Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1948, Blaðsíða 12

Fálkinn - 19.03.1948, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN SKÁLDSAGA EFTIR DARWIN OG HILDEGARD TEILHET Tveggja herra þjónn 17 ókum um siðasta þorpið sá óg að við er- um ekki á aðalvegi nr. 20. Og þar var veg- vísir sem benti til Limoges, seytján kíló- metra austur. Áttum við ekki að aka gegn- um Limoges? Paul dró úr bensíngjöfinni og vagninn liægði á sér. Hann fór að útskýra málið og sagðist liafa farið veg, sem liggur dálitlu vestar en beinasta leiðin til Brive og Toul- ouse. Þessi vegur væri dálítið ójafnari, en Iiinsvegar væri liann ekki eins mishæðótt- ur. Leiðin væri dálítið lengri en hinsvegar miklu léttari að aka hana, sérstaklega í svona rigningu. Rétt fyrir sunnan Brive kæmi hliðarvegur, sem lægi til Rocama- dour. Svo herti bann á bifreiðinni aftur. Callv liafði ekki hugmynd um livar þau voru stödd. Bifreiðin vagaði til og frá milli skurðbakkanna. Paul kveikti á ljósunum. Fjöllin þarna í kring virtust svartari og brattari en áður. Á næslu beygju rann bifreiðin að aftan og staðnæmdist með afturhjólin liti á veg- arbrúninni. Fyrir neðan var brött brekka Leirinn i þessum hluta Frakklands er á- gætur til að gera úr honum postulín, en í rigningatíð verða vegirnir sleipir eins og þeir væru ataðir í grænsápu. Paul neyddist til að aka varlegar. Hann varð súr og ön- ugur, alveg eins og það væri hann en ekki farþegar hans, sem óskaði að komast sem fyrst á ákvörðunarstaðinn. Hann teygði fram neðri vörina. Þar sem heinir spottar voru á veginum lierti Iiann gifurlega á bif- reiðinni. Ivæmi hann að beygju varð hann að nota hemlana. Þetta gekk ekki jafn fljótt og skyldi. Um kl. 9 síðdegis var eins og liellt væri úr fötu. Paul bölvaði. -— Þessi rigning. Þessi andskotans rigning! Eg get ekki séð meter framundan mér fyrir ])essari bölv- aðri rigningu! Caily spurði: — Hoot, er það eiginlega nauðsyulegt fyrir okkur að komast til Ro- camadour i kyöld? Iloot hólt sér í stroffuna við hurðina. — Ef þú vilt vita mína skoðun, heillin, þá get- um við hrósað happi ef við lendum ekki í slysi eftir nokkrar mínútur. Loks skildist Paul að þetta var vonlaust. llann hætli við að reyna að komast til Rocamadour það kvöldið. Hann lét bifreið- ina sníglast áfram. Hann sagði við Cally: Eg er enginn fyrsta flokks ökugikkur, að því er virðist. En mig langar alltaf til að aka eins og kappakstursmaður þegar ég sest við stýrið. Cally spurði: —Er ekkert þorp eða gisti- hús hér i grenndinni. — Vitanlega stöldrum við bráðum, góða mín. Fyrirgefðu bvað ég er ónærgætinn, en ég hefi ekki getað um annað liugsað en að hjálpa þér og John. Eg lield að það sé ekki langt til St. Yrieix. Honum sagðist svo frá að fyrir stríðið liefði hann oft farið þennan veg, milli París og Toulouse fram og aftur. St. Yrieix var býsna stórt þorp með þrjú—fjögur þúsund íbúum. Og ef liann mundi rétt þá var þar ágætt, lítið gistihús. Það var einkum ætlað til þess að liýsa þá mörgu kaupsýslumenn, sem komu til St. Yrieix til þess að kaupa postulín, menn frá öllum löndum verald- ar. — Eg skal þá hundur heila, sagði liann og var nú kominn í besta skap aftur, — ef það er ekki notalegri og skemmtilegri staður en þessi einkennilega krá, sem við komum á í morgun. Treystu mér, góða Cally. Það getur meira að segja skeð að við fáum steikta önd, úttroðna með kastanium. — Steikta önd? hváði Hoot og sperrti eyrun. — Og í kjallaranum eru góð vín. Eg skyldi ekki verða hissa þó við fengjum flösku af Chateau Balestard-la-Tornelle, sama góða vínið, sem Francois Villon söng svo fagurt um fyrir hundrað árum, sagði Paul. Og svo sagði hann fram með hljóm- skærri rödd: Vierge Marie, gente déesse, Garde-moi place en Paradis; Oncques n’aurai ni joie ni liesse Ici-bas, puisqu’il n’est permis De boire ce divin nectar Qui porte nom de Baiestard...... — Er það ekki fallegt? spurði Paul þeg- ar hann var búinn. En Hoot fletti ofan af matarhug sínum. — Önd? sagði hann þar sem hann sat í aftursætinu og