Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1948, Side 14

Fálkinn - 19.03.1948, Side 14
14 FÁLKINN STJÖRNULESTUR. Frh. af bls. 6. benda á örðugleika mikla og marg- víslega og óvænt atvik gætu átt sér stað, sem yrðu heyrinkunn og örðugt að fást við. ■— Venus í 4. liúsi. Hefir slæmar afstöður. Bend- ir á örðugleika hjá landbúnaðinum, þokur og suddaveður. •— Merkúr i öðru liúsi. Fjármáiin verða mjög á dagskrá. •— Úran í 6. liúsi. Ekki heppileg afstaða fyrir verkamenn og þjóna. Sprenging og slys í her- skipi. Washington. — Sól í liádegisstað. — Stjórnin og afstaða hennar er mjög á dagskrá og afstöðurnar yf- irleitt slæmar. Hefir hún stuðning frá almenningi með góðri aðstöðu frá Tungli í 1. liúsi. Ágreiningur um fjárhagsmálin vegna afstöðu frá Mars, Satúrn og Plútó í 2. húsi. Frá verkamönnum og þjónum slæm á- hrif vegna slæmrar afstöðu frá Júpíter í 6. liúsi. Óvæntar misgerð- ir koma í Ijós vegna slæmrar af- stöðu frá Úran í 12. liúsi. — Merkúr í 9. húsi. Hefir góðar afstöður, sem bendir á hagfelld áhrif i utanlands- siglingum og verslun. — Neptún í 4. húsi. Áróður róttækra afla gæti átt sér stað og vandkvæði fyrir land- eigendur. ISLAND. 8. hús. — Sól er í liúsi Jjessu. — Bendir á dauðsföll meðal liáttsettra eða kunnra manna. í. hús. — Merkúr ræður húsi jaessu. •— Hefir hann góðar afstöð- ur. F’ramtak mun aukast og' ný fyr- irtæki koma til sögunnar. Fræðsla og námsáhugi mun i betra lagi. 2. hús. — Merkúr ræður einnig liúsi þessu. Viðskipti bankanna munu heldur glæðast og tekjur hins opinbera aukast. 3 hús. — Neptún ræður húsi þessu. — Leynilegur áróður meðal þeirra, sem vinna við samgöngur, póst og síma og fréttaflutning. Svik gætu komið í ijós og' vakið athygli. 4. hús. ■— Júpíter er í húsi þessu. •— Hefir yfirgnæfandi slæmar af- stöður. Þó mun sæmileg afstaða fyrir bændur og búalið. Ætti að benda á gott veðurlag. Þó mun Júpíter oft Jiafa ábrif á norðiæga átt. 5. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. •— Hefir fremur slæm áhrif á leikhússtarfsemi. Tafir gætu átt sér stað í slíkum íramkvæmdum. 6. hús. — Satúrn ræður einnig húsi þessu. •— Heilsufar mun ekkí sein best. Hjartaveilur gætu komið til greina. Nauðsynlegt að búa sig vel og verja sig g'egn kulda og kvefi. 7. hús. — Merkúr er í húsi þessu. — Hefir góða afstöðu frá Júpíter. Hagfelld afstaða í utanríkismáium. Hagfelldir samningar munu gerðir við önnur ríki og viðskiiiti með betra móti. !). hús. — Mars ræður húsi þessu. — Ágreiningur gæti komið til greina í trúarlegum málefnum og lögfrséði- Jegum, og siglingamálum utanlands. Vandræðatiltektir gætu orðið heyr- inkunnar í þessum efnum. 10. hús. — Venus og Úran ráða húsi þessu og hafa slæmar afstöð- ur. — Stjórnin verður að vera vel á verði og hafa nánar gætur á öllu og taka hyggilegar og vel yfirveg- aðar ákvarðanir, þvi að öðrum kosti er henni nokkur hætta búin. 11. hús. — Tunglið er i húsi þessu. — Þetta er eklci beinlínis sterk af- staða. — Þó er líklegt að þingmál muni ganga sæmilega vegna sterkr- ar og góðrar afstöðu frá sól. 12. hús. — Satúrn er sterkastur í aðstöðu í liúsi jmssu. Þetta er ekki heppileg afstaða í málefnum er telj- ast sjúkrahúsum