Fálkinn - 17.09.1948, Page 2
2
FÁLKINN
Árni Pálsson, prófessor, varð 70
ára 13. þ. m.
Drúðhjónin Guðný Jónsdóttir og Donald Wieneke.
Amerísk blðð biría viðtöl við íslenska brúði.
GuSný Jónsdóttir, dóttir Jóns
B. Helgasonar og Karlottu Alberts-
dóttur hér i Reykjavík, hefir um
J>riggja ára skeið starfað lijá „Good-
year Tire and Rubber Co.“ vestur
i Ameríku. 1 vor giftist hún amer-
ískum manni, Donaid E. Wieneke
og liafa þau sest að í borginni Sault
Sainte Marie í Michigan. Blðð þar
í borginni og einnig i borginni Jack
son liafa birt alllangar greinar um
giftinguna og viðtöl við brúðina,
þar sem lesendur eru leiddir frá
hinum villukenndu liugsunum sem
Jieir hafa haft um ísland. Bera blaða-
greinarnar það með sér, að borg-
arbúum þykir gaman að fá íslend-
ing í íbúahjörðina, en alls búa þar
um 16.000 manns.
Eitt blaðið í Jackson kemst að
þeirri niðurstöðu eftir viðtal við
Guðnýju (eða June, eins og hún er
kölluð J)ar), að Island sé ekki ein-
göngu byggt af Eskimóum og ljós-
hærðum stúlkum, eins og margir
hafi haldið þar vestra. Blaðið segir:
,,Á íslandi búa meira að segja engir
Eskimóar, ])eir byggja önnur norð-
lægari lönd. ísland er heldur ekki
eingöngu land ljósliærðra meyja.
Þar eru jafnt svarthærðar, Ijósliærð-
ar og rauðhærðar stúlkur, og svo
kannske ein og ein á stangli með
annan liáralit, en móðir náttúra gaf
henni.“
Blöðin fræða svo lesendur um
hitaveituna, nýtísku húsakynni,
fullkomna tækni við fiskveiðar og
annað, er geti yarpað nýjum og
betri Ijóma á nafn íslands hjá al-
menningi þar. En öll furða þau sig
á þyí uppátæki íslendinga að klína
föðurnafninu fyrir aftan fornöfn
inanna.
Starfið er margt -
Sigurður Högnason, bóndi i Sól-
heimakoti í Mýrdal, varð 60 ára
16. þ. m.
Arnbjörn Jónsson, verkamaður,
Hverfisg. 58, verður 70 ára 17 þ. m.
en vellíðan, afköst
og vinnuþol er háð'
þvi að fatnaðurinn
sé hagkveemur og
traustur
VBBR
VDNNQJOFAirACIEIRO) BSD.AN1DS K/t REYKJAVlK
CUta siaMsta 99 lullkomn3St(i yojksml&ja sUinai greinai á Islandi
SÍ-UNGUR.
„Eg get að minnsta kosti dansað
ennþá“, sagði James Wormwood
nýlega þegar hann var að halda
101 árs afmæli sitt, og dansaði tryll-
ingslegar. jitterbug. Wormwood tók
þátt í borgarastyrjöldinni, bauð sig
fram í herinn og var þá 16 ára.
1 New Yorkríki eru nú aðeins sjö
menn eftir á lífi, sem tekið hafa
þátt í borgarastyrjöldinni.
/W/V/V/V<V
VÉR MÓTMÆLUM!
forseti Kattavinafélags Banda-
ríkjanna hefir sagt frá því, að hann
muni snúa sér til UNO og stjórn-
málamanna í Evrópu til þess að
ræða við þá möguleikana á því að
endurreisa kattarstofninn i Evrópu.
Striðið og hungursneyðin sem á
eftir kom hefir gengið mjög nærri
köttunum, en jafnframt hefir rott-
um og músum fjölgað ískyggilega.
Kattafélagið hefir fengið áskorun
um að senda eina milljón af úrvals
köttuin til Evrópu.
— Þú elskar mig ekki lengur, Óli.
Fyrrum bauðstu mér alltaf stærstu
bitana á fatinu.
— Já, en þá bjóstu ekki til eins
góðan mat og J)ú gerir núna.
Okkur
vantar
ábyggilegan
sendisvein
strax.
Talið uið afgreiðsluna.
Fálkinn vikublað
HUNDUR MEÐ GLERAUGU.
Hundurinn Ethel, sem er föru-
nautur blinds manhs í Los Angel-
es, felck fyrir nokkru starblindu,
svo að hann gat ekki fylgt hús-
bóndanum. En nú hefir læknir átt
við augun í hundinum, svo að
hann hefir fengið sjónina, en
verður þó að nota gleraugu. Hér
sést gleraugnahundurinn og
blindi maðurinn, sem notar hann
til fylgdar.
Frank Roberts, fulltrúi Breta
við umræðurnar í Moskvu um
Berlínardeiluna.