Fálkinn - 17.09.1948, Blaðsíða 14
14
FÁLKINN
CHURCHILL — Framh. af bls. 9.
ÞaÖ fundust þarna mörg önnur
fölsuð skjöl, og á umslagi eins bréfs-
ins, sem auðsjáanlega átti að lita
út eins og það væri skrifað i ensku
stjórnarráði var götunafn og númer
skrifað á eftir borgarnafninu, en
]iað gera engir nema Þjóðverjar.
Auk þess var Oxford Street, sem stóð
á bréfinu alls ekki til í Cambridge,
heldur Oxford Road. En það sak-
næmasta sem fannst voru þó dul-
málsskeyti, sem sýndu og sönnuðu,
að dr. Braake hofði tekið að sér
að ráða Churchill af dögum og
enda fleiri forustumenn enska, eftir
því sem lionum gæfist færi á.
Mínúturnar liðu og Ter Braake
kom ekki heim aftur. Einhvernveg-
inn hlýtur liann að liafa komist á
snoðir um, að hætta var á ferðum.
Það er sennilegt að liann hafi séð
grunsamlegan mann halda vörð við
húsið. Þegar hann kom aftur hefir
hann líklega séð sama manninn
þarna, og þá farið að gruna margt.
Nóttina eftir þegar einn varðmað-
urinn i loftvarnarbyrgi í Cambridge
var á eftirlitsfcrð, sá hann mann,
sem virtist sofa á einum bekknum.
— Halló, þér megið ekki sofa
þarna! kallaði hann.
Maðurinn hreyfði sig ekki. Og þá
tók varðmaðurinn eftir að skamm-
byssa lá á gólfinu hjá manninum,
og' svo sá hann blóðpoll. Hann sótti
lögregluna.
Skömmu síðar voru sérfræðingar
farnir að rannsaka líkið. Þetta var
dr. Jan William Ter Braake! Hann
liafði kosið sér skammbyssukúluna
fremur en að fá snöru um hálsinn
— kannske var þetta einmitt kúl-
an. sem ætluð hafði verið Winston
Churchill.
Þá var síðasti hlekkurinn fund-
inn í torráðinni gátu. En forspilið
að Englandsför Ter Braake hófst
einn morgun, haustið 1940.
Hinn 3. okt. fannst þýsk fallhlíf
á akri nálægt Amersham í Buck-
ingliamshire. Enska lögreglan fór
þegar að ieita uppi manninn, sem
komið hafði í þessari fallhlíf. En
akurinn var frosinn, svo að ekki
var hægt að rekje sporin. Og ]>að
var ekki fyrr en sjö mánuðum síð-
ar að skjöl Ter Braake sýndu, að
hann va*’ maðurinn, sem hafði ver-
ið i fallhlífinni.
Það vitnaðist aJdrei hve margir
þeir voru mennirnir, sem gerðir
voru út til þess að myrða helstu
menn bandamanna, en svo mikið
er víst að þeir voru miklu fleiri en
dr. Jan William Ter Braake.
INDÍÁNAFLOKKUR
í British Columbia sendi Elísabetu
prinsessu tvö gullarmbönd að gjöf.
Samkvæmt fornum átrúnaði mega
aðeins konunglegar persónur bera
þessi djásn, en þeim fylgir „kraftur
himins og jarðar". í marga manns-
aldra hafa konur ráðið fyrir þess-
um Indíánaflokki. Núverandi drottn-
ing hans segir í bréfinu sem fylgdi
gjöfinni til „hinnar konunglegu
systur“ hennar: „Megir þú öðlast
allan mátt himins og jarðar, úr því
að þú átt einhverntíma að ríkja
sem drottning yfír oss Indíánum."
Franska stjórnarkreppan. — Frá því að stjórn Andvé Maries
féll, hafa franskir stjórnmálamenn setið á sífelldum fundum
og reynt að bræða saman ennþá eina stjórnina. Schuman
tókst að mynda sljórn, sem sat þrjá daga að völdum, og nú
er kominn ný stjórn og nýir me.nn. Leon Blum jafnaðarmanna-
leiðtoginn, sést hér koma af einum fundi, þar sem stjórnar-
myndun var ræcld. í fylgd með honum eru nánustu samstarfs-
menn hans. Talið frá vinstri: Jules Moch, fyrrv. innanríkis-
ráðherra, Jean Riondi, Iæon Blum og Joseph Laniel.
Edvard Kardelj, fyrrverandi ut- „Járnkóngurinn“, er þessi þýski
anríkisráðherra Júgóslcwíu og kraftajötunn kallaður. Ilann er
nú formaður miðstjórnar komm einn þeirra, sem slítur járnkeðj
únistaflokks landsins, hefir ur, beygir járnstangir og lætur
harðlega mótmælt ásökunum björg liggja á brjósti sér. Hér
Kominforms á hendur flokks- lætur hcinn bil keyra yfir sig,
bræðrum sínum. án þess að verða meint af.
