Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1948, Síða 10

Fálkinn - 05.11.1948, Síða 10
10 FÁLKINN Hraustlega gert! Hérna um daginn sá ég aflrauna- nienn lyfta handvogum, sem voru allt að 135 kg. á þyngd, eða tals- vert þyngri en maðurinn sjálfur. Það var auðséð á andlitinu á honum að var liann máttlaus eins og slytti. Þetta varð til þess að ég fór að liugsa um live mikil orka það væri sem hann notaði í þessa aflraun. Það sýndi sig að hjarta í manni sem livílist, þ. e. a. s. framleiðir ekki orku, segdir frá sér 9 lítra af hlóði á mínútu. Ef maður hins vegar reynir mikið á sig og er ó- þjálfaður undir þá sendir hjartað um 50 blóðlítra, ef orkuframleiðsla mannsins er um 1/6 úr hestafli. En sé maðurinn æfður þarf hjartað ekki að dæla nema 'tæpum 40 lítrum. Þessi munur á blóðrásinni sýnir hve mikið æfingin sparar af hlóði. Og svo kemur ítrasta aflraunin. Maðurinn scm lyfti handvogunum hefir eflaust þurft 65 lítra blóðrás á mínútu og orkan svarað til eigi minna en 3/8 úr hestafli. Heilabrot. 25 menn í hóp komu að fljóti, sem ekki varð komist yfir nema á ferju. En þarna var enginn bátur nema ein smákæna, sem tveir smástrákar voru í. Kænan var svo lítil að hún har ekki nema strákana tvo eða þá einn fullorðinn mann. Fararstjór- anum hugkvæmdist samt ráð til að ferja alla mennina yfir á kænunni. Reyndu að finna hvernig hann fór að því, áður en ]ni lítur á ráðning- una. Ráðning á bls. Í4. Fangavörðunum i ríkisfangelsinu i Sidney í Ástralíu liefir verið skip- að að ganga með flókaskó á nótt- unni til þess að ónáða ekki fangana. Skoti kom inn á rakarastofu og spurði: •— Hvað mikið kostar að láta klippa sig hér? — 8 pence svar- aði rakarinn. — En raksturinn? — Fjögur pence, svaraði rakarinn. — Þá ætla ég að hiðja yður um að raka af mér hárið. SAGAN AF LIVINGSTONE OG STANLEY 23. Þetta varð mesta erfiðleika- för Stanleys. Svertingjarnir hrundu niður eins og flugur úr ýmisskonar farsóttum, og einn af hvitu mönn- unum var myrtur. En Stanley lét ekki hugfallast. Honum tókst að ná saman við Emir pasja með nokkra af áreiðanlegustu förunautum sin- um og bjarga honum með þvi að fá hann til að koma sér undan meðan tími væri til. Siðan hvarf hann aftur á stöðvarnar sem hann hafði skilið aðal-leiðangurinn eftir á, en þar hitti hann engan lifandi mann. Þeir voru allir dauðir. 24. Hann komst til sjávar aftur með aðeins fáa menn, og þetta varð síðastn ferð Stanley. Hann var orð- inn of gamall til að leggja á sig erfiðar ferðir, og Afríka er lýjandi. Síðustu ár ævinnar átti liann heima í litlu þorpi í Englandi, og þar dó hann árið 1904. Livingstone og Stanley eru frægustu könnuðir Afríku og ef til vill mcstu land- könnuðir sem verið liafa uppi. Og þeim má þakka heiðurinn af því, að Evrópumönnum hefir tekist að afnema þrælahald i hinum innri héruðum „svörtu álfunnar“. Adamson er þolinn í rökræðum. Skrítlur — Heldurðu að við (innumst nokkurntima aftur hér inni í frum- skóginum? — Vertu rólegur — þeir finna okkur. — Eg gleymdi að senda skattaframtalið mitt áður en ég fór að heiman. — Eg œtla bara að tilkynna, að konan min, Emma Hansen, sem aug- lýst var eftir i útvarpinu, er komin til skila. TILGANGUItlNN HELGAR MEÐALIÐ. Rétturinn i Great Falls í Montana hefir sýknað mr. Johnson. Hann var sakaður um að liafa valdið upp- námi á ahnannafæri með þvi að skjóta öllum skotunum úr skamm- hyssu sinni er hann var að koma út úr drykkjukrá eitt kvöldið með konunni sinni. Jolinson bar því við — Eg varð að borga með 100 króna seðli í strætisvagninum. —- Gætuð þér ekki gerl svo vel að taka hundinn yðar burt, — ég er hrædd um uð ég hafi fengið á n:ag fló. —• Komdu hérna kubbur minn. Konan hefir flær. að hann liefði gert þetta til að láta konunni sinni bregða við; hún hafði sem sé fengið óstöðvandi brenni- vínshiksta og öll önnur ráð til að stöðva hann ekki dugað. Rétturinn tók þessa skýringu gilda og sýknaði liann. En þegar frúin heyrði úr- skurðinn varð hún svo glöð að hún fékk nýtt liikstakast. ENDIR.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.