Fálkinn - 02.07.1948, Blaðsíða 4
4
FÁLKINN
Á ÍÞRÓTTAHIMNINUM
Grein þessi er að mestu leyti lausleg þýðing úr ágúst-hefti All Sport
19ý6, en ýmsu er þó bætt við annars staðar frá. Getið er allra
helstu svörtu íþróttastjarnanna að meira eða minna leyti nema
nokkurra þeirra, sem komið hafa fram á síðustu tveimur árunum.
ÞEGAR RÆTT er um brjóst-
fylkingarlönd frjálsra íþrótta, eru
það Bandaríkin, sem fyrst koma
mönnum til hugar. Og af amer-
ískum íþróttamönnum eru negr-
arnir mestu afreksmennirnir. Á
því leikur enginn vafi, að blökku-
mennirnir hafa átt mestan heið-
urinn af því að gera Bandaríkin
að öndvegislandi frjálsu íþrótt-
anna. Or hópi þeirra eru íþrótta-
undrin Ralph Metcalfe, Eddie Tol-
an og Jesse Owens.
Með þessu er þó ekki sagt, að
Bandaríkin hafi ekki átt fyrsta
flokks frjálsíþróttamenn aðra en
negra. Víst hafa þeir átt hvíta
spretthlaupara, millivegalengdar-
hlaupara, langstökkvara og há-
stökkvara, sem heimsfrægir hafa
orðið, en Owens og litarbræður
hans eru þó miklu ríkari í hug-
um fólks vegna afreka sinna.
Á síðustu Olympíuleikjum, í
Berlín 1936, fengu Bandaríkin 12
gullpeninga, 7. silfurpeninga og 4
broncemerki í frjálsum íþróttum,
eða 54 stig, ef reiknuð eru 3, 2, 1
stig fyrir gull, silfur og bronce.
Þar af unnu negrarnir 7 gull, 3
silfur og 2 bronce (29 stig), eða
meira en helming allra verðlaun-
anna. Þar að auki má þakka þeim
sigurinn í 4x100 metra boðhlaup-
inu. Sveitin var að vísu skipuð
2 hvítum mönnum (Draper og
Wykoff) en negrarnir Owens og
Metcalfe tryggðu sigurinn (tími
39,8 sek.).
Þess vegna kemur umheimin-
um það einkennilega fyrir sjónir,
að negrarnir eru útilokaðir frá
ýmsum innanlandskeppnum þar
vestra, og stundum skerst mjög í
odda milli hvítra og svartra í-
þróttamanna út af þessu. En þeg-
ar Olympíuleikar eru í vændum,
víkur kynþáttahatrið fyrir sigur-
lönguninni og hvítir og svartir
ganga sem bræður til leiks.
Hvers vegna eru negrar slíkir
afburðamenn í frjálsum íþrótt-
um? Þetta hefir verið skýrt á
marga lund. Algengasta skýring-
in er sú, að vaxtarlagið lang-
ir handleggir, mjúkir og langir
vöðvar auk rennilegs líkama, valdi
hér mestu. Sumir benda á hin
hörðu lífskjör þeirra, sem orðið
hafa þeim hvatning til að spjara
sig betur gegn hinum hvítu yfir-
drottnurum. En MacDonald Bai-
ley gerði lítið úr þessum röksemd-
um í viðtali við Alþöðublaðið um
daginn.
Iþróttaáhugi og íþróttageta er
eiginlega runnin negrunum í merg
og bein. Svo hefir verið frá alda
öðli. Af rannsóknum, sem gerð-
ar hafa verið í Afríku, hefir það
sannast að margir negrakynfiokk-
ar leggja stund á ýmsar íþrótta-
greinar með ótrúlegum árangri.
Þeir hafa „fenomenal“ hlaupara,
sem elta uppi dýr, og í nánd við
Tanganjika-vatnið fann t.d. Fried-
rich Adolf, hertogi af Mecklen-
burg, árið 1907 eða 1908 fágæta
hástökkvara. Hertoginn var á
ferð til Ruanda í Mið-Afriku og
fann negra þessa meðal Watussi-
kynflokksins. Stukku þeir yfir 2
metra og jafnvel allt að 2,50 m.
Árangrar þessir eru þó ekki ör-
ugglega vitaðir. Sami kynflokkur-
inn er frægur fyrir kunnáttu sína
í spjótameðferð. Léttum kast-
spjótum, 1,30 m. að lengd, eru
þeir sagðir hafa kastað hundruð
metra. Negrarnir í Bandaríkjun-
um hafa þó aldrei verið afburða-
menn í spjótkasti. 1 kringlukasti
hafá þeir heldur ekki verið góðir.
Kúluvarpara á heimsmælikvarða
hafa þeir ekki átt mjög marga, þó
að til séu þeir. Má þar nefna Fon-
ville þann, sem nýlega bætti hið
ótrúlega met Torrance, 17,40 m.,
og varð þannig fyrstur manna til
að ná kasti yfir lThíz m. (17,68).
Líka má nefna kúluvarparana
Archie Harris og Watson. Hinn
síðarnefndi nálgaðist 17 metra
1941.
Löngu hlaupin virðast ekki hafa
átt mikil ítök meðal negranna
amerísku. Undantekning frá því
virðist þó vera R. E. Johnson, sem
varð 3. maður í víðavangshiaup-
inu á Olympíuleikjunum í París
1924. Stjörnurnar frá Finnlandi
Nurmi og Ritola voru nr. 1. og 2.