STAL BRÚ.
í Róm hefir mörgu verið stolið
eftir stríðið, en einna undarlegasta
þjófnaðarmálið er það, að fimm
bílstjórar hafa verið kærðir fyrir
að stela einni brúnni af Tíber.
Þessi brú — Torra Tiberia — var
sprengd i styrjöldinni og bílstjór-
arnir hirtu járnaruslið úr henni og
seldu það á svörtum markaði. Þeir
voru að sækja síðustu hlössin þegar
lögreglan greip þá.
Miðaldra kennsiukona átti erindi
í höfuðstaðinn og fékk sér herbergi
á gistihúsi. Um kvöldið gat hún ekki
sofnað, — hún var eldhrædd og
vildi ganga úr skugga um hvar
varaútgangur væri, ef eldur kynni
að koma upp í húsinu.
Hún fór því út i ganginn og kom
að dyrum, sem lnin taldi þesslegar
að þar yrði komist út. Ilún lauk
upp en sá þá að þetta var baðher-
bergi og að karlmaður stóð undir
steypunni þar.
— ,Æ, afsakið þér, stamaði hún,
— ég var bara að leita að bruna-
dyrunum.
Hún var ekki komin langt inn
gang'inn þegar liún lieyrði liróp bak
við sig. Þar var maðurinn úr bað-
herberginu kominn, og hafði ekki
annað fata en citt liandklæði.
•— Ilvar er að brenna? öskraði
hann.
PRJÓN. Framh. af bls. 11.
og 24 1. slétt. Á ranghverfunni eru
lykkjurnar prjónaðar eins og þær
koma fyrir. 2 sléttur prjónn: 22
slétt, 1 brugðin, 1 slétt, 1 brugð-
in. 31 slétt, 1 brugðin, 1. slétt
1 brugðin 22 slétt. — Frá þessu er
alllaf prjónað 2 1. fleira brugðið
hvoru megin við sléttu reitina (31
1.) þar sem mynstrið er, þangað til
allar hliðarlykkjurnar eru brugðnar.
Þegar ermin er 46 cm. byrjar úr-
takan. Fell 6 1. af í byrjun 2 fyrstu
prjónana. Fær á prjóna nr. 3% og
prjóna til skiptis 2 prj. sem ekki er
tekið ú" og 2 pri. sem tekið er úr
1. 1. Þegar 47 i. eru eftir er tekið
úr 2 1. í byrjun livers prjóns þar til
eftir er 31 1. Merk miðlykkjuna með
spotta til hægðarauka. Fær á prjóna
nr. 2% og prjóna 2 og 2 lykkjur
saman (16 1.) Prjóna 1 prjón brugð-
ið og íell af.
Mynstrið er saumað með lykkju-
spori. Á framstykkinu 6 1. frá liáls-
máli og á ermunum 12 1. ofan frá.
Byrjað er á miðlykkju mynstursins
í merlctu lykkjuna á jieysunni.
Frágangur: Legg öll stykkin
saman milli blautra dagblaðá, þar
til þau eru slétt og rök, breið þau
upp og jafna vel með höndunum.
Hálsmálið: Sauma saman axlirn-
ar, tak upp 90 1. í hálsmálið og
prjóna með 4 sokkaprjónúm, slétt
fyrsta prjóninn svo brugðið og fell
saman tvöfalda iíninguna þegar hún
er orðin 4% cm. og drag teygju-
band i.
Sauma peysuna sanian.
CANARIS — Framh. af bls. 5.
seni hann liafði áður haft af
flugumönnum. Hann álpaðist
til að gera von Hincken að
Irúnaðarmanni sínum og flugu-
manninum tókst að komast yf-
ir nokkur hréf lijá Canaris, sem
sönnuðu að liann liefði verið
við samsærið riðinn. Annað
bréfið var til Gördelers, sem
átti að taka við stjórninni eftir
að Hitler liefði verið drepinn;
liitt var til von Scliulenbergs
greifa, sem átli að verða utan-
ríkisráðherra nýju stjórnarinri-
ar.
NÚ voru örlög Canaris ráð-
in. Niðurlagið var samkvæmt
forskrift Himmlers. Aðfaranótt
7. apríl 1945 var Canaris hengd
ur. í stað snæris var notaður
stálvír i snöruna, svo að Can-
aris var 45 minútur að kafna.
Likinu var fleygt i hópgröf,
þannig að Canaris fékk að fara
undir nafninu N. N. inn í eilífð-
ina.
Frú Mosfells við vinkonu sína: •—
Eg er hrædd um að hann Guðmund-
ur sé liættur að elska mig. Áður
kyssti liann mig alltaf þegar dimmt
var i bió, — en nú sýpur liann á
vasapelanum.