Fálkinn


Fálkinn - 02.07.1948, Blaðsíða 14

Fálkinn - 02.07.1948, Blaðsíða 14
Erling Kaas stekkur b,20 m. Besti úrangur hér á landi. 3. Sverrc Dahle, N., ...... 56,70 m. 4. Adolf Óskarsson, í., .. m 54,72 m. Stig: fsiand 4, Noregur 7. 800 m. hlaup: í þessari grcin var almennt búist við tvöföldum sigri Norð'inanna, þótt ýmsir gerðu sér vonir um að Óskar veitti Sigurð Roll liarða keppni. Bæði Björn Vade og Roll hafa hlaupið undir meli Óskars, 1:56,1 mín., og Vade meira að segja á hinum glæsi- lega tíma 1:52,2 mín., aðeins 1/10 úr sek. lakara en norska metið. Úrslit urðu þessi: 1. Björn Vade, N......... 1:55,0 mín. 2. Sigurd Roll, N.,.......1:57,3 mín. 3. Óskar Jónsson, í., .... 1:59,6 mín. 4. Pétur Einarsson, í., .... 2:01,1 min. Kúluvarp var sú greinin, sem mestum vonbrigð- um olli, þótt keppnin væri mjög jöfn, aðeins Vi m. munur á fyrsta og síð- asta manni. Huseby mætti ekki til leiks, og það gerði strik í reikninginn. Almennt var samt talið, að Sigfús gæti orðið skeinuhættur Norðmönnunum og jafnvel sigrað þá báða. Ekki tókst það nú saint, þótt sennilega hafi köst hans verið jöfnust. Úrslit urðu: 1. Arne Rohde, N., ........ 14,98 m. 2 Bjarne Thoresen, N., .... 14,80 m. 3. Sigfús Sigurðsson, í., .... 14,61 m. 4. Vilhj. Vilmundarson, í., 14,46 m. Stig: ísland 3, Noregur 8. 5 km. hlaup: Langhlaup þetta var athyglisvert og sýndi áhorfendum glögglega, þótt það væri reyndar vitað, að engin rækt iiefir verið lögð við löngu vega- lengdirnar hér. Ilinn iitli síbrosandi og léttfætti Jakob Kjersem vann hylli áhorfenda þegar, og var tiann óspart hylltur, þegar liann tók endasprettinn og stytti ennþá liin undarlega stuttu skref, sem hann notaði allt hlaupið. Wilhetmsen var líka léttur í spori og notaði stutt skref. Stefán hélt í þá lengi vel, en liálfsprengdi sig á að fylgja þeim. Úrslit: 1. Jakob Kjersem, N., .. 15:08,0 mín. 2. Thv. Wilhelmsen, N., 15:22,4 mín. 3. Stefán Gunnarsson, í., 16:02,0 mín. 4. Þórður Þorgeirsson, í., 16:13,4 mín. Stig: ísland 3, Noregur 8. 1000 m. boðhlaup: 100 metra sprettinn hlaupa Finn- björn og Johansen, og gefur Finnbjörn heldur forskot, og Trausti heldur nokkuð fast i Bloch á 200 m. sprett- inum, þótt Bloch skilaði keflinu fyrr til Tangen en Trausti til Hauks. Hauk ur þýtur eins og örskot fram úr Tangen og breikkaði bilið ótrúlega mikið. Síðustu 50 metrana af þess- um 300 metra sprett var hann þó alveg hættur að vinna á. Reynir og Per Dokka lilaupa svo 400 metrana. Kliður heyrist frá .áhorfendum: — „Dokka hlýtur að vinna þetta, það er enginn séns.“ Svo fór og að Dokka vann á i fyrstu, og þegar 100 m. eru eftir gerði hann sig líklegan til að hlaupa fram úr Reyni. En hvað skeð- ur? Reynir herðir sig, en Dokka verð- ur að láta sér tynda að dragast aftur úr. Vel hlaupið lijá Reyni. Úrslit: 1. sveit íslands ....... 