandi.Sömu skoð
unar er ameríkanski rithöfund-
urinn Walter Lippman, sem
stundum tekst að vera spámann
lega vaxinn í alþjóðamálum.
Það sést æ betur og betur hve
styrjöldin hefir þurrausið þjóð-
arlindir Breta. Þó þeir fái Mar-
shallhjálpina þá nægir hún
ekki nema stutt, ef gjaldeyris-
jöfnuður Breta batnar ekki.
Til minningar um febrúarbyltinguna 18h8 héldu Frakkar hátíð
mikla á afmæli byltingarinnar. Bifreiðastjórar, sem misst hafa
atvinnu vegna bensínskömmtunar notuðu tækifærið til þess að
minna á kjör sín og mættu á hátíðinni með gamlan bifreiðar-
garm, sem heysjúkur og hóstandi hestur dró.
Truman forseti óskar hér Omar M. Bradley, hersliöfðingja, til
hamingju með nýja embættið. Hann hefir verið skipaður yfir-
maður ameríska herforingjaráðsins. Fyrirrennari hans, Eisen-
hower, horfir brosandi á.
Amerikanska beitiskipið „Albany" og tundurspillirinn „Mac-
kenzie“ fóru nýlega i vináttuheimsókn iil Buenos Aires.
Argentínuforseti, Juan Peron og Eva frú hans fóru um borð
og sjást hér vera að fara frá borði eftir að hafa skoðað skipið.