kærði sig kollóttan unt alla ljóðagerð, hversu falleg sem hún væri. — Það verð ég að segja að önd er indælismatur! Cally, manstu þegar við borðuðum steikta önd saman síðast? Síðast þegar þau átu steikta önd saman bafði verið hjá Liichows í New York. Það var daginn áður en þau áttu að fara til Evrópu. Þau höfðu verið gift í tvo daga. Símskeytið frá föðurnum var þá ekki kom- ið enn. Þau voru skelfing ástfangin, og þau fögnuðu eins og börn að eiga að fá að fara saman til Frakklands. Þaú drukku öl hjá Luchows, átu rauðkál og andasteik, mundi hún. Og ])að var langt, langt síðan. Það voru nærri því sex ár. — Cally svaraði: — Nei liöfum við nokkurn tíma borðað steikta önd saman? Ekki man ég til þess. Hálftíma síðar sveigði forugur bíllinn inn í Avenue de Chalus. Það var rétt svo að þau gátu séð móta fyrir gistihúsinu fyrir endanum á götunni. Öðru hverju sást rofa til fyrir tunglsljósinu á milli skýjanna, en á þeim var mikið far. Og þá gljáði á hvítar postulinsflísarnar á hröttu þakinu. Ilotel des Voyageurs et St. Yrieix var þakið postulínsflísum og uppi á mæninum var stór hani úr i)ostulíni og með postulíns- fjaðrir sem ekki urðu riljulegar þrátt fyrir alla rigiiinguna. Paul lagði bifreiðinni upp að gislihús- veggnum undir liáum svölum. Hann sagði — Komdu út hérna megin, Cally, þá vökn- ar þú síður. Hún smolcraði sér framhjá stýrinu, en liann hélt hurðinni opinni á meðan. Vindurinn fór ýlfrandi eftir stræt- inu og rak lemjandi regnið með sér. Hún greip í hönd Pauls — og hvort það var hann eða hún sem hrasaði, það gat hún ekki dæmt um. — Æ, gleraugun mín! Gleraugun mín, Paul, hrópaði hún í örvæntingu. Hoot vatt sér út og hjálpaði henni. Paul fór fór að leita i forinni á gangstéttinni. Mér þykir þetta leitt. •— Þau eru vonandi lieil? An þess að svara rétti Paul henni beygl- aða skjaldbökuumgerðina. Glerin liöfðu brotnað i mél. Aldrei hafði hún orðið fyrir öðrum eins óhöppum með gleraugun sín og nú. Meðan þau voru að ganga inn lofaði Paul lienni að síma eftir hinum gleraug- unum undir eins og hann kæmi lil Toul- ouse. Til vonar og vara ællaði hann að síma til augnlæknis hennar í Pomona líka og fá málið á gleraugunum. Hann mundi svo eflaust geta l'engið ný gleraugu handa henni hjá gleraugnaslípara í Toulouse, eftir viku eða svo. Hún kveinaði: — Að ég skyldi geta verið svona mikill klaufi! Er þér alvara að ætla að vera svo vænn að sjma lil Pomona? Eg skal gefa þér áritunina. Eg get ekkert unn- ið að Mathias-safninu, gleraugnalaus. Þegar þau komu að dyrunum uppgötv- uðu þau að gistihúsið var læst. Og það voru negldir battingar fyrir mjóa glugg- ana sitt hvoru megin við dyrnar. — Við skulum reyna samt, sagði Iloot. — Ilugsast getur að einhver sé þarna inni. Paul lét þungan postulínshamarinn dynja á dyrunum. Eftir drykklanga stund sáu þau Ijósi hregða fyrir gegnum rúðuna í hurð- inni. Svo heyrðist hringla i dyrakeðju. Lúka i hurðinni ojinaðist og i lampaljósinu fyrir innan gátu þau greint langt nef og höku, sem var líkust grefi í laginu. Andlilið var úllaugað. Annað augað starði dautt og tómt beinl fram. Hitt var kolsvart og hvarflaði án afláts frá Paul til Cally og til Hoots, og svo aftur til Pauls. Á höfðinu liafði mað- urinn nátthúfu úr flúneli og undir gömlum bláum, frönskum hermannsjakkanum sem hann var í, sá í náttskyrtu úr flúneli. Mað- urinn í þessum fatnaði var Justin Landoc, eigandi Hotel des Voyageurs et Sl. Yrieix. Á stamandi mállýsku hinna frönsku fjallahéraða útskýrði nú Justin Landoc að þvi miður gæti liann ekki tekið á móti gestum fyrr en eítir nokkrar vikur. Hann hafði sjálfur verið í stríðinu, og síðan hafði hann gengið í lið með maquis-skæruliðun- um til þess að Iialda baráttunni gegn Þjóð- verjum áfram. Synir hans höfðu verið með honum, en konan ein orðið eftir heima til þess að sjá um gistihúsið. Vegna stríðsins hefði ekki verið um neina ferðamenn að ræða. Gistihúsið hafði þessvegna verið lok- að i nærri því þrjú ár. Hann var kominn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.