1:58,6 min. 2. sveit Noregs, ....... 1:59,8 min. Stig: ístand 7, N'oregur 4. Seinni dagur: Síðari dagurinn var liagstæðari fyrir ísland en sá fyrri. Fjögur íslensk met voru sett, og sveit ís- lands í 4x100 metra boðhlaupi liljóp á 42,1 sek., eða lVio sek. undir meti Í.R.-sveitarinnar. Varð ]>etta 5. metárangur dag'sins. 100 m. hlaup: Haukur leiddi glæsilega, og Örn var á undan Blocli meira en helm- ing leiðarinnar, þótt Bloch yrði sjón armun á undan í mark. Tímar urðu: 1. Haukur Clausen, í., ... 10,6 sek. 2. Peter Bloch, N.......... 10,8 — 3. Örn Clausen, í.......... 10,8 -— 4. Henry Johansen, N., . . 11,0 •— Stig: í. 7, N. 4. Timi Hauks er nýtt islenskt met og einn af bestu áröngrum i Ev- rópu í ár (Kleyn 10,5, Bailey, Monti, Morais 10,6 sek. Haukur sá fimmti, sem fer niður fyrir 10,7 sek.). Tími Bloch og Arnar var i fyrstu sagður 10,9 sek. og Joliansen 11,1 s. Stangarstökk: Sigurvegari var Erling Kaas, Ev- rópumethafinn, sem stokkið hefir 4,28 metra. Nú varð hann að láta sér lynda 4,20 metra, þótt slíkt sé stórglæsilegt vallarmet liér í Rvík og’ árangur á lieinismælikvarða. Torfi setti nýtt íslenskt met, stökk 3,90 m., og bætti liið 1% viku gamla met sitt, 3,85 m — Úrslit: 1. Erling Kaas, N...........4,20 m. 2. Torfi Bryngeirsson, f„ . 3,90 — 3. Audun Bugjerde, N., . . 3,70 — 4. Bjarni Linnet, í., ..... 3.50 — Stig: N. 7, í. 4. 400 m. hlaup: Björn Vade sigraði örugglega og komst aldrei i hættu. Reynir og Magnús losuðu sig vi.ð Dokka undir lok hlaupsins. Tímar urðu: 1. Björn Vade , N., .... 49,6 sek. 2. Reynir Sigurðsson, í., . . 51,0 — 3. Magnús Jónsson, í., .... 51,4 — 4. Per Dokka, N............ 51,9 — Stig: N. 6, í. 5. Kringlukast: Ramstad varð nr. 1, eins og við mátti búast, enda liefir liann í vor kastað 49,41 meter, sem er 3. besta afrek í Evrópu í ár. ítalarnir Tosi og Consolini hafa einir gert getur. •— Úrstit: 1. Ivar Ramstad, N., .... 49,33 m. 2. Johan Nordby, N., .... 44,41 -—• 3. Ólafur Guðmundsson, L, 42,19 — 4. Friðrik Guðmundss., í„ 41,65 •— Stig: N. 8, í. 3. 110 m. grindahlaup: Hér var sett glæsilegt, nýtt íslenskt met. Haukur hljóp á 15,3 sek., eða % sek. betur en met Skúla var. Garpestad leiddi samt lengi vel, en þegar Ilaukur „setti á fullt“, fatað- ist Garpestad eitthvað og felldi liann margar grindur. Tíminn var samt góður. Úrslit: 1. Haukur Clausen, í., . . 15,3 sek. 2. Arnt Garpestad, N., .... 15,6-—- 3. Egil Arneberg, N., .... 16,4 — 4. Skúli Guðmundsson, í., 16,6 — Stig: í. 6, N. 5. Langstökk: Stökkárangrar voru þessir: Finn- björn: 6,94; 7,02; 6,81; 7,16 (nýtt íslenskt mef); ógilt; 6,55. Ström: 6,90 6,75; 6,35; 6,77; 6,77 og einu stökki sleppt. Langbakke: ógilt; 6,79; 6,85; 6,89; 6,80; ógilt. Halldór: 6,65; ó- g'ilt; 6,76; 6,73; 6,73; 6,63. — Kaare Ström er frægur þristökkvari. Fyrir stríð stökk hann 15,82 m„ en að- eins 2 menn í heiminum liafa gert betur. Heimsmet Japanans Harada, sem landi hans Tajima, bætti upp i 16 metra í Berlín 1936, var líka 15.82 m. — í lang'stökki hefir Ström náð 7,46 ni. fyrir stríð. — Úrslit: 1. Finnbjörn Þorvaldss., í„ 7.16 m. 2. Kaare Ström, N„ ......... 