og góðgerðastofn- unum og opinberir embættismenn i þeim greinum gætu orðið fyrir aðkostum. Ritað 1. mars 1948. ***** ÉG KAUS FRELSIÐ. Frh. af bls. 11. arbæ mínum Dnjepropetrovsk og i Zaparozsje. Þegar ég reyndi að jivinga at- vinnufyrirtækin til að framleiða nauðsynlegar hernaðarvörur örar, rak ég mig alltaf á sama múrinn: skort á vinnuafli. Pamfilov húsbóndi minn sneri sér oft til NKVD til að fá menn til áríðandi starfa. Það kom þá fyrir að hann fór beint til Molotovs eða til Beria, forstjóra NKVD. Gústaf A. Jónsson. Þorvaldur Hliðdal. Eg man vel eftir samtali sem ég átti við háttsettan embættismann innan GULAG (aðalstjórn jivingun- arvinnunnar). Mér hafði verið skip- að að eiga fund með honum, því að liann átti að útveg'a nokkur hundr- uð refsifanga til vinnu, sem mikið lá á. Við 'vorum sjálfir önnum kafn- ir, og ég bafði gert boð eftir GULAG manninum til jiess að fá liann til að lcggja spilin á borðið og segja mér bvað hann hefði af vinnuliði. „Heyrið þér, félagi Kravtsjenko! Takið þér nú sönsum! Þið hérna í Sovnarkom eruð ekki þcir einu, sem hrópa á verkamenn. Hervarnar- nefndin jiarf fleiri. Félagi Mikojon gerir okkur lifið súrt, og Vorosjilov hrópar á vegavinnumenn. Allir halda vitanlega að einmitt þeirra krafa sé mest áríðandi. En hvað eigum við að gera? Meiningin er að okkur hef- ir ekki unnist tími til þess eiuiþá, að framkvæma atla liandtökuáætl- unina okkar. Eftirspurnin er miklu meiri en viðkoman.“ Auðvitað átti hann ekki við það, að handtökurnar væru beinlinis gerðar til jiess að bæta úr fólks- ekhinni. Hann vildi aðeins harma á venjulegu sovjet-máli, þá raunalegu staðreynd að allar milljónirnar i þræklunarvinnunni gætu ekki full- nægt öllum kröfum um vinnuafl. Framhald i næsta blaði. Árni Sigfússon. Jóhannes Long. Flugslysið við Skálafell Það hörmulega slys vildi til sunnu daginn 7. mars, að 4 menn biðu bana í flugslysi austur á Hellisheiði. Menn jiessir voru Árni Sigfússon, kaup- maður í Vestmannaeyjum, Jöhannes Long, verkstjóri frá Vestmannaeyj- um, Gústaf Jónsson, flugmaður, og Þorvaldur Hliðdal, símaverkfræð- ingur, báðir héðan úr Reykjavík. Það var laust fyrir klukkan ö á sunnudagskvöldið, að Anson-flugvél frá Loftleiðum iagði af stað frá Vestmannaeyjum áleiðis til Reykja- vikur. Hafði iiún samband við stjórn- turninn á flug'vellinum í Reykjavík, uns hún var stödd yfir Eyrarbakka. Ekki Jieyrðist til hennar síðan. Var þá víðtæk leit hafin austur á Hell- isheiði, uppi i Borgarfirði, jier sem talið var, að hefði heyrst í lienni, og viða um Suðvesturland. Bar sú leit engan árangur, fyrr en á miðviku- daginn næsta. Bifreiðarstjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga, Sigmundur Karlsson, fann þá flakið austarlega á Hellisheiði, í Hverahlíð rétt hjá Skálafelli. Voru allir mennirnir þá örendir. Var það ljóst, að þeir hefðu látist samstundis við árekst- urinn. Mikill harmur er kveðinn að hin- um látnu, og verður þjóðin jafnan lostin óhug miklum, er slík slys ber að höndum. Flakið af Anson-flugvéliiuii austur við Skálafell. Hluti farþegaskýlis- ins sést heillegur. — Ljósm. Guðni Þárðarson.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.