Fálkinn - 05.11.1948, Page 2
I
2 FÁLKINN
Jón J. Aðils:
„Gullöld íslendinga“
Menning og lífshættir forfeðra vorra á söguöldinni
2. útgáfa með mjnndum.
„Gullöld Islendinga“ hefir verið ófáanleg í mörg ár, hefir hún þess vegna verið
gefin út að nýju í fallegri og vandaðri útgáfu.
öllum þeim sem unna fornbókmenntum íslendinga er mikill fengur að þessari
stórmerku bók.
Jónas Jónsson alþingisxnaður segir meðal ann-
ars í formála fyrir 2. útgáfunni:
„—; — — Hver íslendingur, sem átti fornritin
og las þau með athygli, fékk í „Gullöld Is-
lendinga“ skýring á því merkilega fyrirbæri,
að á þjóðveldistímanum tókst afskekktri og
fámennri þjóð á íslandi að skapa þjóðskipu-
lag og þjóðmenningu, sem mun ætíð verða
talin varanlegt afrelc í sögu Vesturlanda.-
1 höndum Jóns Aðils varð saga landsins heit
eggjan til íslendinga um að vera hvergi eft-
irbátar forfeðranna“
Allir fróðleiksfúsir íslendingar munu fagna því að „Gullöld íslendinga“ er nú aft-
ur fáanleg í prýðilegri útgáfu.
„Gullöld íslendinga" er tilvalin gjafabók
Skoðið „Gullöld íslendinga" hjá næsta bóksala.
Aðalútsala hjá
Bókaverslun Sigurðar Kristjánssonar
Bankastræti 3.
Happdrætti
Háskóla Islands
Dregið verður í ii. flokki
iO. nóvember.
602 vinningar — samtals 213,800 kr.
Hæsti vinningur 25,000 krónur.
Endurnýið strax í dag.
KU-KLUX-KLAN EFLIST.
Um 1000 nýir meðlimir hafa ver-
ið teknir inn i Ku-Klux-Klan með
meiri viðhöfn en almennt gerist.
Voru þeir vígðir til íeynilögregl-
unnar i bjarmanum frá tákni Klans-
ins, sem er brénnandi kross. Fór
athöfnin fram á kletti einum skammt
frá Atlanta, en þaðan hafði Klan-
inn verið rekinn burt fyrir tveim-
ur árum, af eigandanum, sem ekki
vildi líða þetta tilberaverk í sinni
landareign. f tilkynningu sem ný-
iega hefir verið gefin út segir að
Klaninn liafi nú 500,000 meðlimi
víðsvegar um Bandaríkin.
ESPERANTO OG UNO.
Um öll lönd veraldar ganga nú
undirskriftarskjöl þess efnis að
skora á UNO að stuðla að út-
breiðslu alþjóðamálsins esperanto
og nota það í alþjóðaviðskiptum.
Það eru bæði einstaklingar og fé-
lög sein skri'fa undir. í Noregi hafa
bæði verkamannasambandið (Ar-
beidernes faglige I.andorganisasjon),
kennarasambandið og kennslukvenna
sambandið skrifað undir, og nafn
Vincents Auriol Frakkaforseta er
þar líka.
ÓKEYPIS LYF.
Ríkisstjórnin í Ástralíu hefir ný-
lega gefið út tilskipun um, að öll
lyf skuli framvegis látin af hendi
ókeypis. Með því að útfylla ákveðin
skýrsluform geta allir borgarar,
hvort þeir eru fátækir eða ríkir,
fengið ókeypis pillur og púlver,
piástra og dropa, pencillin og strep-
tomycin og hvað annað sem vera
skal og ríkið borgar. Læknarnir
hamast gegn þessu og hafa við orð
að láta þessi fyrirmæli eins og
vind um eyrun þjóta.
FR0ÐLEG B0K
0G SKEMMTILEG
Úr byggðum Borgarfjarðar II, eftir
Kristleif Þorsteinsson á Stóra-Kroppi.
Útgefandi ísafoldarprentsmiðja h.f.
Samtíð Kristleifs Þorsteinssonar á
Stóra-Kroppi hefir í þakkarskyni fyrir
fróðleikssöfnun hans og ritstörf gefið
honum hið yfirlætislausa en sviptigna
sæmdarheiti, fræðaþulur. Kristleifur
hefir borið þetta róttnefni með sóma.
Hann er þjóðkunnur sem búhöldur
og gáfumaður, þegar hann hóf rit-
störf sín, en með þeim hefir hann
tryggt nafni sinu og minningu lang-
lífi með þjóðinni, enda þótt því hafði
farið fjarri, að hann ynni þetta starf
sér til auðs eða frægðar. Fyrir honum
vakti það eitt, að bjarga frá gleymsku
merkilegum fróðleik um menn og
háttu liðinna alda og ára.
En það er ekki aðeins, að Krist-
leifur á Stóra-Kroppi hafi forðað frá
gleymsku fróðleik um menn og háttu
í byggðum Borgarfjarðar. Hann hefir
i sagnaþáttum sinum og frásögnum
brugðið upp myndum úr lífi þjóðar-
innar og komandi kynslóðir munu
ekki síður kunna lionum þakkir fyrir
það starf en samtíð hans. Hann hefir
líst bæjunum, búskaparháttunum og
bændunum i Borgarfirði á löngu og
merkilegu árabili. Hann hefir lýst
menntun og menningu þessa fólks,
lífsbaráttu þess og örlögum, rakið feril
þess í blíðu og stríðu frá vöggu til
grafar. Hann hefir krufið til mergjar
kjarnann í lífi og menningu íslend-
inga á liðnum öldum, lýst á glöggan
og áhrifaríkan hátt umhverfi, starfs-
skilyrðum, vinnubrögðum, aðbúð og
dægradvöl íslendinga á sjó og í sveit-
um á timabilinu frá þvi að þjóðin fór
aftur að rísa á legg og þangað til véla-
menningin tók að leggja undir sig
landið.
Kristleifur Þorsteinsson er fylgdar-
maður lesenda sinn. Hann fer með
þá um byggðir Borgarfjarðar, víðlent,
fagurt og kostaríkt hérað. Hann sýn-
ir þeim Borgarfjörðinn eins og hann
var og er, og hann kynnir fyrir þeim
hina gömlu, sérkennilegu og skemmti-
legu Borgfirðinga. Hann sannar ferða-
félögum sínum, að hver einn bær á
sína sögu, og hann rifjar upp fyrir
þeim sögu fólksins, sem forðum lifði
þar, starfaði og dó. Bækur Kristleifs
fjalla um Borgarfjörðinn og Borgfirð-
inga. En þær eru um leið annað og
meira en tímabundin saga þess hér-
aðs og íbúa þess. Þær eru aldarspegill,
þar sem lesandinn sér í megin dráttum
líf og starf þjóðarinnar á þvi tíma-
bili, sem bækur Kristleifs ná yfir.
Samfylgd Kristleifs er ógleymanleg,
sökum kunnugleika hans og ratvísi.
Og því, sem liann sér og sýnir, lýsir
hann á liinu liljómþýða og þróttuga
máli, sem lifað liefir hreint og mótað
á vörum gáfaðs og heilbrigðs alþýðu-
fólks öld af öld og kynslóð af kyn-
slóð.
Kristleifur Þorsteinsson hefir með
ritstörfum sínum reist sér í elli sinni
óbrotgjarnan ininnisvarða með því að
rækja skyldu sína við hérað sitt og
sögu þess.
HKESSANV! COLA mVKKUR S)