6,90 — 3. .Björn Langbakke, N„ . . 6,89 — 4. Halldór Lárusson, í„ . . 6,76 — Stig: I. 6, N. 5. 1500 m. hlaup: Norðmennirnir leiddu hlaupið fram á síðustu stundu, er Óskar fór fram úr Veiteberg. — Tíinar: 1. Per Andresen, N„ . . 4:01,6 mín. 2. Óskar Jónsson, í„ . . 4:02,6 — 3. Arne Veiteberg, N„ 4:04,2 — 4. Pétur Einarsson, I„ 4:10,2 — Stig: N. 7, í. 4. 4x100 m. boðhlaup: Ásmundur og Tangen lilupu fyrsta sprettinn og héfir Ásmundur held- ur betur. Finnbjörn og Vade taka þa'nn næsta, og heldur Vade alveg í Finnbjörn, sem var þreyttur eftir langstökkskeppina. Örn og Johan- sen taka þriðja sprettinn, og gefur Örn keflið til Ilauks með örlitlu forskoti. Haukur og Bloch lilaupa endaspreltinn báðir mjög vel, enda náðist góður tími: 1. sveit íslands ....1:58,6 mín. 2. Sveit Noregs ....... 42,6 — Stig: í. 7, N. 4. KANADA. Frh. af bls. 9. ama hennar. Og hana verkjar — eins og það sé verið að slíta hana sundur. Klukkutími líður. Og annar til. Frúin er jafn alúðleg, Hún bend- ir stúlkunni og biður hana að koma með kaffi. En Magnhildi langar ekki í kaffi. Loks stendur hún upp. Hún starir fram, rauðum tárlausum augum, strýkur fellingarnar úr svuntunni, lítur á stóru klukkuna í horninu og hrekkur við. — Hvað er þetta? segir hún. — Eg gleymi alveg skepnunum. Svo fer hún út og gengur niður haustfölvan garðinn. Prestskonan kallar á eftir henni. Spyr hvort hún vilji ekki hvíla sig um stund, hvort hún eigi ekki að senda hana Guðrúnu til að hugsa um kýrnar hennar í kvöld. En Magnhildur heyrir það ekki. Enginn stendur og bíður eftir henni þegar hún kemur út. Það er orðið kaldara og kominn tals- verður vindur. Hann leikur um fölu stráin í vegbrúninni, leikur við gisna hárið, sem gægist fram undan höfuðklútnum. SVARTAR STJÖRNUR. Frh. af bs. 5. nafn: Bill Watson. Stjarna hans var hæst á lofti í stríðsbyrjun. Árið 1940 náði hann 7.523 stig- um, og árangrar hans fyrri dag- inn, sem gáfu 4.291 stig, eru alveg einsdæmi í sögu tugþrautarinnar: Langstökk 7,33 m., kúla 15,23 m., 10,8 sek.. á 100 metrunum. Hér skal látið staðar numið með upptalningu þessa. Frá stríðs lokum hafa komið fram margir stórkarlar meðal negranna, og skulu þeir ekki nefndir hér frek- ar en gert hefir verið. En gaman verður að sjá árangra þeirra í London í sumar og hafa þá til samanburðar grein þessa um frammistöðu þeirra á fyrri Olym- píuleikum. Keppendur í 400 m. hlaupi: Reynir Sigurðsson, Björn Vade, Magntis Jónsson og Per Dokka (talið frá vinstri).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.