Fálkinn


Fálkinn - 15.04.1949, Blaðsíða 4

Fálkinn - 15.04.1949, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN VESTMANNAEYJAR eyjar fyrir Ferðafélagið. Þetta er sérstaklega góð bók, stórfróðleg og vel samirí — í stuttu incdi alveg eins og góð héraðslýsing á að vera. ----------------------------------------------------------------1 XJVAÐ veit allur þorri lands- ■■■ manna um Vestmannaeyj- ar? Jú, hann þekkir söguna um Hjörleifsþrælana, veit aö Tyrk- inn i-ændi Eyjarnar og nam á burt fólk í ánauð til Afríku, og liann veit að Vestmannaeyjar eru mikið fiskipláss og að þeir drepa fýl og lunda í björgun- um þar. Punklum og basta! Nú er öllum opið að kynnast Vestmannaeyjum betur. Ferða- félag íslands hefir gefið út ljómandi góða Vestmannaeyja- lýsingu, sem Jóh. Gunnar Ól- afsson liefir skrifað að mestu, en fjórir sérfróðir menn aukið við, nfl. Trausti Einarsson pró- fessor (jarðfræði Vestmanna- eyja), Þorsteinn Einarsson í- þróttafulltrúi (fuglalífið), Bald- ur Johnsen læknir (gróðurrík- ið) og Geir Gígja kennari (skor- dýrin). Og margir góðir mynda- smiðir hafa lagt sinn skerf til bókarinnar. Jóh. Gunnar skiptir efni sínu í sex kafla. Hann gefur í þeim fyrsta almennar upplýsingar um Eyjarnar, hvernig nafn þeirra muni vera til komið, byggingu og íhúafjölda fyrr og síðar, hversu kaupstaðurinn byggist og hvernig fólkið hafði ofan í sig að éta. í II. kafla fer hann með lesandann í kynnis- för um allar úteyjarnar, en í III. kafla lýsir hann Heimaey sérstaldega. í IV. kafla gefurpjy liann leiðarlýsingar þeim, sem vilja ganga á Ilelgafell, Heima- ldett og Ystaklett. V. kafli er um hellana og sá VI. um gaml- ar sögumenjar í Vestmannaeyj- um. Og það er fróður fylgdar- maður og fróður sögumaður, sem lesandinn hefir með sér í þessari hók. Maður verður for- viða á hvílik kynstur hann veit og dáist að live vel og látlaust hann segir frá. — Hér á eftir birtisl ofurlít- ill samtíningur, sitt af hverju, sem maður les í bókinni. Að- eins drepið á nokkur atriði til þess að vekja forvitni, sem hver Sigmaður i Vestmannaeyjnm og einn getur satt með því að ganga í Ferðaíélagið og eignast árbókina og lesa. Og væntan- tega liður ekki á löngu þangað — Ljósm.: Þ. Jósepsson. til Ferðafélagið gerir út skemmtiferð til Eyja og skoð- ar þar öll ríki veraldar og þeirra dýrð og fær kannske að sjá sigmenn og fuglatekju í kaup- bæti. Vestmannaeyjahöfn, séð til norðausturs. í baksýn Eiðið, Heimakietlur, Klettanef og Elliðaey. Básaskers-bryggjun sést á miðri myndinni — Ljósm.: Sigurjón Jónsson. Er nafn Vestmannaeyja dreg- ið af þrælum Hjörleifs? Höf- undurinn efast mjög um það, en þykir líklegt að Herjólfur landnámsmaður hafi verið Vest- maður og frá honum sé nafn- ið komið. Hann gerir og grein fyrir því, hvernig Eyjarnar urðu eign konungs. Magnús biskup Einarsson keypti þær snemma á 12. öld og siðan eignaðist Skálholtsstóll þær. En Þorv. Thoroddsen hefir getið sér til að Árni Ólafsson hiskup hafi tek- ið þær traustataki og látið Eirík af Pommern fá þær upp í skuld. Þetta er ekki ósennilegt og víst er um það, að Eyjarnar urðu konungseign snemma á 15. öld og eru enn ríkiseign. Sérstök sýsla liafa eyjarnar verið síðan 1609 og tvisvar hafa þær orðið kaupstaður. Þær voru einn af sex stöðiun, sem fengu kaupstaðarréttindi við afnám Jóh. Gunnar Ólafsson hefir skrifað bók um Vestmanna-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.