Fálkinn - 02.07.1948, Blaðsíða 3
FÁLKINN
i
Fyrsta landskeppnin sem íslend-
ingar lieyja i frjálsnm íþróttum, fór
fram á iþróttavellinum í Reykjavík
dagana 26. og 27. júní s.l., og lauk
henni með sigri Norðmanna, 92:73
stigum. Þetta er því þriðja lands-
keppnin, sem Norðmenn og tslend-
ingar stofna til meS sér á stuttum
tíma. NorSmenn unnu knattspyrnu-
keppnina í fyrra, en íslendingar sund-
ið í vor. '
Fyrri dagur:
Kl. 4 e. h. í blíðskaparveðri tók
mannfjöldinn að streyma út á völl.
Norsku og íslensku iþróttamennirn-
ir gengu inn á leikvanginn í einfaldri
röð, hvor með sinn fánann i broddi
fylkingar, Jens Guðbjörnsson mælti
Setnimj mótsins.
Landskeppni
Norðmanna og slendinga
nokkur ávarpsorð og þjóðsöngvarnir
voru leiknir. Ung og fríð stúlka færði
Norðmönnunum blómvönd. — Síðan
hófst keppnin.
200 m. hlaup:
Fyrsta keppnin var 200 m. hlaup.
Sigur Hauks Clausen var talinn ör-
uggur og Peter Bloch viss með annað
sæti, en engu var spáð um Trausta
Eyjólfsson og Henry Johansen. —
Skotið ríður af. Eins og örskot þjóta
allir 4 upp. Haukur er greinilega fyrst-
ur og eykur bilið í sífellu. Bloch og
Trausti heyja hatrammt einvígi. Jo-
hansen er síðastur. Þéir hlaupa inn
á 100 metra brautina, Trausti brot
úr metra á undan Blocli, Bloch tek-
ur á öllu sínu síðustu metratugina,
en Trausti gefur sig ekki. Úrslit verða:
1. Haukur Clausen, í., .... 22,0 sek.
2. Trausti Eyjólfsson, í., .. 22,8 sek.
3. Peter Bloch N., ........ 22,9 sek.
4. Henry Joliansen, N., .... 23,4 sek.
Stig: ísland 8, Noregur 3.
Hástökk:
Meðan liástökkið fór fram kom úr-
hellisrigning, sem siðar stytti upp,
og liáði hún keppninni nokkuð. Eigi
að siður náðist glæsilegur árangur.
Byrjunarhæð var 1,65 m. Kolbeinn
Kristinsson felldi 1,80 og Skúli 1,93
m., og urðu þannig að láta sér nægja
3. og 4. sæti. Skúla vantaði þó aðeins
herslumuninn til að ná 1,93 m. Norð-
mennirnir báðir eru afbragðs há-
stökkvarar. Leirud felldi enga hæð
þvi að hann hætti er liann hafði stokk-
ið 1,95 m., eða 1 cm. lægra en besti
árangur hans var í fyrra, sein var
þriðji besti árangur Evrópumanns.
Ef rigningin liefði ekki hindrað,
þá má telja líklegt, að Leirud hefði
getað stokkið hærra, ef til Vill náð
sömu hæð og besti árangurinn i
Evrópu er í ár, 1,98 m., sem Alan
Patterson hefir stokkið. Leirud stekk-
ur bæði kröftuglega og fallega. Hann
kemur með hægri hlið að og stekk-
ur upp af vinstra fæti. Hinn Norð-
maðurinn Björn Paulsson er einnig
mjög efnilegur hástökkvari. Hann not-
ar „dyk“-stíl eða hvolfir sér, eins og
það er kallað á máli okkar liinna ó-
faglærðu. Paulsson stökk 1,93 m., og
er það persónulegt met hans. Úrslit
urðu því:
1. Birgir Leirud, N., .... 1,95 m.
2. Björn Paulsson, N., .... 1,93 m.
3 Skúli Guðmundsson, í., .. 1,90 m.
4. Kolbeinn Kristinsson, í., . . 1,75 m.
Stig: ísland 3, Noregur 8.
Endaspretturinn i 100 m. hlaupi. Frá vinstri: Haukur Clausen
(10,ti sek.), Peter Bloch (10,8), Henry Johansen (11,0), örn
Clausen (10,8).
Spjótkast:
Rigning háði spjótkastinu nokkuð.
Odd Mæhlum var greinilega besti
maðurinn, enda á hann norska metið,
69,08 m., sett í fyrra. Fyrsta kast
Jóels var líka gott, annars virðist full
mikið fara í hæðina hjá honum af
þeim feikna krafti og snerpu, sem
liann býr yfir. Úrslit urðu:
1. Odd Mælhum, N., ....... 63,41 m.
2. Jóel Sigurðsson, í.....58,14 m.
Frh. á bls. 14.
íslenska sveitin, sem vann 4x100 metra boðhlaupið á 42,1 sek.
Talið frá vinstri: Örn Clausen, Haukur Clausen, Finnbjörn
Þorvaldsson og Ásmundur Bjarnason.
Frá grindahlaupskeppninni. Frá vinstri: Haukur (15,3), Arne-
bery (16,4), Gurpestad (15,6), Skúli (16,6).
Sigurvegarar í lahgstökki. Frá vinstri: Kaare Ström, Finnbjörn
og Björn Langbakke.