Kanadiski negrinn Phil Edwards
er sá eini, sem getið hefir sér góð-
an orðstír á 1500 metrum. Hann
varð 3 bæði á 800 og 1500 m. í Los
Angeles 1932. 1 Berlín 1936 varð
hann nr. 5 í 1500 metrum, og
hljóp á 3:50,4 mín. Sigurvegarinn
Jack Lovelock frá Nýja Sjálandi
setti þá heimsmet á vegalengd-
inni, 3:47,8 mín. 1 800 metra
hlaupinu varð Edward þriðji mað-
ur í Berlín. Tíminn var 1:53,6 mín.
Sigurvegarinn John Woodruff frá
Bandaríkjunum hljóp vegalengd-
ina á 1:52,9 mín.
Negrarnir láta fljótt til sín taka
í spretthlaupunum. Einn elsti
spretthlaupari þeirra er Wharton
nokkur, sem var búsettur í Dar-
lington og vann ensku meistara-
keppnina í 100 yárds hlaupi árin
1886 og 1887.
Fyrsti negrinn, sem kemst í
úrslit á Olympíuleikunum er 400
m. hlauparinn J. B. Taylor. Það
var í London 1908. En 400 metra
hlaupið þar varð sögulegt. 1 úr-
slit komust Halswell frá Englandi
og Ameríkumennirnir Carpenter,
Taylor og Robbins. Fyrsti úrslita-
spretturinn var ógiltur, þar sem
dómararnir sögðu Carpenter hafa
hindrað Halswell. Úrslitin voru
þá endurtekin, en Ameríkumenn-
irnir 3 gengu úr leik í mótmæla-
skyni við dómarana. Halswell
hljóp einn — og sigraði! Tíminn
var 50 sek. sléttar.
I Stokkhólmi 1912 kemur nýr
svartur spretthlaupari við sögu.
Það var H. P. Drew, sem keppti
fyrir Bandaríkin. Hann vann bæði
forriðil og milliriðil i 100 metra
hlaupi á 11 sek. sléttum, og átti
að fara í úrslit með 5 öðrum, þar
af 4 löndum sínum, sem allir voru
hvítir. En þegar úrslitahlaupið
skyldi hefjast, mætti Drew ekki
til leiks. Opinberlega var það lát-
ið í veðri vaka, að hann hefði
brotið eitthvað af sér í milliriðl-
inum, en sannleikurinn er talinn
vera sá, að Bendaríkjamennirnir
vildu ekki láta negrann verða til
þess að krækja landi sínu í verð-
launapening, því að þeir þóttust
öruggir um 3 fyrstu sætin samt.
Svo varð og.
Það var fyrst 1920, að negri
hlaut verðlaunapening á Olympíu-
leikunum. Það var H. Edwards,
sem hljóp fyrir England og vann
broncið (3 verðlaun) bæði í 100
og 200 metra hlaupi (Tímar 1.
manns voru 10,8 sek. og 22,0 sek.)
— Englendingar sendu líka
sprækan negra í 100 metra hlaup-
ið 1928 í Amsterdam. Hann hét
<7. E. London og varð annar, næst-
ur á eftir Kanadamanninum Percy
Williams, sem einnig vann 200 m.
hlaupið.
Það er samt fyrst eftir 1920,
sem svertingjar verða leiðandi
stjörnur í spretthlaupunum. Árið
1929 varð litli glaseygði negrinn
Eddie Tolan heimsfrægur fyrir
að hlaupa 100 metrana á heims-
mettíma Charlie Paddocks, 10,4
sek., og þremur árum síðar hljóp
hann á 10,3 sek., sama tíma og
Percy Williams hafði nokkru áð-
ur hlaupið á og bætt heimsmet
Poddocks. Eddie Tolan og negrinn
Ralph Metcálfe, eða „miðnætur-
hraðlestin", sem hann var kallað-
ur, voru einar aðalstjörnurnar á
Olympíuleikunum í Los Angeles
1932. Tolan vann bæði 100 og
200 metrana (tímarnir voru 10,3
og 21,2 sek.), en Metcalfe varð
annar á 100 metrunum og þriðji á
200 metrunum. Hinn síðarnefndi
tók örum framförum á næstu ár-
um. 1933 hljóp hann 200 metrana
á heimsmettíma Rolands Lockes,
20.6 sek. I Berlín 1936 varð Met-
calfe nr. 2 í 100 m. hlaupi á eftir
Owens. Tíminn var 10,4. (10,8 —
10,5 — 10,5 í undanrásunum).
Næstum því samtíða Tolan og
Metcalfe kom fram á sjónarsviðið
einn svartur hlaupari í viðbót,
Eulace Peacock, sem 1934 nær
10,3 á 100 metrum. 1 einni keppni
náði hann 10,2 sek., en það fékkst
ekki staðfest sem heimsmet. —
Peacock var einnig glæsilegur
langstökkvari, hinn eini, sem hefir
stokkið yfir 8 metra, annar en
Owens.
Allir þessir glæsilegu hlaupar-
ar hurfu þó í skuggann fyrir
Jesse Owens, ungum nemenda við
kennaraháskólann í Cleveland,
sem kom í íþróttaheiminn sem
atómsprengja, vordag einn 1933
og hljóp 100 yards á heimsmet-
tímanum 9,4 sek., 220 yards á
20.7 sek. og stökk 7,57 m. í lang-
stökki. Þetta var á skólamóti.
Sama ár vann hann langstökkið
bæði í ,,senior-“ og „junior“-
flokki. Tveimur árum síðar, þeg-